Kennarastaða við Grunnskólann austan Vatna á Hólum.

Kennarastaða við Grunnskólann austan Vatna á Hólum.

Um er að ræða 75% starf umsjónarkennara 5. – 7. bekkjar á Hólum.

Staðan er laus nú þegar og umsækjandi þarf að geta hafið störf strax í janúar.

Kennslugreinar:
Æskilegar kennslugreinar eru íslenska, tónmennt, náttúrufræði og lífsleikni.

Hæfniskröfur

Kennarapróf / leyfisbréf
Faglegur metnaður
Hæfni í mannlegum samskiptum
Reynsla og áhugi á að starfa með börnum

Frekari upplýsingar um starfið

Um er að ræða tímabundið starf umsjónarkennara í 5. – 7. bekk.

Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi KÍ og Sambands íslenskra sveitarfélaga

Umsóknarfrestur er til 29.12.2013

Skila skal rafrænum umsóknum, helst í Íbúagátt sveitarfélagsins eða hér á heimasíðu sveitarfélagsins.
Nánari upplýsingar um starfið veitir Jóhann Bjarnason, skólastjóri í síma 865-5044.