Hafnarstjórn

11. fundur 21. september 1999 kl. 08:15 Skrifstofa Skagafjarðar

Hafnarstjórn Skagafjarðar

Fundur 11 – 21.09.1999

 

            Ár 1999, þriðjudaginn 21. september kom hafnarstjórn saman til fundar á Skrifstofu Skagafjarðar kl. 815.

            Mættir voru:  Brynjar Pálsson, Björn Björnsson, Eiríkur Jónsson, Gunnar Valgarðsson og Pétur Valdimarsson auk bæjartæknifræðings Hallgríms Ingólfssonar og sveitarstjóra Snorra Björns Sigurðssonar.

 

DAGSKRÁ:

  1. Fjárveitingabeiðnir v/fjárlaga 2000.
  2. Starf hafnarvarðar.
  3. Bréf frá Hafsteini Oddssyni.
  4. Bréf frá Eimskipafélagi Íslands.
  5. Ósk um rafmagnstengingu í smábátahöfn.

 

AFGREIÐSLUR:

1. Hafnarstjórn samþykkir að þess verði farið á leit við fjárlaganefnd að framkvæmdum við stálþil á Norðurgarð í Sauðárkrókshöfn verði flýtt um eitt ár frá því sem samþykkt er í hafnaáætlun.

 

2. Hafnarstjórn samþykkir að auglýst verði starf hafnarvarðar við hafnir í Skagafirði.

 

3. Lagt fram bréf frá Hafsteini Oddssyni þar sem hann fer fram á að honum verði úthlutað stæði undir geymslu- og aðstöðurými við smábátahöfnina. 

Hafnarstjórn getur ekki orðið við erindinu en bendir á að mögulegt er að veita leyfi til að setja niður gáma við smábátahöfnina.

 

4. Lagt fram bréf frá Eimskipafélagi Íslands dags. 15. sept. sl. þar sem lýst er áhyggjum af því að erfiðleikar verði með viðkomur í Sauðárkrókshöfn þegar nýtt skip kemur inn í strandsiglingaáætlun Eimskips.  Er það vegna þess að dýpi er tæpast nægilegt. 

Hafnarstjórn bendir á að þegar hefur verið auglýst eftir tilboðum í dýpkun hafnarinnar og eru verklok 15. desember.

 

5. Formaður gerði grein fyrir óskum sem fram hafa komið um að settur verði upp rafmagnstengikassi við smábátahöfnina. 

Hafnarstjórn samþykkir að láta kanna kostnað við slíkt.

 

Fleira ekki gert. Fundargerð upplesin og samþykkt. Fundi slitið.

 

Brynjar Pálsson                                                               Snorri Björn Sigurðsson

Pétur Valdimarsson

Gunnar Valgarðsson

Eiríkur Jónsson

Björn Björnsson