Aðalskipulag 2020

 

 

Sveitarstjórn Sveitarfélagsins Skagafjarðar hefur ákveðið að endurskoða aðalskipulagsáætlun sína fyrir sveitarfélagið.
Núverandi aðalskipulag hefur gildistímann frá 2008 til 2021 og var það fyrsta aðalskipulag sveitarfélagsins eftir að það varð til við sameiningu sveitarfélaganna 1998. Gildistími nýs aðalskipulags verður 2021 til 2035.


Hægt er að sjá gildandi aðalskipulag með því að smella hér:  AÐALSKIPULAG

 

Forsendur endurskoðunar eru m.a. stefnumörkun sveitarfélagsins varðandi íbúaþróun, stefnumörkun í atvinnustarfsemi, áherslur í landbúnaði, yfirbragð byggðar, samgöngur, loftslagsmál, náttúra og útivist ásamt stefnu um samfélagsþjónustu.
Stefnan er að í sveitarfélaginu verði áfram öflugt atvinnulíf, sterkur landbúnaður og sjálfbært samfélag sem býður upp á lífsgæði sem stuðla að fjölgun íbúa.
Því er við skipulagsvinnuna lögð áhersa á að virkja íbúa og hagaðila til að taka þátt í mótun nýs aðalskipulags og vekja áhuga á mikilvægi aðalskipulags fyrir þróun samfélagsins.

 


 Tímalína verkefnis

 

tímalína

 

Hægt er að nálgast upplýsingar um framgang mála með því að smella á kassana hér að neðan: 

      

vefsjá Betra íslandHægt er að skoða skipulags og matslýsingu hér að neðan með því að smella á viðkomandi slóð:

Skipulags og matslýsing -  20. nóvember 2019