Fréttir

Sundlaugin í Varmahlíð lokuð í næstu viku

Sundlaugin í Varmahlíð verður lokuð frá og með mánudeginum 14. október vegna hreinsunar. Stefnt er að opnun aftur laugardaginn 19. október.
Lesa meira

Dansmaraþon í Árskóla

Í morgun hófst árlegt dansmaraþon 10. bekkinga í Árskóla á Sauðárkróki. Nemendur hófu dansinn kl 11 undir styrkri stjórn Loga Vigþórssonar danskennara og munu dansa til kl 11 í fyrramálið, fimmtudaginn 10. október.
Lesa meira

Drög að Sóknaráætlun Norðurlands vestra 2020-2024

Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið hefur sett til umsagnar í samráðsgátt stjórnvalda, á vegum Samtaka sveitarfélaga á Norðurlandi vestra, drög að nýrri sóknaráætlun Norðurlands vestra. Drög að Sóknaráætlun Norðurlands vestra 2020 til 2024 byggir á lögum um byggðaáætlun og sóknaráætlanir nr. 69 frá árinu 2015.
Lesa meira

Kvöldopnun, bændamarkaður og Rakelarhátíð

Í kvöld, 4. október, verður notaleg stemming í Aðalgötunni á Sauðárkróki því fyrirtækin í götunni hafa tekið sig saman og ætla að hafa opið kl 20-22. Það er því um að gera að nota tækifærið, rölta í gamla bænum, njóta mannlífsins og þeirra viðburða sem í boði eru.
Lesa meira

Skólaakstur á Sauðárkróki

Lesa meira

Undirritaður samningur um Dagdvöl aldraðra í Skagafirði

Lesa meira

Framkvæmdasjóður ferðamannastaða auglýsir eftir umsóknum um styrki fyrir árið 2020

Lesa meira

Opinn fundur vegna endurskoðunar aðalskipulags sveitarfélagsins

Hafinn er undirbúningur að endurskoðun aðalskipulags Sveitarfélagsins Skagafjarðar, búsetu- og byggðarþróun sveitarfélagsins. Leitað er til sérfræðinga, hagaðila og almennings til að ræða áherslur og framtíðarsýn. Af því tilefni boðar Skipulags- og byggingarnefnd til opins fundar 10. október nk. kl. 17:00-19:00 í Húsi frítímans á Sauðárkróki um helstu áherslur við mótun aðalskipulagstillögu fyrir sveitarfélagið næstu 12 árin a.m.k.
Lesa meira