Fréttir

Í lok fyrstu vinnuviku í samkomubanni

Ekki hefur farið fram hjá íbúum Skagafjarðar eða landsins alls að þegar klukkan sló eina mínútu yfir miðnætti aðfaranótt sl. mánudags, þá gekk í gildi samkomubann á Íslandi sem stendur yfir næstu fjórar vikurnar, eða til 13. apríl kl. 00:01.
Lesa meira

Tilkynning um félagslega heimaþjónustu og heimsendan mat

Lesa meira

Íþróttahúsið í Varmahlíð lokað

Íþróttahúsið í Varmahlíð verður lokað tímabundið meðan á samkomubanni stendur. Sundlaugin verður opin en lokað í rennibrautina, gufubaðið og kalda karið.
Lesa meira

Íþóttamannvirki Sveitarfélagsins Skagafjarðar

Lesa meira

Tilkynning um breytta starfsemi í Ráðhúsinu á Sauðárkróki

Samkvæmt aðgerðaáætlun Sveitarfélagsins Skagafjarðar um órofna starfsemi og þjónustu vegna COVID-19 smithættu verða breytingar á starfsemi og aðgengi að Ráðhúsinu á Sauðárkróki. Eftirfarandi gildir frá og með þriðjudeginum 17. mars 2020.
Lesa meira

Viðbrögð Almannavarna á NV-landi vegna COVID-19 faraldursins.

Síðastliðinn mánudag var virkjuð Aðgerðarstjórnstöð Almannavarna (AST) fyrir Norðvesturland á Sauðárkróki. Er hún skipuð fulltrúum viðbragðsaðila og heilbrigðisstofnana sem reynslu hafa af stjórnun almannavarnaraðgerða. Aðgerðastjórnstöðin samhæfir og stýrir aðgerðum í umdæminu.
Lesa meira

Upplýsingar vegna samkomubanns

Eins og komið hefur fram í fjölmiðlum í dag hefur heilbrigðisráðherra ákveðið að virkja heimildir sóttvarnalaga sem felur m.a. í sér að skólahald verður með breyttu sniði.
Lesa meira

Hætta vegna snjósöfnunar undir háspennulínum á Þverárfjalli

Mikill snjór er nú á Þverárfjalli á Skaga. Snjór hefur m.a. hlaðist upp undir háspennulínu RARIK á svæðinu frá bænum Þverá til Hvammshlíðar. Frétt uppfærð 12.03.2020, kl 17:20: Snjór á þessu svæði er nú orðinn svo mikill að vírinn þar sem hann er lægstur er kominn niður fyrir 2metra. Það verður reynt að ryðja snjó undan línunni ef aðstæður leyfa og verður það líklega gert mánudaginn 16.3.2020. Um fleiri kafla á línunni getur verið að ræða og fólk sem á leið um þetta svæði er vinsamlegast beðið um að sýna varkárni. Við bendum einnig á síma svæðisvaktar RARIK á Norðurlandi, 528 9690.
Lesa meira

Aðgerðir til að stuðla að öryggi og viðhalda rekstri í heimsfaraldri

Sveitarfélagið Skagafjörður hefur uppfært sína viðbragðsáætlun sem er að finna hér á heimasíðu sveitarfélagsins. Þessi viðbragðsáætlun á að þjóna þeim tilgangi að vera stjórnendum Sveitarfélagsins Skagafjarðar til stuðnings um það hvernig takast eigi á við afleiðingar neyðarástands sem kann að ógna lífi og heilsu almennings, umhverfi og/eða eignum.
Lesa meira

Fjarskaland í flutningi 10. bekkjar Árskóla

Nemendur 10. bekkjar Árskóla á Sauðárkróki frumsýna verkið, Fjarskaland, í Bifröst miðvikudaginn 11. mars. Í Fjarskalandi eiga persónur gömlu, góðu ævintýranna heima og ef við hættum að lesa ævintýrin er hætta á að persónurnar hverfi. Dóra, sem hefur gaman af lestri, fær það hlutverk að bjarga ævintýrunum og um leið ömmu sinni sem er týnd í Fjarskalandi. Í þeirri ævintýraför hittir hún ýmsar persónur eins og Gilitrutt, Dísu ljósálf, Dimmalimm, Rauðhettu og Mjallhvíti og dvergana sjö.
Lesa meira