Ráðið í stjórnunarstöður í leikskólum og grunnskólum í Skagafirði.

Ráðið hefur verið í auglýstar stjórnunarstöður í leik- og grunnskólum í Skagafirði.

Við grunnskólann austan Vatna var Jóhann Bjarnason ráðinn skólastjóri og Bjarki Már Árnason aðstoðarskólastjóri.

Við Varmahlíðarskóla var Álfheiður Freyja Friðbjarnardóttir ráðin skólastjóri og við leikskólann Ársali á Sauðárkróki var Sólveig Arna Ingólfsdóttir ráðin aðstoðarleikskólastjóri.

Þeim er öllum óskað farsældar í störfum sínum.