Fréttir

Gleðilega páska!

Sveitarfélagið Skagafjörður óskar íbúum og landsmönnum öllum gleðilegra páska með von um að allir hafi það sem best yfir hátíðina og eigi ánægjulegar samverustundir.
Lesa meira

Opnunartími sundlauga um páskana

Nú styttist í páskana og páskafríið og margir sem nota það til að heimsækja sundlaugarnar. Sundlaug Sauðárkróks verður opin alla dagana kl 10-17:30, sundlaugin á Hofsósi kl 12-17:30 og sundlaugin í Varmahlíð kl 10-15 en hún verður lokuð á föstudaginn langa og páskadag.
Lesa meira

Tímabundnar lokanir í Sundlaug Sauðárkróks 26.-28. mars

Nú standa yfir framkvæmdir við sundlaugina á Sauðárkóki og óhjákvæmilegt annað en að loka dagsparta í vikunni fyrir páska. Frá mánudegi til miðvikudags í næstu viku dagana 26.-28. mars verður lokað frá kl 9 á morgnana til kl 17 síðdegis.
Lesa meira

Skagfirskar leiguíbúðir hses. ráðast í byggingu 8 leiguíbúða á Sauðárkróki

Í vikunni var undirritaður verksamningur og verkáætlun á milli Skagfirskra leiguíbúða hses. og BM Vallár ehf. vegna bygginga á tveimur fjögurra íbúða húsum úr forsteyptum einingum. Húsin sem eru á tveimur hæðum, munu rísa í Laugatúni 21-23 og 25-27 á Sauðárkróki, og er þeim ætlað að mæta brýnni þörf fyrir frekara leiguhúsnæði á svæðinu.
Lesa meira

Sumar 2018 - Garðyrkjudeild

Garðyrkjudeild óskar eftir sumarstarfsmanni. Starfið felst í almennum verkamannastörfum, með áherslu á málningarvinnu.
Lesa meira

Sumar - Þjónustumiðstöð og Skagafjarðarveitur

Þjónustumiðstöð og Skagafjarðarveitur auglýsa 2 sumarstörf. Umsóknarfrestur er til og með 8. apríl 2018.
Lesa meira

Sumar 2018 - Kleifatún

Heimilið Kleifatúni auglýsir eftir 2 sumarstarfsmönnum. Umsóknarfrestur er til og með 8. apríl 2018.
Lesa meira

Árshátíð GAV á Hofsósi í dag 22. mars

Árshátíð Grunnskólans austan Vatna verður í Höfðaborg á Hofsósi í dag fimmtudaginn 22. mars og hefst kl 18:15. Í boði verða fjölbreytt skemmtiatriði, leikur, söngur og dans. Nemendur verða með pizzusölu þegar dagskránni lýkur og síðan verður slegið upp diskóteki.
Lesa meira

Úrslit stóru upplestrarkeppninnar

Lokahátíð Stóru upplestrarkeppninnar var haldin í sal bóknámshúss FNV í gær. Þar öttu kappi fjölmargir efnilegir lesarar úr grunnskólum Skagafjarðar og nemendur úr Tónlistarskóla Skagafjarðar léku fyrir gesti. Nemendur lásu texta úr bókinni Strokubörnin á Skuggaskeri eftir Sigrúnu Eldjárn, ljóð eftir Ólaf Jóhann Sigurðsson og ljóð að eigin vali. Lesarar stóðu sig með stakri prýði og án efa hefur dómnefnd verið mikill vandi á höndum.
Lesa meira

Sumar 2018 - Blönduós

Heimilið Skúlabraut, Blönduósi auglýsir eftir sumarstarfsmanni í starf matráðar og á hæfingarstöð. Umsóknarfrestur er til og með 15. apríl 2018.
Lesa meira