- 5 stk.
- 05.12.2019
Félag ferðaþjónustunnar í Skagafirði stóð nýverið fyrir ljósmyndasamkeppninni Skagafjörður með þínum augum. Í keppnina barst fjöldi mynda og var myndefnið fjölbreytt. Veitt voru verðlaun í fimm flokkum og varð niðurstaðan eftirfarandi: 1. Mannlíf: Messa í Ábæjarkirkju, höfundur Katrín Magnúsdóttir 2. Listrænt: Ernan úr lofti, höfundur Norbert Ferencson 3. Ljós í myrkri: Grafarkirkja, höfundur Norbert Ferencson 4. Hestar: Hestur að sprella, höfundur Christoph Dorsch 5. Landslag: Sólsetur, höfundur Einar Gíslason.
Dómarar keppninnar voru Óli Arnar Brynjarsson, Hjalti Árnason og Guðbrandur Ægir Ásbjörnsson.
Verðlaunin sem vinningshafarnir fengu voru vegleg en leitað var til nokkurra fyrirtækja í með verðlaun. Skrautmen gaf löber og taupoka. Hilma - Hönnun og handverk gaf hringtrefil. Lýtingsstaðir gaf 2 klukkustunda hestaferð fyrir tvo. Viking Rafting gaf ferð fyrir tvo í rafting. Bakkaflöt gaf kajakferð fyrir tvo í Svartá. 1238 Battle of Iceland gaf þrjú gjafabréf fyrir tvo á sýndarveruleikasýningu. Sölvanes, Birkihlíð, Stórhóll og Laugamýri gáfu matarkörfur frá framleiðendum Beint frá býli/matur úr héraði.
Félag ferðaþjónustunnar í Skagafirði vill koma á framfæri þökkum til allra þátttakenda, dómara og fyrirtækja sem styrktu verkefnið með verðlaunum.
Hér má sjá vinningsmyndirnar.