Hafnarstjórn

8. fundur 24. júní 1999 kl. 08:15 Skrifstofa Skagafjarðar

Hafnarstjórn Skagafjarðar

Fundur 8 – 24.06.1999

 

     Ár 1999, fimmtudaginn 24. júní kom hafnarstjórn saman til fundar á skrifstofu Skagafjarðar kl. 815.

     Mættir voru:  Brynjar Pálsson, Björn Björnsson, Gunnar Valgarðsson og Eiríkur Jónsson auk bæjartæknifræðings Hallgríms Ingólfssonar og sveitarstjóra Snorra Björns Sigurðssonar.

 

Áður en gengið var til dagskrár minntust fundarmenn Jóns Jósafatssonar hafnarvarðar, sem lést þann 17. júní sl.

 

DAGSKRÁ:

  1. Bréf frá Kaupfélagi Skagfirðinga.
  2. Dýpkun í Sauðárkrókshöfn.
  3. 2 bréf frá Hafnarsambandi sveitarfélaga.
  4. Hafnardagur.

 

AFGREIÐSLUR:

1. Lagt fram bréf frá Kaupfélagi Skagafirðinga dags. 7. maí sl.  Í bréfinu er óskað eftir viðræðum við hafnarstjórn um möguleika á því að stækka lóð Hesteyrar 2, til austurs, þar sem Vélaverkstæði KS er til húsa. 

Hafnarstjórn tekur jákvætt í að úthluta KS viðbótarlóð til austurs frá Hesteyri 2.  Um tímabundna stækkun er að ræða.  Bæjartæknifræðingi og byggingarfulltrúa falið að vinna að málinu.


2. Lagt fram minnisblað varðandi dýpkun Sauðárkrókshafnar dags. 19. maí sl.  Fjárveiting er fyrir rúmlega 30 þús rúmmetra dýpkun og er framkvæmdatími áætlaður ágúst-september.  Í tengslum við dýpkunina er fyrirhugað að efni úr dýpkuninni verði sett á land og nýtt í uppfyllingu undir Strandveg.

 

3. Lögð fram tvö bréf frá Hafnarsambandi sveitarfélaga annað dags. 10. maí og hitt dags. 10. júní.  Er í bréfunum gerð grein fyrir ársfundi Hafnarsambands sveitarfélaga sem haldinn verður 30. september og 1. október nk. 

Hafnarstjórn samþykkir að formaður hafnarstjórnar og hafnarvörður sæki fundinn.

 

4. Hafnarstjórn samþykkir að efnt verði til Hafnardags þann 17. júlí nk.

 

Fleira ekki gert, fundargerð upplesin og samþykkt, fundi slitið.

 

Brynjar Pálsson                                                         Snorri Björn Sigurðsson

Björn Björnsson                                                         Hallgrímur Ingólfsson

Gunnar Valgarðsson

Eiríkur Jónsson