Fréttir

Sumarstörf á Blönduósi

Framlengdur hefur verið frestur vegna tveggja sumarstarfa í þjónustu við fatlað fólk í búsetu á Skúlabraut 22, Blönduósi.
Lesa meira

Opnun tveggja sýninga á Sauðárkróki á laugardaginn

Næstkomandi laugardag verða tvær sýningar opnaðar við Aðalgötuna á Sauðárkróki, Kona á skjön, sýning um ævi og störf Guðrúnar frá Lundi og Puffin and friends, sýning um dýralíf í Drangey ásamt fleiru.
Lesa meira

Nýr forstöðumaður kominn til starfa

Nýr forstöðumaður, Ari Jóhann Sigurðsson, hóf störf á heimili fyrir fatlað fólk á Blönduósi nú í morgun.
Lesa meira

Skammtímavistun auglýsir starf þroskaþjálfa laust til umsóknar

Þroskaþjálfi hefur með höndum faglega yfirsýn á þjónustu við notendur sem nýta þjónustu skammtímavistunar. Hann ber ábyrgð á að notendur fái nauðsynlega þjónustu og sinnir þverfaglegu samstarfi innan sem utan stofnunar. Þroskaþjálfi kemur að framkvæmd þjónustu og umönnun við fötluð börn og fullorðna sem nýta þjónustu skammtímavistunar. Hann veitir notendum aðstoð við athafnir daglegs lífs, umönnun, þjálfun og gæslu eftir þörfum hvers og eins og er vakandi yfir andlegri og líkamlegri líðan þeirra, ásamt öðrum verkefnum.
Lesa meira

Skammtímavistun auglýsir hlutastörf laus til umsóknar

Störfin fela í sér að aðstoða fötluð börn og fullorðna við athafnir daglegs lífs, umönnun, skipuleggja afþreyingu, þjálfun og gæslu eftir þörfum. Störfin henta konum jafnt sem körlum.
Lesa meira

1. verðlaun til GAV í verkefni Landsbyggðarvina

Nemendur úr Grunnskólanum austan Vatna hafa tekið þátt í alþjóðlegu verkefni undanfarin ár sem nefnist, Skólar á grænni grein, en markmið þess er að auka umhverfismennt og styrkja skóla í menntun til sjálfbærni. Verkefnin sem nemendur unnu fyrir Landsbyggðarvini eru öll unnin úr endurnýttu hráefni en nemendurnir unnu verkefnið í nýsköpunarviku í mars og heitir sigurverkefnið Hænsnakofinn.
Lesa meira

Iðja/dagþjónusta auglýsir hlutastarf laust til umsóknar

Starfið er tvíþætt og felur í sér stuðning við fatlað fólk á hinum almenna vinnumarkaði og að sinna líkamlegum og félagslegum þörfum einstaklinga við athafnir daglegs lífs í Iðju. Starfið hentar konum jafnt sem körlum.
Lesa meira

Tímabundið starf í Fellstúni 19b er laust til umsóknar

Umsóknarfrestur hefur verið framlengdur til og með 11. júní 2017.
Lesa meira

Hamingjuóskir til brautskráningarnema FNV

Sveitarfélagið Skagafjörður sendir brautskráningarnemum frá Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra innilegar hamingju- og heillaóskir í tilefni áfangans.
Lesa meira

Breyttir opnunartímar í sundlauginni í Varmahlíð 29. maí-5. júní

Opnunartímar í sundlauginni í Varmahlíð í næstu viku og fram yfir hvítasunnu eru eftirfarandi: 29. maí kl 12-21 30. maí lokað 31. maí kl 12-21
Lesa meira