Hátíðarhöld á Sauðárkróki á þjóðhátíðardaginn

Þjóðhátíðardagur Íslendinga var haldinn hátíðlegur um land allt á föstudaginn. Skagafjörður var þar engin undantekning og fór hátíðardagskrá fram í íþróttahúsinu á Sauðárkróki á þjóðhátíðardaginn. Formleg dagskrá hófst með skrúðgöngu frá Skagfirðingabúð að íþróttahúsinu. Ásta Ólöf Jónsdóttir, formaður Pilsaþyts hóf dagskrána í íþróttahúsinu með hátíðarræðu, Leikfélag Sauðárkróks skemmti gestum með atriðum úr Ronju og Rauðhettu og úlfinum, Kvennakórin Sóldís söng fyrir gesti, fjallkonan fór með ljóð og töframaðurinn John Tómasson sýndi töfrabrögð.

Fjallkonan í ár var Andrea Maya Chirikadzi og flutti hún ljóðið Hátíðarljóð eftir Friðrik Hansen. Var þetta í fyrsta skiptið sem fjallkonan klæddist glæsilegum fjallkonubúningi sem meðlimir Pilsaþyts saumuðu og afhentu sveitarfélaginu til afnota fyrir fjallkonu Skagfirðinga. 

Mæting var hin glæsilegasta en hér má sjá svipmyndir frá hátíðarhöldunum.