Sumar-TÍM 2020

Undirbúningur fyrir Sumar -TÍM er nú í fullum gangi og verður opnað fyrir skráningar von bráðar. 

Sumar - TÍM er fyrir börn fædd 2008-2013 og hefst í beinu framhaldi af lokun Árvistar eða þann 8. júní og stendur til föstudagsins 14. ágúst.   

Sumar - TÍM stendur fyrir tómstundir, íþróttir og menningu. Fjölbreytt starf er í boði, má þar nefna fótbolta, körfubolta, golf og siglingar. Börn þurfa ekki að hafa fasta búsetu í Skagafirði til þess að geta sótt Sumar - TÍM. 

Starfið í sumar verður með örlitlu breyttu sniði hvað varðar 1. og 2. bekk. Starfið verður skipulagt með þeim hætti að börn sem eru að klára 1. og 2. bekk geta verði í samfelldu starfi frá kl. 08:00 – 16:00 og þá er boðið upp á gæslu í hádeginu með þeim skilyrðum að börnin hafi með sér nesti að heiman og þann útbúnað sem til þarf yfir daginn.  

Börn sem eru fædd 2014 og eru að ljúka við leikskólastig verður boðið að taka þátt í Sum - TÍM frá 13. júlí - 14. ágúst. 

Námskeið verða kynnt von bráðar.  

Hlökkum til sumarsins með ykkur.  

Hafir þú áhuga á að vera með námskeið í Sumar-TÍM þá mátt þú endilega senda á sumartim@skagafjordur.is