Íbúagátt
Smelltu hér til að tengjast Íbúagátt Skagafjarðar
Sveitarfélagið leggur áherslu á stafræna stjórnsýslu og hefur virkjað svokallaða Íbúagátt sem er þjónustusíða fyrir einstaklinga og lögaðila. Allir einstaklingar 18 ára og eldri sem og lögaðilar geta fengið aðgang án tillits til lögheimilis. Íbúagáttin er vefsíða þar sem hægt er að halda utan um allt sem snýr að samskiptum við sveitarfélagið milliliðalaust, allan sólarhringinn, allt árið.
Af vefsíðunni er hægt að senda inn rafrænar umsóknir um flest alla þjónustu og fylgjast með framgangi þeirra og annarra mála sem skráð eru í málakerfi sveitarfélagsins. Hægt að fá yfirlit yfir ógreidda reikninga hjá sveitarfélaginu, afrit útgefinna reikninga, sjá hreyfingar viðskiptareiknings og álagningarseðil fasteignagjalda.
Beinn aðgangur er inn á MENTOR og Matartorg fyrir þá sem nota þá þjónustu.
Hvað er Íbúagátt ?
• Íbúagáttin er vefsíða þar sem þú getur haldið utan um allt sem snýr að samskiptum þínum við sveitarfélagið milliliðalaust
• Aðgangur að Íbúagáttinni er frá heimasíðu sveitarfélagins www. skagafjordur.is
• Innskráning er tryggð með Íslykli eða með rafrænum hætti t.d. með farsíma
Af hverju Íbúagátt ?
• Betri yfirsýn íbúa sveitarfélagsins yfir þeirra mál hjá sveitarfélaginu
• Skilvirkari og ábyrgari stjórnsýsla
• Sparar vinnu og umsýslu hjá sveitarfélaginu
• Býður upp á pappírslaus viðskipti og lækkun innheimtukostnaðar í framtíðinni