Fréttir

Tónleikar og sýningar á Sæluviku

Sæluvikan er í fullum gangi og margt í boði á hverjum degi fram á sunnudag. En dagskráin í dag og á morgun býður upp á tónleika og sýningar af ýmsu tagi.
Lesa meira

Sumarstörf: Dagdvöl aldraðra

Um 3 hlutastörf er að ræða. Starfsmenn starfa við aðhlynningu á dagvist þar sem aldraðir einstaklingar koma inn yfir daginn og fá aðstoð við böðun og aðra persónulega þjónustu. Í störfunum felst einnig aðstoð við félagsstarf og tómstundaiðju.
Lesa meira

Sumarstörf - Sundlaugin á Sauðárkróki

Í störfunum felst m.a. öryggisgæsla við sjónvarpsskjá og laug, auk eftirlits með öryggiskerfum, afgreiðsla og baðvarsla.
Lesa meira

Hjólað í vinnuna hefst á morgun

Hjólað í vinnuna hefst á morgun miðvikudaginn 3.maí og er þetta í 15. sinn sem keppnin fer fram. Það er ÍSÍ sem hefur veg og vanda af verkefninu sem fer fram um land allt.
Lesa meira

Sýningar og sund

Nú stendur Sæluvikan yfir í Skagafirði og ýmislegt um að vera og ekki síst fyrir yngstu kynslóðina því Leikhópurinn Lotta er mættur á svæðið. Hópurinn er með söngvasyrpu sem er stútfull af sprelli og húmor og verða sýningar í skólunum í dag fyrir leikskólanemendur og 1.-4. bekk.
Lesa meira