Bæjarhátíðin Hofsós heim fer fram um helgina

Það verður líf og fjör á Hofsósi um helgina þar sem bæjarhátíðin Hofsós heim fer fram. Dagskráin er metnaðarfull að vanda og ættu allir gestir að finna sér eitthvað við hæfi. Má þar m.a. nefna fjör í fjörunni með fjársjóðsleit, sjósundi og dorgveiði, barsvar, sundlaugarpartý, jóga, varðeldur, dansleikir með Ástarpungunum og Stuðlabandinu, markaðir, veltibíllinn, sápubolti, diskóstuð, bjórsmökkun, listasmiðja o.fl., o.fl. Fjörið byrjar reyndar í kvöld á sameiginlegu þorparagrilli í Höfðaborg og miðnæturskemmtiskokki. Þaði mun engum leiðast á Hofsósi um helgina!

Hér má sjá dagskrá helgarinnar: