Fréttir

Sveitarfélagið Skagafjörður kaupir rafmagnsbíl

Í sumar festi Sveitarfélagið Skagafjörður kaup á nýjum Volkswagen e-Golf rafmagnsbíl. Ingvar Gýgjar Sigurðarson, verkefnastjóri hjá sveitarfélaginu, tók við bílnum fyrir hönd sveitarfélagsins. Bílinn mun nýtast starfsfólki sveitarfélagsins sérstaklega vel til að komast á milli staða innan sveitarfélagsins.
Lesa meira

Tímabundið hlutastarf í liðveislu er laust til umsóknar

Starfsmaður aðstoðar blindan einstakling í nágrenni Varmahlíðar. Starfið felst m.a. í aðstoð við athafnir daglegs lífs og félagslegum stuðningi. Starfið hentar konum jafnt sem körlum.
Lesa meira

Heilbrigðiseftirlitinu heimilt að fjarlægja númerslausa bíla í slæmu ástandi af einkalóðum

Í frétt á vef Heilbrigðiseftirlits Norðurlands vestra segir að í nýjum úrskurði úskurðarnefndar umhverfis- og auðlindanefndar sem kveðinn var upp þann 3. október sl. komi skýrt fram að heilbrigðiseftirlitið hafi heimild til þess að fjarlægja númerslausa bíla af einkalóðum, á þeirri forsendu einni að um sé að ræða lýti á umhverfinu.
Lesa meira

Búsetuþjónusta við Fellstún 19b auglýsir eftir kvenkyns starfsmanni

Starfið felur í sér aðstoð við fatlaðan einstakling við athafnir daglegs lífs, umönnun, skipuleggja afþreyingu og erindi utan heimili. Nálægð við þjónustuþega er mikil. Önnur verkefni eru t.d. heimilisstörf, s.s. þvottar, þrif og matargerð. Starfsmaður fylgir þjónustuþega vegna ýmissa erinda utan heimilis.
Lesa meira

Sveitarstjórnarfundur 11. október

359. fundur sveitarstjórnar Sveitarfélagsins Skagafjarðar verður haldinn að Sæmundargötu 7a, 11. október 2017 og hefst kl. 16:15
Lesa meira

Atvinnupúlsinn í Skagafirði - fyrsti þáttur

Atvinnulífið í Skagafirði er afar fjölbreytt en það eru ekki allir sem hafa fengið tækifæri til innlits á hina fjölmörgu vinnustaði héraðsins. Sjónvarpsstöðin N4 vinnur nú að gerð 8 þátta um atvinnulífið í Skagafirði.
Lesa meira

Dagforeldrar á Sauðárkróki og nágrenni

Fjölskyldusvið Sveitarfélagsins Skagafjarðar leitar eftir samstarfi við aðila sem gætu hugsað sér að taka börn í daggæslu á einkaheimili á Sauðárkróki eða næsta nágrenni.
Lesa meira

Sundlaugin á Hofsósi lokuð föstudagsmorguninn 6. okt

Sundlaugin á Hofsósi verður lokuð föstudagsmorguninn 6. október vegna námskeiðs starfsmanna. Laugin opnar svo síðdegis og verður opin milli kl 17 og 20.
Lesa meira

Rakelarhátíð, suðrænt fjölskyldukvöld og menningarkvöld FNV

Um helgina verður ýmislegt um að vera í Skagafirði. Á föstudagskvöldinu verður menningarkvöld FNV, á laugardagskvöldinu suðrænt fjölskyldukvöld í sundlauginni á Hofsósi og Rakelarhátíðin í Höfðaborg á sunnudaginn.
Lesa meira

Atvinnupúlsinn í Skagafirði frumsýndur í kvöld

Sjónvarpsstöðin N4 vinnur nú að gerð átta þátta um atvinnulífið í Skagafirði, Atvinnupúlsinn í Skagafirði. Fyrsti þátturinn verður frumsýndur í kvöld, klukkan 20:30. Í þáttunum verður rætt við fólk sem þekkir vel til í atvinnulífinu, auk þess sem fyrirtæki og stofnanir verða heimsótt.
Lesa meira