Fréttir

Malbikun á hluta Skagfirðingabrautar

Fimmtudaginn 22. ágúst verður malbikaður hluti Skagfirðingabrautar á Sauðárkróki, frá N1 og norður fyrir gatnamót Skagfirðingabrautar, Hegrabrautar og Sæmundarhlíðar. Vinnusvæðið verður lokað fyrir umferð frá kl 08:30 og fram á kvöld. Við bendum ökumönnum á að sýna tillitssemi og nýta hjáleiðir sem sjá má á meðfylgjandi mynd.
Lesa meira

Vegleg gjöf gefin til allra leikskóla í Skagafirði

Lesa meira

Auglýsing um deiliskipulag - tengivirki í Varmahlíð

Sveitarstjórn Sveitarfélagsins Skagafjarðar hefur samþykkt að auglýsa tillögu að deiliskipulagi tengivirkis í Varmahlíð sem hefur fengið meðferð í samræmi við 4. mgr. 40. greinar skipulagslaga nr. 123/2010. Tengivirkið er á lóðinni Reykjarhóll lóð landnúmer 146062. Deiliskipulagið er fyrir nýtt 66 kV tengivirki sem mun taka við hlutverki 66 kV hluta tengivirkis á lóðinni sem lagt verður niður í kjölfarið.
Lesa meira

Sveitarstjórnarfundur 21. ágúst 2019

Sveitarstjórnarfundur verður haldinn þann 21. ágúst 2019 að Sæmundargötu 7 og hefst hann kl. 16:15
Lesa meira

Fræðsludagur skólanna í Skagafirði og Heilsueflandi Samfélag

Lesa meira

Félagsráðgjafi tekur til starfa.

Sirrý Sif Sigurlaugardóttir félagsráðgjafi MA hefur verið ráðin til starfa hjá fjölskyldusviði.
Lesa meira

Félagsleikar Fljótamanna um Verslunarmannahelgina

Lesa meira

Laus störf hjá sveitarfélaginu

Nokkur störf eru laus til umsóknar hjá sveitarfélaginu, leikskólakennarar og matráður á leikskólanum Ársölum, grunnskólakennari á Hofsósi, verkefnastjóri Vinaliðaverkefnisins og starfsmaður á heimilið við Skúlabraut á Blönduósi. Um er að ræða framtíðarstörf og einnig afleysingar.
Lesa meira

Veiting framkvæmdaleyfis fyrir Sauðárkrókslínu 1 og 2

Á fundi byggðarráðs þann 24. júlí síðastliðinn var samþykkt umsókn Landsnets um framkvæmdaleyfi fyrir lagningu tveggja 66 kV jarðstrengja. Um er að ræað Sauðárkrókslínu 2, um 23 km langan jarðstreng milli Varmahlíðar og Sauðárkróks, og Sauðárkrókslínu 1, 1,2 km jarðstrengur milli fyrirhugaðs tengivirkis við Borgarteig 10b á Sauðárkróki og núverandi tengivirkis ofan við Kvistahlíð.
Lesa meira

Tæming rotþróa framundan í Skagafirði

Næstu vikurnar mun fara fram tæming rotþróa í Skagafirði á vegum sveitarfélagsins. Í ár er það svæðið frá og með Hegranesi og að Fljótum sem um ræðir.
Lesa meira