Hafnarstjórn

10. fundur 11. ágúst 1999 kl. 08:15 Skrifstofa Skagafjarðar

Hafnarstjórn Skagafjarðar

Fundur 10 – 11.08.1999

 

Ár 1999, miðvikudaginn 11. ágúst kom hafnarstjórn saman til fundar á skrifstofu Skagafjarðar kl. 8,15.

Mættir voru:  Brynjar Pálsson, Björn Björnsson, Eiríkur Jónsson og Örn Þórar­insson auk bæjartæknifræðings Hallgríms Ingólfssonar og sveitarstjóra Snorra Björns Sigurðssonar.

 

Dagskrá: 

  1. Ársreikningar Hafnarsjóðs Skagafjarðar árið 1998 - síðari umræða.
  2. Bréf frá Hjálmari Jónssyni, alþm.
  3. Bréf frá KPMG Lögmönnum ehf.

 

Afgreiðslur:    

1. Hafnarstjórn samþykkir að vísa ársreikningum Hafnarsjóðs Skagafjarðar fyrir árið 1998 til byggðarráðs og síðari umræðu í sveitarstjórn.

2. Lagt fram bréf frá Hjálmari Jónssyni, alþm., dags. 12. júlí sl. Í bréfinu gerir Hjálmar grein fyrir afstöðu alþm. Nl.v. til þeirra hugmynda, sem fram hafa verið settar um að nota uppdælingu úr Sauðárkrókshöfn til að vinna land undir væntan­legan Strandveg.

3. Lagt fram bréf frá KPMG Lögmönnum ehf, dags. 30. júlí sl. Í bréfinu er gerð grein fyrir sátt, sem gerð hefur verið við tryggingarfélagið Skuld út af ásiglingu Mint Rapid á hafnarbakka í maí á síðasta ári. Heildargreiðsla er kr. 4.100.000.

Í framhaldi af þessum málalokum samþ. hafnarstjórn að hafist verði handa um endanlega viðgerð á hafnargarðinum.

 

Fleira ekki gert. Fundargerð upplesin og samþykkt. Fundi slitið.

 

Brynjar Pálsson                      Snorri Björn Sigurðsson

Björn Björnsson                     Hallgrímur Ingólfsson                      

Eiríkur Jónsson

Örn Þórarinsson