Hafnarstjórn

12. fundur 21. október 1999 kl. 08:15 Skrifstofa Skagafjarðar

Hafnarstjórn Skagafjarðar

Fundur 12 – 21.10.1999

 

            Ár 1999, fimmtudaginn 21. október kom hafnarstjórn saman til fundar á Skrifstofu Skagafjarðar kl. 815.

            Mættir voru:  Brynjar Pálsson, Björn Björnsson, Guðni Kristjánsson, Gunnar Valgarðsson og Eiríkur Jónsson.  Auk þeirra Hallgrímur Ingólfsson bæjartæknifræðingur og Snorri Björn Sigurðsson sveitarstjóri.

 

DAGSKRÁ:

  1. Verksamningur.
  2. Aðstæður við bryggju í Haganesvík.
  3. Rafmagnstengikassi við smábátahöfn.

 

AFGREIÐSLUR:

1. Lagður fram verksamningur milli Hafnarsjóðs og Björgunar ehf. um dýpkun í Sauðárkrókshöfn.  Er samningsupphæð kr. 14.735.000.-  Verklok eru áætluð 12. desember.  Hafnarstjórn samþykkir framlagðan verksamning.

 

2. Lagt fram minnisblað frá Hallgrími Ingólfssyni og Baldri Bjartmarssyni á Siglingastofnun varðandi aðstæður við bryggjuna í Haganesvík. Er minnisblaðið dags. 1. okt. sl.  Fram kom að gerðar hafa verið nauðsynlegar lagfæringar.

 

3. Hafnarstjórn samþykkir að komið verði upp rafmagnstengikassa við smábátahöfnina.  Kostnaður er áætlaður kr. 140.000.-

 

Fleira ekki gert.  Fundargerð upplesin og samþykkt.  Fundi slitið.

 

Brynjar Pálsson                                                         Snorri Björn Sigurðsson

Björn Björnsson                                                         Hallgrímur Ingólfsson

Gunnar Valgarðsson

Eiríkur Jónsson

Guðni Kristjánsson