Fréttir

Sveitarstjórnarfundur 15. maí

Fundur verður haldinn í Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar mánudaginn 15. maí 2017 kl. 16:15 að Sæmundargötu 7a
Lesa meira

Hunda- og kattaeigendur athugið

Sveitarfélagið Skagafjörður vill vekja athygli hunda- og kattaeigenda á því að varptími fugla er hafinn. Kattaeigendur eru beðnir um að halda köttum sínum innandyra yfir nóttina og hengja bjöllur á hálsól þeirra. Einnig eru hundaeigendur beðnir um að sleppa ekki hundum sínum lausum á varpsvæðum.
Lesa meira

Pure Natura keppir um titilinn Matarfrumkvöðull Norðurlanda

Fyrirtækið Pure Natura hefur verið tilnefnt sem fulltrúi Íslands í keppninni Embla-Nordic Food Award 2017. Fyrirtækið mun etja kappi við þátttakendur frá hinum Norðurlöndunum um titilinn Matvælafrumkvöðull Norðurlanda 2017.
Lesa meira

Hlutastarf í liðveislu er laust til umsóknar

Umsóknarfrestur vegna hlutastarfs í liðveislu hefur verið framlengdur.
Lesa meira

Íslenska skólakerfið, styrkleikar og tækifæri

Grunnur, félag fræðslustjóra og stjórnenda skólaskrifstofa, hélt sinn árlega vorfund á Húsafelli dagana 26.-28. apríl síðastliðinn. Á fundinum var lögð áhersla á að efla jákvæða umfjöllun um málefni barna og ungmenna og skólastarf almennt á Íslandi. Rætt var m.a. um styrkleika skólakerfisins sem liggur í stórum dráttum í vellíðan nemenda og góðum samskiptum svo og jöfnuði og breiðu námi í grunnþáttum menntunar.
Lesa meira

Leikskólakennarar óskast til starfa við Leikskólann Birkilund í Varmahlíð

Leikskólakennari starfar samkvæmt lögum og reglugerðum um leikskóla, öðrum lögum er við eiga, Aðalnámskrá leikskóla og stefnu sveitarfélagsins. Vinnur að uppeldi og menntun barnanna undir stjórn deildarstjóra. Fylgist með velferð þeirra og hlúir að þeim andlega og líkamlega í samræmi við eðli og þarfi hvers og eins svo að þau fái notið sín sem einstaklingar.
Lesa meira

Sumarstörf í Iðju/dagþjónustu

Framlengdur hefur verið umsóknarfrestur vegna sumarstarfa í Iðju/dagþjónustu.
Lesa meira

Aðalskipulag Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2009-2021

Í tilefni af fréttaflutningi um raforkuflutning og breytingar á aðalskipulagi Sveitarfélagsins Skagafjarðar er eftirfarandi samþykkt byggðarráðs Sveitarfélagsins Skagafjarðar frá 26. janúar sl. og staðfest í sveitarstjórn Sveitarfélagsins Skagafjarðar 15. febrúar sl., komið á framfæri.
Lesa meira

Sæluvikuhelgi framundan

Nú líður að lokum Sæluvikunnar en dagskráin er þétt fram á sunnudag og ætti að vera létt verk að finna eitthvað skemmtilegt við hæfi.
Lesa meira

Veitu- og framkvæmdasvið auglýsir laust starf

Í raun er um sambland af tveim störfum að ræða sem skiptist milli tveggja starfsstöðva.
Lesa meira