Leikskólar - laus störf

Við erum að leita að þér!

 

Leikskólinn Ársalir á Sauðárkróki óskar eftir að ráða leikskólakennara, leikskólaliða eða starfsmenn með aðra menntun eða reynslu sem nýtist í starfið. Í boði er spennandi og skemmtilegt starf með börnum og er um að ræða 100% stöður sem og hlutastörf. Við leikskólann starfar reynslumikill hópur kennara og starfsmanna sem leggur áherslu á að gera góðan leikskóla betri alla daga. Aukin fríðindi fylgja starfinu (sjá hér að neðan).

Helstu verkefni

 • Vinnur að uppeldi og menntun barnanna. Fylgist vel með velferð þeirra og hlúir að þeim andlega og líkamlega í samræmi við eðli og þarfir hvers og eins svo að þau fái notið sín sem einstaklingar.
 • Tekur þátt í gerð skólanámskrár, mati á starfsemi skólans og þróunarverkefnum undir stjórn skólastjórnenda.
 • Tekur þátt í skipulagningu faglegs starfs deildarinnar undir stjórn deildarstjóra.
 • Vinnur í nánu samstarfi við foreldra/forráðamenn barnanna. 
 • Situr fundi er yfirmaður segir til um og varðar starfsemi skólans.
 • Sinnir þeim verkefnum sem yfirmaður felur honum.

Menntunar og hæfniskröfur

 • Leikskólakennaranám eða annað kennaranám sem veitir leyfisbréf til kennslu eða annarri háskólamenntun (BS, BA eða B.Ed.) sem nýtist í starfi.
 • Fáist ekki starfsmenn með kennararéttindi er heimilt að ráða leikskólaliða eða leiðbeinendur.
 • Geti sýnt frumkvæði, sjálfstæði og hafa faglegan metnað fyrir starfi sínu.
 • Mikilvægt er að viðkomandi eigi auðvelt með mannleg samskipti.
 • Lögð er áhersla á gagnkvæma virðingu, háttvísi, stundvísi og áreiðanleika í starfi.
 • Hreint sakavottorð skv. lögum um leikskóla.

Fríðindi

 • Forgangur á leikskólapláss
 • Afsláttur af dvalargjöldum barna starfsmanna
 • Undirbúningstímar fyrir leikskólaliða og ófaglærða sem starfað hafa í þrjú ár og lengur.
 • Styttri vinnuvika
 • Frítt fæði
 • Heilsuræktarstyrkur
 • Stuðningur við starfsmenn sem stunda nám

Vinnustaðurinn

Leikskólinn Ársalir er 11 deilda leikskóli með starfsstöðvar á tveimur stöðum. Í leikskólanum eru tæplega 200 börn og þar starfa um 70 manns, sem eiga það sameiginlegt að hafa gaman af vinnu með börnum. Leikskólinn er stór og þar starfar fjöldi fólks með ólíkan bakgrunn, reynslu og mismunandi styrkleika. Þannig skapast skemmtileg og lausnamiðuð liðsheild sem hefur vellíðan barna og starfsfólks að leiðarljósi.

Möguleiki til náms

Í samræmi við reglur leikskólans um nám starfsmanna stendur starfsfólki til boða að stunda nám í kennarafræðum samhliða starfi sínu. Leikskólinn leggur sig sömuleiðis fram um að koma til móts við þarfir allra starfsmanna sem stunda nám, hvort sem um er að ræða kennaranám eða annað nám.

Undirbúningstímar leikskólaliða og ófaglærðra

Undirbúningstímar starfsmanna með leikskólaliðamenntun eru tveir tímar á viku og undirbúningstímar ófaglærða starfsmanna, sem starfað hafa í leikskólanum í þrjú ár eða lengur, er einn tími á viku. Undirbúningstímar miðast við starfshlutfall.

 


Sækja um starf