Nýsköpunardagur 5. bekkjar í Skagafirði 2021
- 7 stk.
- 24.03.2021
Félag ferðaþjónustunnar í Skagafirði stóð nýverið fyrir ljósmyndasamkeppninni Skagafjörður með þínum augum. Í keppnina barst fjöldi mynda og var myndefnið fjölbreytt. Veitt voru verðlaun í fimm flokkum og varð niðurstaðan eftirfarandi: 1. Mannlíf: Messa í Ábæjarkirkju, höfundur Katrín Magnúsdóttir 2. Listrænt: Ernan úr lofti, höfundur Norbert Ferencson 3. Ljós í myrkri: Grafarkirkja, höfundur Norbert Ferencson 4. Hestar: Hestur að sprella, höfundur Christoph Dorsch 5. Landslag: Sólsetur, höfundur Einar Gíslason. Dómarar keppninnar voru Óli Arnar Brynjarsson, Hjalti Árnason og Guðbrandur Ægir Ásbjörnsson. Verðlaunin sem vinningshafarnir fengu voru vegleg en leitað var til nokkurra fyrirtækja í með verðlaun. Skrautmen gaf löber og taupoka. Hilma - Hönnun og handverk gaf hringtrefil. Lýtingsstaðir gaf 2 klukkustunda hestaferð fyrir tvo. Viking Rafting gaf ferð fyrir tvo í rafting. Bakkaflöt gaf kajakferð fyrir tvo í Svartá. 1238 Battle of Iceland gaf þrjú gjafabréf fyrir tvo á sýndarveruleikasýningu. Sölvanes, Birkihlíð, Stórhóll og Laugamýri gáfu matarkörfur frá framleiðendum Beint frá býli/matur úr héraði. Félag ferðaþjónustunnar í Skagafirði vill koma á framfæri þökkum til allra þátttakenda, dómara og fyrirtækja sem styrktu verkefnið með verðlaunum. Hér má sjá vinningsmyndirnar.
Skoða myndirMyndir frá áskorendakeppni milli fyrirtækja og félagasamtaka á Umhverfisdögum 2020.
Skoða myndirFyrsta skóflustunga og hönnunarmyndir fyrir endurbætur á Sundlaug Sauðárkróks
Skoða myndirHin árlega Gleðiganga Árskóla fór fram við lok skólaársins í maí 2018.
Skoða myndirLjós voru tendruð á jólatrénu á kirkjutorginu á Sauðárkróki á sjálfu 100 ára fullveldisafmæli Íslands, 1. desember 2018. Áður en formleg dagskrá hófst var yngstu kynslóðinni boðið að keyra um á hestvagni. Dagskráin var hin glæsilegasta þar sem Stubbarnir sáu um jólasöng, Stefán Vagn, formaður byggðaráðs flutti hátíðarávarp, Leppalúði kíkti í heimsókn, Róbert Smári söng og dvergarnir úr leikritinu Ævintýrabókin í flutningi Leikfélags Sauðárkróks fóru á kostum. Þá þjófstörtuðu jólasveinarnir og læddust til byggða til þess að gleðja þau yngstu. Hér má sjá myndir frá deginum.
Skoða myndirSöngferð leikskólans Ársala í tilefni dags leikskólans 2016
Skoða myndirÞjóðleikhúsið setti upp barnasýninguna Lofthræddi örninn Örvar fyrir 5-6 ára börn í Skagafirði. Verkið var sýnt 2. nóvember 2016 og skemmtu börnin sér konunglega.
Skoða myndirÞað var sem fyrr fagurt að horfa yfir Fljótin janúardag einn árið 2017
Skoða myndirNemendur og starfsfólk Árskóla fóru í sína Árlegu gleðigöngu þann 31. maí. Skólahópur leikskólans Ársala slóst með í för en þau fara í 1. bekk í Árskóla í haust. Þetta var síðasti skóladagurinn í Árskóla þetta skólaárið og skólaslit voru þann 1. júní sl.
Skoða myndirÞjóðhátíðardagurinn var haldinn hátíðlegur á Sauðárkróki 17. júní. Teymt var undir börnum á hestbaki, skátarnir sáu um andlitsmálun og skrúðganga fór frá Skagfirðingabúð á íþróttavöllinn. Þar tóku við hátíðarhöld fram eftir degi. Fjallkonan í ár var Brynja Sif Harðardóttir og flutti hún Ljóðið Ísland eftir Jón Thoroddsen. Hátíðarræðu flutti Sigurlaug Rún Brynleifsdóttir, kennari við Grunnskólann austan Vatna. Matthildur Ingimarsdóttir, ung og stórglæsileg söngkona frá Flugumýri söng fyrir gesti og Sæþór Máni sá um undirleik. Bræðurnir Ingi Sigþór og Róbert Smári sungu einnig stórglæsilega fyrir gesti, en Fúsi Ben sá um undirleik hjá þeim. Ingó töframaður sýndi töfrabrögð, ungum sem öldnum til mikillar gleði. Því næst var nýi gervigrasvöllurinn vígður, en um það sáu Stefán Vagn Stefánsson og Sigríður Svavarsdóttir. Að lokum var opnað fyrir leiki og hoppukastala, en þar fengu gestir að spreyta sig á hinum ýmsu leikjum sem verða í boði á landsmótinu sem haldið verður á Sauðárkróki dagana 12. – 15. júlí næstkomandi. Nú er bara um að gera að skrá sig á landsmót.
Skoða myndirLúsíur komu í heimsókn í Ráðhúsið á Sauðárkróki 10. desember 2015. Heimsóknin var liður í Lúsíuhátíð 6. bekkjar Árskóla þar sem Lúsíur voru á ferðinni um Krókinn og sungu á ýmsum stöðum.
Skoða myndirLjós voru tendruð á jólatrénu á Kirkjutorgi 28. nóvember 2015. Tréð var sem fyrr gjöf frá Kongsberg í Noregi, vinabæ Sveitarfélagsins Skagafjarðar. Börn frá Grunnskólanum austan Vatna og barnakór Sauðárkrókskirkju og Árskóla sungu, einnig Sigvaldi Helgi Gunnarsson og Ásta Björg Pálmadóttir sveitarstjóri flutti hátíðarávarp. Jólasveinarnir létu sig svo að sjálfsögðu ekki vanta.
Skoða myndirMyndir teknar í sumar þegar ný brú var lögð yfir Sauðá
Skoða myndirÝmsir furðulegir gestir litu við í Ráðhúsinu á Sauðárkróki á öskudaginn 2015
Skoða myndirÁrleg Gleðiganga Árskóla var gengin 29. maí 2015.
Skoða myndirMyndir frá uppsetningu atvinnulífssýningar á Sauðárkróki 2014
Skoða myndirMyndir frá tendrun ljósa á jólatrénu á Kirkjutorgi á Sauðárkróki 2013. Tréð er gjöf frá vinabæ Skagafjarðar í Noregi, Kongsberg.
Skoða myndir