Hafnarstjórn

1. fundur 10. júlí 1998 kl. 08:30 Stjórnsýsluhús

Hafnarstjórn

Sameinaðs sveitarfélags í Skagafirði

Fundur 1 – 10.07.98

 

   Ár 1998, föstudaginn 10. júlí, kom nýkjörin hafnarstjórn í sameinuðu sveitar­félagi í Skagafirði saman til fyrsta fundar í Stjórnsýsluhúsinu á Sauðárkróki kl. 8,30.

Mættir voru: Björn Björnsson, Brynjar Pálsson, Eiríkur Jónsson, Gunnar Valgarðsson og Pétur Valdimarsson. Auk þeirra sátu fundinn Hallgrímur Ingólfsson, tæknifræðingur og Snorri Björn Sigurðsson, sveitarstjóri.

 

Dagskrá:

  1. Kosning formanns.
  2. Kosning varaformanns.
  3. Staða framkvæmda við Sauðárkrókshöfn.
  4. Skemmdir á hafnargarði.
  5. Lóð v. asfalttanks.
  6. Bréf frá Siglingastofnun.
  7. Bréf frá Hafnasambandi sveitarfélaga.
  8. Hafnardagur.

 

Afgreiðslur:

1. Í upphafi lýsti sveitarstjóri eftir tillögum um formann og kom fram tillaga um Brynjar Pálsson.

Þar eð fleiri tillögur komu ekki fram var Brynjar réttkjörinn formaður.

 

2. Nú tók Brynjar formaður við fundarstjórn og lýsti eftir tillögum um varaformann. Fram kom tillaga um Gunnar Valgarðsson.

Þar eð fleiri tillögur komu ekki fram var Gunnar réttkjörinn varaformaður.

 

3. Hallgrímur gerði grein fyrir stöðu framkvæmda við Norðurgarðinn. Er framkvæmdum rétt ólokið.

 

4. Hallgrímur gerði grein fyrir skemmdum sem urðu á hafnargarðinum v. ásiglingar aðfararnótt 31. maí sl. Nokkrar skemmdir urðu á stálþili og er bótakrafa í gangi.

 

5. Lögð fram tillaga að lóð fyrir asfalttank í krikanum norðan við Sandfangarann. Þá var lögð fram kostnaðaráætlun við að grjótverja lóðina og væntanlegan veg við  hana. Hljóðar kostnaðaráætlunin upp á kr. 7.500.000.

Þar sem lóðarúthlutun hefur þegar farið fram samþykkir hafnarstjórn að ráðist verði í verkið.

 

6. Lagt fram bréf frá Siglingastofnun, dags. 16. júní sl. Í bréfinu er fjallað um undirbúning hafnaáætlunar 1999-2002. Gerð er grein fyrir þeim verkefnum, sem eru inni á hafnaáætlun v. Sauðárkrókshafnar.

 

7. Lagt fram bréf frá Hafnasambandi sveitarfélaga, dags. 2. júlí sl. Í bréfinu er óskað upplýsinga v. sk. landfestagjalda og innheimtu þeirra. Sveitarstjóra falið að svara bréfinu.

 

8. Hafnarstjórn samþykkir að efna til hafnardags 18. júlí n.k. í tilefni af 60 ára afmæli Sauðárkrókshafnar.

 

Fleira ekki gert. Fundargerð upplesin og samþykkt. Fundi slitið.

 

Snorri Björn Sigurðsson

Pétur Valdimarsson

Brynjar Pálsson

Gunnar Valgarðsson

Eiríkur Jónsson

Hallgrímur Ingólfsson

Björn Björnsson