Kynningar- og markaðsmál
Sveitarfélagið Skagafjörður sinnir margvíslegu starfi til kynningar og markaðsmála á héraðinu. Má þar nefna utanumhald og rekstur vefsíðnanna www.skagafjordur.is, www.visitskagafjordur.is og invest.skagafjordur.is, auk heimasíðna sem stofnanir sveitarfélagsins halda jafnframt úti. Þá heldur sveitarfélagið úti öflugu kynningarstarfi með notkun annarra samfélagsmiðla og auglýsingum og kynningum í blöðum, tímaritum og öðrum fjölmiðlum.
Sveitarfélagið Skagafjörður ber ábyrgð á skipulagi og framkvæmd ýmissa lykilviðburða sem haldnir eru ár hvert eða með reglubundum hætti í héraðinu og má þar nefna Sæluviku Skagfirðinga, 17. júní hátíðarhöld, hátíðarhöld um jól og áramót, atvinnulífssýningu o.s.frv. Að auki styður sveitarfélagið við og á aðkomu að fjölmörgum öðrum viðburðum sem haldnir eru á vegum ýmissa hópa og félagasamtaka, s.s. hátíðinni Hofsós heim á Hofsósi, Lummudögum, SveitaSælu o.fl.