- 23 stk.
- 06.12.2018
Ljós voru tendruð á jólatrénu á kirkjutorginu á Sauðárkróki á sjálfu 100 ára fullveldisafmæli Íslands, 1. desember 2018. Áður en formleg dagskrá hófst var yngstu kynslóðinni boðið að keyra um á hestvagni. Dagskráin var hin glæsilegasta þar sem Stubbarnir sáu um jólasöng, Stefán Vagn, formaður byggðaráðs flutti hátíðarávarp, Leppalúði kíkti í heimsókn, Róbert Smári söng og dvergarnir úr leikritinu Ævintýrabókin í flutningi Leikfélags Sauðárkróks fóru á kostum. Þá þjófstörtuðu jólasveinarnir og læddust til byggða til þess að gleðja þau yngstu. Hér má sjá myndir frá deginum.