Fréttir

Nýjung á heimasíðu - innsendir viðburðir

Lesa meira

Umsóknir opnar fyrir byggðakvóta 2018/2019

Fiskistofa auglýsir eftir umsóknum um byggðakvóta fyrir Skagafjörð fyrir 2018/2019. Umsóknafrestur er til 25. febrúar.
Lesa meira

Staða framkvæmda við Sundlaug Sauðárkróks

Lesa meira

Áskorun til stjórnvalda um að hefja vinnu við undirbúning nýrra Tröllaskagaganga

Bæjarstjórn Akureyrar og sveitarstjórn Sveitarfélagsins Skagafjarðar samþykktu á fundum sínum fyrr í þessari viku áskorun á stjórnvöld um að tryggja í nýrri samgönguáætlun fjármögnun grunnrannsókna og samanburðar á bestu kostum á legu mögulegra jarðganga undir Tröllaskaga, auk rannsókna á samfélags- og efnahagslegum áhrifum sem leiða af nýjum Tröllaskagagöngum.
Lesa meira

Framlengdur frestur til að skila inn athugasemdum við breytingar á Aðalskipulagi Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2009-2021

Sveitarstjórn Sveitarfélagsins Skagafjarðar samþykkti þann 6. febrúar 2019 að framlengja frest til að skila ábendingum og athugasemdum við tillögu að breytingum á Aðalskipulagi Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2009-2021, ásamt umhverfisskýrslu. Framlengdur frestur er til 25. febrúar 2019.
Lesa meira

Sveitarstjórnarfundur 6. febrúar 2019

Næsti fundur sveitarstjórnar Sveitarfélagins Skagafjarðar verður haldinn miðvikudaginn 6. febrúar 2019 kl. 16:15 að Sæmundargötu 7
Lesa meira

Dagur kvenfélagskonunnar í dag

Sveitafélagið Skagafjörður sendir kvenfélagskonunum sínum í kvenfélögum Lýtingsstaðahrepps, Rípuhrepps, Sauðárkróks, Seyluhrepps, Skarðshrepps, Hóla- og Viðvíkurhrepps, Staðarhrepps, Skefilsstaðahrepps, Hofsóss og Fljótum bestu kveðjur í tilefni dagsins með þökk fyrir ómetanleg störf í gegnum árin.
Lesa meira

Álagningu fasteignagjalda 2019 lokið

Allir greiðendur fasteignagjalda til sveitarfélagsins, einstaklingar og lögaðilar, geta nú nálgast álagningarseðla í Íbúagátt á heimasíðu sveitarfélagsins. Einnig er hægt að sækja álagningarseðla á vefsíðu island.is undir flipanum "Mínar síður".
Lesa meira

Auglýsing um skipulagsmál - breytingar á aðalskipulagi Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2009-2021

Á fundi sveitarstjórnar Sveitarfélagsins Skagafjarðar þann 12. desember síðastliðinn var samþykkt að auglýsa tillögu að breytingum á aðalskipulagi sveitarfélagsins 2009-2021 ásamt umhverfisskýrslu um umhverfismat áætlana. Kynningarfundur um tillöguna var haldinn í Menningarhúsinu Miðgarði 23. janúar síðastliðinn og eru glærur frá fundinum nú aðgengilegar hér á heimasíðunni.
Lesa meira

Breytingar á fyrirkomulagi umsókna um sérstakan húsnæðisstuðning 18 ára og eldri

Íbúðalánasjóður annast afgreiðslu sérstaks húsnæðisstuðnings fyrir hönd Sveitarfélagsins Skagafjarðar frá og með 1. janúar 2019. Allir sem sækja um húsnæðisbætur á heimasíðu Íbúðalánasjóðs husbot.is fara sjálfkrafa í útreikning á sérstökum húsnæðisstuðningi. Skilyrði er þó að umsækjendur samþykki upplýsingagjöf til sveitarfélags, skv. 28.gr. laga nr. 75/2016 um húsnæðisbætur. Athygli er vakin á því að EKKI þarf að sækja sérstaklega um sérstakan húsnæðisstuðning.
Lesa meira