Fréttir

Fræðsludagur skóla í Skagafirði haldinn í 12. skipti

Lesa meira

Mótaskrá Unglingalandsmóts UMFÍ komin á netið

Unglingalandsmótið verður á Sauðárkróki um verslunarmannahelgina og er mótaskráin aðgengileg á vef UMFÍ. Í skránni eru allar upplýsingar um dagskrá, afþreyingu og opnar greinar sem ekki þarf að skrá sig í og alla þá viðburði sem í boði eru en keppt verður í 18 greinum.  Einnig er kort af Sauðárkróki með upplýsingum um staðsetningu keppnisgreina og viðburða  og auglýsingar styrktaraðila og þeirra fjölmörgu bakhjarla sem styðja við mótið þetta árið.  Þetta er skráin sem þátttakendur og gestir Unglingalandsmótsins geta haft gagn af að hafa í vasanum og símanum á meðan á móti stendur. 
Lesa meira

Auglýsing um skipulagsmál - Borgargerði 4 og Sólheimar 2

Byggðarráð Skagafjarðar samþykkti á 57. fundi sínum þann 31. júlí síðastliðinn að auglýsa skipulagslýsingar um gerð deiliskipulags, fyrir Borgargerði 4 í Borgarsveit og Sólheima 2 í Blönduhlíð, samkvæmt 3. mgr. 40 gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Sveitarstjórn samþykkti á
Lesa meira

Opnunartími sundlauga og lokun hluta Skagfirðingabrautar um helgina

Nú er verslunarmannahelgin framundan og unglingalandsmót UMFÍ verður haldið á Sauðárkróki um helgina. Athygli er vakin á breyttum opnunartíma í Sundlaug Sauðárkróks á laugardegi og sunnudegi. Keppt verður í sundi á laugardagsmorgninum og opnar laugin kl 13:00 þann daginn og opið verður lengur á sunnudeginum eða til kl 20:00. Opnunartími í Varmahlíðarlaug lengist og er opið til kl 18:00 á laugardegi og sunnudegi. Opið verður í Sólgarðalaug á mánudeginum en opnunartími í sundlauginni á Hofsósi er sá sami frá 9:00 til 21:00. Við viljum einnig vekja athygli á að hluta Skagfirðingabrautar verður lokað, frá Öldustíg að innkeyrslu við bílastæði Árskóla, föstudag, laugardag og sunnudag, 4.-6. ágúst, milli kl 8:00 og 18:00 vegna unglingalandsmótsins.
Lesa meira

Ráðning forstöðumanns Iðju-hæfingar

Guðrún Ösp Hallsdóttir þroskaþjálfi hefur verið ráðin í starf forstöðumanns Iðju – hæfingar, þjónustu við fatlað fólk á Sauðárkróki. Guðrún Ösp tekur við starfinu af Jónínu G. Gunnarsdóttur iðjuþjálfa sem lét nýlega af störfum. Forstöðumaður starfar á fjölskyldusviði og kemur að skipulagi og samþættingu þjónustu við fatlað fólk á sameiginlegu þjónustusvæði á Norðurlandi vestra.
Lesa meira

Umgengni við jarðvegstipp á Sauðárkróki

Af gefnu tilefni minnum við á að jarðvegstippurinn sunnan við leikskólann Ársali á Sauðárkróki er einungis ætlaður til að losa sig við jarðveg, garðaúrgang og smærri greinar. Steypuúrgangur og stórar greinar eiga að fara í gryfjurnar við Gránumóa og annað sorp í Flokku. Ef komið er með garðaúrganginn í plastpokum á að losa úr pokunum og taka þá með sér aftur.
Lesa meira

Félagsleikar Fljótamanna haldnir um helgina

Lesa meira

Lagfæringar á veginum í Austurdal

Lesa meira

Rafmagnslaust víða frá hesthúsahverfi við Hofsós að Fljótum 13. júlí

Lesa meira

Fyrsta skemmtiferðaskipakoman á Sauðárkrók í sumar

Lesa meira