Fréttir

Gott gengi Skagfirðinga í stærðfræðikeppni

Í gær var keppt til úrslita í Ólafsfirði í stærðfræðikeppni Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra, Menntaskólans á Tröllaskaga og nemendum 9. bekkja grunnskólanna á þessum svæðum. Úrslit urðu þau að Hildur Heba Einarsdóttir úr Árskóla á Sauðárkróki sigraði keppnina, í öðru sæti var Jódís Helga Káradóttir úr Varmahlíðarskóla og Styrmir Þeyr Traustason úr Dalvíkurskóla var þriðji.
Lesa meira

Tímabundið hlutastarf í Kleifatúni er laust til umsóknar

Starfið felur í sér aðstoð við fatlaðan einstakling við athafnir daglegs lífs. Ásamt því að sinna félagslegum jafnt sem líkamlegum þörfum eftir því sem við á.
Lesa meira

Sumarstörf í sundlauginni í Varmahlíð

Umsóknarfrestur hefur verið framlengdur vegna sumarstarfa í sundlauginni í Varmahlíð.
Lesa meira

Sumarstörf í Iðju/dagþjónustu

Umsóknarfrestur hefur verið framlengdur vegna sumarstarfa í Iðju/dagþjónustu.
Lesa meira

Umsóknir um leikskólapláss í Ársölum

Umsóknir um leikskólapláss í leikskólann Ársali á Sauðárkróki þurfa að berast fyrir 1. maí næstkomandi til að koma barni að í aðlögun haustið 2017. Sótt er um í íbúagátt Sveitarfélagsins Skagafjarðar.
Lesa meira

Gleðilegt sumar!

Sveitarfélagið Skagafjörður óskar Skagfirðingum nær og fjær, og landsmönnum öllum gleðilegs sumars!
Lesa meira

Hlutastörf í liðveislu á Freyjugötu eru laus til umsóknar

Um 2 störf í 45% starfshlutfalli er að ræða frá 15. maí 2017 eða eftir samkomulagi.
Lesa meira

Hækkun á niðurgreiðslum til dagforeldra

Sveitarfélagið hefur samþykkt 20% hækkun á niðurgreiðslum og reglur sem tryggja dagforeldrum niðurgreiðslur sem svarar þremur börnum kr. 64.922,- á mánuði vegna þriggja barna í 11 mánuði á ári. Þetta er gert með það að markmiði að auka atvinnuöryggi dagforeldra.
Lesa meira

Sumarstörf á sambýlinu og í Iðju á Blönduósi

Framlengdur hefur verið umsóknarfrestur vegna sumarstarfa á sambýlinu og í Iðju á Blönduósi.
Lesa meira

Hlutastarf í liðveislu er laust til umsóknar

Um 75% starf er að ræða tímabilið 15. maí - 15. september 2017 með möguleika á áframhaldandi ráðningu.
Lesa meira