Ertu að flytja í Skagafjörð?

Komdu í Skagafjörð!

Það er gott að búa í Skagafirði. Áhersla er lögð á góða og fjölbreytta þjónustu til íbúa, atvinnulífið er blómlegt og tækifæri til íþróttaiðkunar og heilsuveru til fyrirmyndar. 

Hér eru helstu upplýsingar þegar hugað er að flutningi í Skagafjörð:

Ráðhús 

Ráðhúsið er staðsett að Skagfirðingabraut 21 á Sauðárkróki.
Opnunartími er mánudaga – föstudaga kl. 10:00 - 12:00 og 12:30 - 15:00.
Símanúmer þjónustuskrifstofu Ráðhússins er 455 6000. 
Netfang er
skagafjordur@skagafjordur.is. Þar er tekið við fyrirspurnum og ábendingum til sveitarfélagsins.

Í Ráðhúsi er sameiginleg símsvörun fyrir fjármála- og stjórnsýslusvið, fjölskyldusvið, framkvæmda- og veitusvið og skipulags- og byggingarmál. Þjónustuskrifstofa Ráðhússins veitir allar almennar upplýsingar um þjónustu og starfsemi sveitarfélagsins. Þar er einnig hægt að nálgast öll eyðublöð, ganga frá umsóknum, nálgast samþykktir, fundargerðir og ýmsar upplýsingar um sveitarfélagið og rekstur þess. Einnig er hægt að nálgast eyðublöð og umsóknir í Íbúagáttinni.

Íbúagátt

Áhersla er lögð á stafræna stjórnsýslu hjá Sveitarfélaginu Skagafirði. Íbúagátt er þjónustusíða fyrir einstaklinga og lögaðila og er aðgengileg hérna á síðunni. Í Íbúagáttinni er hægt að sinna flestum erindum sem snúa að samskiptum við sveitarfélagið milliliðalaust, allan sólarhringinn, allt árið.

Í Íbúagáttinni er hægt að senda inn rafrænar umsóknir og fylgjast með framgangi þeirra og annarra mála sem skráð eru í málakerfi sveitarfélagsins. Hægt að fá yfirlit yfir ógreidda reikninga hjá sveitarfélaginu, afrit útgefinna reikninga, sjá hreyfingar viðskiptareiknings og álagningarseðil fasteignagjalda.

Beinn aðgangur er inn á MENTOR, Matartorg og NÓRA skráningarkerfi fyrir þá sem nota þá þjónustu.

Flutningstilkynning

Tilkynna skal flutning rafrænt til Þjóðskrár Íslands innan sjö daga eftir að flutt er. 
Einnig þarf að skrá nýtt heimilisfang hjá Póstinum, því Íslandspóstur fær ekki sjálfvirkar tilkynningar um flutning frá Þjóðskrá. 

Rafmagn og hiti

Skagafjarðarveitur - hita og vatnsveita

Skrifstofa Skagafjarðarveitna er að Borgarteig 15, Sauðárkróki
Opnunartími er alla virka daga frá 09:00 - 15:00.
Sími: 455 6200 

Heimasíða Skagafjarðarveitna

Hlutverk Skagafjarðarveitna er að tryggja íbúum og fyrirtækjum hámarks afhendingaröryggi.

RARIK - raforkudreifing 

Staðsetning: Borgartún 1, 550 Sauðárkróki
Sími: 528 9000

Heimasíða RARIK

 

Umhverfismál og sorphirða

Sveitarfélagið Skagafjörður annast meðhöndlun úrgangs í sveitarfélaginu. Mikil áhersla er lögð á flokkun sorps í sveitarfélaginu. Panta þarf tunnur hjá Flokku í síma 453 5000 er þær vantar. 

Tvær sorpmóttökustöðvar eru í Skagafirði, Flokka ehf. á Sauðárkróki og Farga, móttökustöð í Varmahlíð. Til stendur að byggja upp sorpmóttökustöð á Hofsósi.

Hér á heimasíðunni eru allar helstu upplýsingar um flokkun sorps, opnunartíma og staðsetningu sorpmóttökustöðva og ýmis fróðleikur um umhverfismál.

Flöskumóttaka

Flöskumóttaka er staðsett hjá Vörumiðlun á Eyrarvegi, Sauðárkróki. Opnunartími er alla virka daga frá kl. 10:00 - 12:00 og 13:00 - 14:00. 

Leikskólar

Sótt er um leikskólavist í Íbúagáttinni

Leikskólinn Ársalir á Sauðárkróki

Sími: 455 6090
Netfang: arsalir@skagafjordur.is
Leikskólastjóri Ársala er Aðalbjörg Þorgrímsdóttir
Heimasíða Ársala

Leikskólinn Birkilundur í Varmahlíð

Sími: 453 8215
Netfang: birkilundur@skagafjordur.is
Leikskólastjóri Birkilundar er Steinunn Arnljótsdóttir
Heimasíða Birkilundar

Leikskólinn Tröllaborg á Hofsósi og á Hólum í Hjaltadal

Sími: Brúsabær Hólum 453 5760, Barnaborg Hofsósi 453 7333
Netfang: trollaborg@skagafjordur.is
Leikskólastjóri Tröllaborgar Jóhanna Sveinbjörg Traustadóttir
Heimasíða Tröllaborgar

Nánari upplýsingar um leikskóla er að finna hér.

Dagforeldrar

Vistun barns hjá dagmóður/dagföður er einn af þeim kostum sem til álita koma þegar foreldrar leita eftir dagvist fyrir barn sitt. Sjá nánari upplýsingar um dagforeldra hér á heimasíðunni.

Grunnskólar

Grunnskólar Sveitarfélagsins Skagafjarðar eru staðsettir á Sauðárkróki, Hofsósi, Varmahlíð og Hólum. Boðið upp á frístund fyrir nemendur í 1.-4. bekk.

Sótt er um skólavist í Íbúagáttinni  

Árskóli á Sauðárkróki

Sími: 455 1100
Netfang: arskoli@arskoli.is
Skólastjóri Árskóla er Óskar G. Björnsson, oskargb@arskoli.is
Heimasíða Árskóla 

Upplýsingar um skólaakstur Árskóla er að finna hér.

Varmahlíðarskóli

Sími: 480 5400
Netfang: varmahlidarskoli@varmahlidarskoli.is
Skólastjóri Varmahlíðarskóla er Trostan Agnarsson, trostan@vhls.is
Heimasíða Varmahlíðarskóla

Grunnskólinn austan Vatna á Hólum og Hofsósi 

Sími: Hofsós 453 7344 / Hólar 453 6600
Netfang: gsh@gsh.is
Skólastjóri Grunnskólans austan Vatna er Jóhann Bjarnason, johann@gsh.is
Heimasíða GaV

Nánari upplýsingar um grunnskóla er að finna hér.

Tónlistarskóli

Tónlistarskóli Skagafjarðar sinnir tónlistarkennslu í öllum Skagafirði. Skólinn hefur aðsetur í Árskóla á Sauðárkróki og hefur útibú á Hofsósi og Varmahlíð og aðstöðu í grunnskólunum á Hólum.

Sími: 455 1189
Netfang: tons@skagafjordur.is
Skólastjóri Tónlistarskólans er Kristín Halla Bergsdóttir, kristinhalla@skagafjordur.is 
Heimasíða Tónlistarskólans

Sótt er um nám við tónlistarskólann á heimasíðu tónlistarskólans.

Framhaldsnám

Sveitarfélagið Skagafjörður býr svo vel að hafa skóla á öllum námsstigum, leik- og grunnskóla, framhaldsskóla og háskóla. Einnig er Farskólinn, miðstöð símenntunar á Norðurlandi vestra á Sauðárkróki.

Fjölbrautaskóli Norðurlands vestra leitast við að bjóða upp á menntun í takt við kröfur tímans og vera leiðandi á sínu sviði. Skólinn er framhaldsskóli með áfangakerfi og er upptökusvæði hans fyrst og fremst Norðurland vestra. Skólinn býður fram bóknám, verknám, starfsnám og heimavistarþjónustu. 

Háskólinn á Hólum er öflugur háskóli sem býður upp á gæðanám á grunn- og framhaldsnámsstigi háskóla sem og öflugt rannsóknarstarf. Háskólinn er miðstöð þekkingar á þremur sérsviðum sem eru hestafræði, ferðamálafræði og fiskeldis-, sjávar- og vatnalíffræði.

Farskólinn - miðstöð símenntunar á Norðurlandi vestra hefur það að markmiði að efla endur- og símenntun á Norðurlandi vestra, greina þarfir fyrir fræðslu, standa fyrir hvers konar námi og koma á fót háskólanámi í heimabyggð.

Íþrótta- og tómstundastarf

Sveitarfélagið Skagafjörður er Heilsueflandi samfélag og er áhersla lögð á fyrsta flokks aðstæður til íþróttaiðkunar, hvort sem um er að ræða keppnisíþróttir og skipulagðar æfingar eða hreyfing á eigin forsendum.

Sveitarfélagið Skagafjörður niðurgreiðir þátttökugjöld barna og unglinga vegna íþrótta-, tómstunda-, lista- og æskulýðsstarfs í Skagafirði. Frístundastyrkurinn (hvatapeningar) er fyrir börn á aldrinum 5-18 ára og nemur 40 þúsund krónum á hvern iðkanda árið 2023.

Boðið er upp á fjölbreytt og innihaldsríkt æskulýðs- og tómstundastarf fyrir börn og ungmenni. Í Húsi frítímans er boðið upp á faglegt félagsmiðstöðvastarf. Á sumrin er boðið upp á frístundanámskeið fyrir börn í 1. - 4. bekk undir nafninu Sumar-Tím.  Vinnuskóli fyrir börn á aldrinum 13-16 ára er starfandi á sumrin.

Fjölmörg íþróttafélög eru starfandi í Sveitarfélaginu Skagafirði. Hér er hægt að nálgast lista yfir öll aðildarfélög innan Ungmennasambands Skagafjarðar - UMSS.

Listi yfir íþróttamannvirki í Skagafirði 

Hús frítímans
Staðsetning Húss frítímans er að Sæmundargötu 7b á Sauðárkróki.
Sími: 455 6109
Netfang: husfritimans1@skagafjordur.is
Verkefnastjóri frístunda í Húsi frítímans er Sigríður Inga Viggósdóttir.

Nánari upplýsingar um starfsemi Húss frítímans er að finna á Facebook síðu þeirra og með því að smella hér.

Heilbrigðisþjónusta

Heilbrigðisstofnun Norðurlands á Sauðárkróki sinnir allri almennri heilsugæsluþjónustu, sjúkraþjónustu og öldrunarþjónustu. Einnig er þar í boði fjölbreytt stoðþjónusta eins og endurhæfing, sjúkraþjálfun, félagsstarf, rannsókn og röntgen. Símanúmer hjá HSN á Sauðárkróki er 432 4200.

Eldri borgarar

Dagdvöl aldraðra er stuðningsúrræði fyrir eldri borgara í Skagafirði sem búa í heimahúsum og þurfa stuðning í þeim tilgangi að viðhalda færni og getu til að búa sem lengst í heimhúsi.

Heilbrigðisstofnun Norðurlands vestra á Sauðárkróki rekur dvalarheimili fyrir aldraða.

Félagsstarf - Öflugt félagsstarf eldri borgara er í Sveitarfélaginu Skagafirði. Stefna sveitarfélagsins er að byggja á og hlúa að frumkvæði eldri borgara. Sveitarfélagið styður við félags- og tómstundastarf Félags eldri borgara í Skagafirði í Húsi frítimans, við Félag aldraðra í Hofshreppi hinum forna á Hofsósi og við samverustundir eldri borgara á Löngumýri. Hér má nálgast tímatöflu Húss frítímans.

Heimaþjónusta - Sveitarfélagið sinnir heimaþjónustu fyrir þá sem ekki geta einir og óstuddir séð um heimilishald vegna skertrar getu vegna veikinda, álags, öldrunar eða fötlunar. Markmiðið er að efla fólk til sjálfsbjargar og gera því kleift að búa sem lengst í heimahúsi við sem eðlilegastar aðstæður.Til heimaþjónustu telst heimilishjálp og heimsending matar.

Fatlaðir einstaklingar

Sveitarfélagið Skagafjörður er leiðandi sveitarfélag í málefnum fatlaðs fólks á Norðurlandi vestra. Fjölskylduþjónusta Sveitarfélagsins Skagafjarðar leggur ríka áherslu á að veita fólki með fötlun góða þjónustu. Sveitarfélagið veitir fólki með fötlun þjónustu í búsetumálum með rekstri heimila fyrir fatlaða einstaklinga, þjónustuíbúða og skammtímadvalar. Þjónustuúrræði í formi frekari liðveislu er veitt fullorðnum sem búa sjálfstætt eða í foreldrahúsum að uppfylltum ákveðnum skilyrðum. Sveitarfélagið veitir einnig akstursþjónustu fyrir fatlaða einstaklinga.

Iðja hæfing er dagþjónusta þar sem fólk með fötlun vinnur að fjölbreyttum verkefnum og gefst kostur á að taka þátt í daglegu lífi.

Sótt er um þjónustu fyrir fatlaða einstaklinga í Íbúagáttinni

Önnur þjónusta

Héraðsbókasafn Skagfirðinga
Staðsetning: Safnahúsinu við Faxatorg
Sími: 453 5424
Heimasíða

Mikið úrval bóka, blaða, tímarita, geisladiska, myndbanda og fleira.

Almenningssamgöngur

Strætó ( Leið 57 ) stoppar á tveimur stöðum í Skagafirði, á N1 stöðvunum á Sauðárkróki og í Varmahlíð. Sjá tímatöflu fyrir leið 57 hér.

Afþreying

Skagafjörður er sannkallaður ævintýraheimur með fjölbreyttri afþreyingu í boði fyrir fólk á öllum aldri. Nánari upplýsingar um afþreyingu og þjónustu er að finna á www.visitskagafjordur.is.