Fréttir

Útboð - Skólamáltíðir fyrir grunn- og leikskóla á Sauðárkróki

Lesa meira

Hefur þú áhuga á að virkja lækinn þinn?

Opið er fyrir umsóknir í smávirkjanasjóð Norðurlands vestra. Tilgangur smávirkjanasjóðs Norðurlands vestra er að styrkja fyrstu skrefin í rannsóknum á mögulegum rennslisvirkjunum undir 10 MW að stærð á Norðurlandi vestra.
Lesa meira

Reikningar frá sveitarfélaginu í Íbúagáttinni

Lesa meira

Umsóknir um leikskólapláss í Ársölum fyrir haustið 2020

Lesa meira

Hópamyndun unglinga á leiksvæðum að kvöldlagi

Almannavarnir hafa fengið ábendingar um aukna hópamyndun unglinga á leiksvæðum að kvöldlagi. Ástæðan er líklega gott veður og þær jákvæðu fréttir sem hafa verið að berast af þróun mála er varðar afléttingu samkomubanns. Almannavarnir vilja brýna fyrir fólki að mikilvægt sé að halda fókus og sofna ekki á verðinum. Fyrsta skrefið í afléttingu samkomubanns tekur gildi 4. maí og því er ennþá í gildi þær takmarkanir á samkomum fólks eins og hefur verið undanfarnar vikur.
Lesa meira

Aukafundur í dag

Boðað var í gær til aukafundar í Sveitarstjórn Sveitarfélagsins Skagafjarðar og hefst hann kl. 15:30 í dag, miðvikudaginn 15. apríl 2020. Fundurinn verður haldinn í gegnum fjarfundabúnað.
Lesa meira

Breyttar áætlanir í almenningsvögnum vegna Covid-19

Í ljósi þeirra áhrifa sem COVID-19 hefur á samfélagið hefur Vegagerðin ákveðið að breyta áætlunum almenningsvagna (Strætó). Leið 57 sem hefur viðkomu hér í Skagafirði mun keyra alla daga eftir laugardags áætlun.
Lesa meira

Yfirlýsing frá félagsmálayfirvöldum og Lögreglunni á Norðurlandi vestra

Lesa meira

Fréttir úr skólastarfi á óvissutímum

Eins og allir vita hafa takmarkanir verið talsverðar á skólahaldi vegna Covid-19. Reynt hefur verið að halda skólastarfi í eins föstum skorðum og mögulegt er miðað við aðstæður. Aðstæður í skólum eru eðli málsins samkvæmt afar misjafnar. Þannig er skólahald í Grunnskólanum austan Vatna með þeim hætti að allir nemendur geta komið í skólann daglega þar sem hægt hefur verið að aðskilja hópana í samræmi við tillögur sóttvarnarlæknis.
Lesa meira

Við lok þriðju viku í samkomubanni

Það er afar mikilvægt þegar smit greinast, hvort sem það er innan eða utan Skagafjarðar, að geta rakið ferðir einstaklinga og það hverja þeir hafa hitt. Slík viðbrögð auka líkur á að hægt sé að takmarka verulega útbreiðslu smits. Ég vil því hvetja íbúa Skagafjarðar til að sækja sér smitrakningarappið sem heitir Rakning C-19. Appið hjálpar til við að greina ferðir einstaklinga og rekja saman við ferðir annarra þegar upp kemur smit eða grunur um smit. Því fleiri sem sækja appið, því betri og skilvirkari eru upplýsingarnar sem hægt er að vinna úr því. Appið er bæði fyrir Android- og iOS-tæki og er opið öllum.
Lesa meira