Fréttir

Uppbygging fjölskyldugarðs á Sauðárkróki

Í síðustu viku var skrifað undir viljayfirlýsingu við Kiwanisklúbbinn Freyju um uppbyggingu fjölskyldugarðs á Sauðárkróki. Markmið fjölskyldugarðsins er að stuðla að ánægjulegum samverustundum barna og foreldra og um leið að efla útiveru og hreyfingu í anda heilsueflandi samfélags. Sveitarfélagið mun sjá um hönnun og afmörkun svæðisins í samstarfi við klúbbinn en þar er gert ráð fyrir leiktækjum og annarri aðstöðu fyrir alla aldurshópa. Sveitarfélagið færir Freyjunum bestu þakkir fyrir framtakið með von um gott samstarf í framhaldinu um uppbyggingu fjölskyldugarðsins.
Lesa meira

Afgreiðsla ráðhúss Sveitarfélagsins Skagafjarðar verður lokuð mánudaginn 30. maí 2022

Lesa meira

Viðhald á frjálsíþróttavellinum á Sauðárkróki - Hlaupabraut lokuð

Lesa meira

Auglýsing um skipulagsmál - Deplar og Hraun í Fljótum

Lesa meira

Skráningu í Vinnuskólann stendur yfir og lýkur 29. maí

Lesa meira

Notendur hitaveitu á Hofsósi og í sveitum út að austan athugið

Lesa meira

Sundlaugin á Hofsósi lokuð fram eftir degi 24. maí

Lesa meira

Sveitarstjórnarfundur miðvikudaginn 25. maí

Síðasti fundur þessarar sveitarstjórnar verður haldinn miðvikudaginn 25. maí að Sæmunargötu 7 og hefs
Lesa meira

Umhverfisdagur Skagafjarðar

Umhverfisdagurinn í Skagafirði hefur verið haldinn árlega í rúma þrjá áratugi en að þessu sinni verður hann haldinn laugardaginn 21. maí næstkomandi. Í ár er lögð áhersla á að fólk líti í kringum sig og njóti nærumhverfis, náttúrunnar og þess sem náttúran hefur upp á að bjóða. Tilvalið er að nota daginn til útivistar, hefja daginn til dæmis á að fara í gönguferðir um einhvern skóga héraðsins svo sem í Varmahlíð, við Silfrastaði, að Hólum, rölta um Litla-Skóg, skoða stuðlabergsfjöruna við Hofsós, eða eitthvað allt annað sem fólki langar að skoða. Jafnframt er kjörið að huga að snyrtingu nærumhverfis síns þennan dag.
Lesa meira

Garðlöndin tilbúin á Sauðárkróki og í Varmahlíð

Fyrir þá sem sótt hafa um garðland á Sauðárkróki og í Varmahlíð þá tilkynnist það að garðlandið er tilbúið. Á Sauðárkróki eru 420 lengdarmetrar af 1 m breiðum beðum og koma 25 lengdarmetrar í hlut hvers og eins, en 16 sóttu um garðland á Sauðárkróki að þessu sinni. Í Varmahlíð voru umsækjendur 10 og sóttu flestir um 20-25 m2 skika. Þar mætti bæta einum til tveimur skikum við, meðan garðpláss leyfir.
Lesa meira