Fréttir

Sæluvika og sýningin Atvinna, mannlíf og menning um helgina

Nú stendur yfir Sæluvika Skagfirðinga og mikið um að vera í héraðinu. Listsýningar eru í Safnahúsinu, Sauðárkróksbakaríi, KK Restaurant, Gúttó og Landsbankanum. Sýningin Atvinna, mannlíf og menning verður í íþróttahúsinu á Sauðárkróki 5.-6. maí.
Lesa meira

Breytt verkaskipting á fjölskyldusviði

Þann 1. maí s.l. urðu nokkrar breytingar á verkaskiptingu innan fjölskyldusviðs Sveitarfélagsins Skagafjarðar. Um nokkurt skeið hefur verið unnið að greiningu og skoðun á því hvernig auka megi samþættingu og samstarf í þjónustu við íbúa og hafa þegar komið til framkvæmda ýmsar breytingar en nú hefur skrefið verið stigið til fulls með formlegri breytingu á verkaskiptingu innan sviðsins.
Lesa meira

Opið fyrir skráningu í vinnuskólann

Búið er að opna fyrir skráningu í vinnuskóla sveitarfélagsins, sjá hlekk á heimasíðu sveitarfélagsins: https://www.skagafjordur.is/is/thjonusta/menntun/vinnuskoli
Lesa meira

Útivistartími barna

Frá og með 1. maí breyttist útivistartími barna til og með 1. september n.k. þar sem börn 12 ára og yngri mega vera úti til kl. 22 og börn 13-16 ára mega vera úti til kl. 24.
Lesa meira

Launaseðlar birtast ekki í heimabönkum

Ekki hefur tekist að birta launaseðla vegna apríl launa í heimabönkum starfsmanna en unnið er að úrlausn málsins. Við biðjumst velvirðingar á þessu.
Lesa meira

Varmahlíðarskóli í úrslitum í Skólahreysti í kvöld

Úrslitakeppnin í Skólahreysti þetta árið verður í Laugardagshöll í kvöld og hefst keppnin kl 20. Keppninni verður sjónvarpað beint á RÚV.
Lesa meira

Sundlaug Sauðárkróks lokar kl 16:30 2. maí

Vegna viðgerðar á stofnlögn í neðri bænum á Sauðárkróki verður heita vatnið tekið af kl 17 í dag 2. maí og þarf af leiðandi þarf að loka sundlaug Sauðárkróks kl 16:30. Sundlaugin opnar á venjulegum tíma í fyrramálið.
Lesa meira

Heitavatnslaust í neðri bænum á Sauðárkróki seinnipartinn

Vegna viðgerðar á stofnlögn verður heitavatnslaust í neðri bænum á Sauðárkróki frá kl. 17 í dag, miðvikudaginn 2. maí, og fram eftir kvöldi. Lokað verður frá Bárustíg og út á Eyri. Skagafjarðarveitur biðjast velvirðingar á þeim óþægindum sem þetta kann að valda.
Lesa meira

Ingvi Hrannar hlýtur viðurkenningu í menntamálum

Ingvi Hrannar Ómarsson, kennsluráðgjafi í Árskóla, hefur verið valinn einn af hundrað áhrifavöldum um menntamál í heiminum af hundred.org. Við óskum Ingva til hamingju með viðurkenninguna en horfa má á ítarlegt viðtal við hann sem tekið var af þessu tilefni.
Lesa meira