Byggðamerki Skagafjarðar
SAMÞYKKT UM BYGGÐARMERKI
SKAGAFJARÐAR
1. gr.
Byggðarmerki Skagafjarðar skal vera blár skjöldur (Pantone 287) með hvítu merki. Merkið er blár skjöldur með hvítum táknum, eða í stað hvíts "málmur" silfur. Táknin eru lóðrétt til vinstri, efri hluti sverðs og til hægri húnn biskupsstafs,bagals. Þessi tákn tengjast sögu Skagafjarðar, sverðið sem tákn veraldlegs valds og biskupstafurinn andlega valdið. Blár litur er tákn himins
og hafs.
2. gr.
Sveitarstjórn Skagafjarðar, sveitarstjóri og stofnanir sveitarfélagsins nota skjaldarmerkið með embættis- og skrifstofuheitum eða nafni stofnunar á bréfum og í prentuðu máli, þar sem það á við, svo og í stimplum.
3. gr.
Notkun á byggðarmerki Skagafjarðar er óheimil án leyfis Sveitarstjórnar Skagafjarðar, sbr. 29. gr. laga nr. 8/1993. Ekki er heimilt að breyta út af samþykktri gerð merkisins, skv. meðf. teikningu nema í svarthvítri útgáfu.
4. gr.
Notkun byggðamerkisins við bóka- og blaðaprent er heimil án sérstaks leyfis, og má þá nota svarthvíta útgáfu merkisins. Í svarthvítri útgáfu er blár flötur táknaður með svörtum lit.
5. gr.
Við útgáfu minjagripa og myntsláttu er heimilt að falla frá litatáknum merkisins.
6. gr.
Umsókn um leyfi til þess að nota byggðarmerki sveitarfélagsins skulu fylgja a.m.k. tvö sýnishorn og uppdrættir af merkinu eins og það á að nota.
Skrifstofa sveitarfélagsins á Sauðárkróki leiðbeinir um gerð merkisins og varðveitir sýnishorn af því.