Fréttir

Staða yfirhafnarvarðar er laus til umsóknar

Hafnarsjóður Skagafjarðar á og rekur tvær hafnir í Skagafirði, á Sauðárkróki og á Hofsósi. Yfirhafnarvörður er jafnframt verndarfulltrúi. Leitað er eftir einstaklingi með mikinn metnað og áhuga á að takast á við fjölbreytt og krefjandi starf í líflegu umhverfi.
Lesa meira

Fræðsludagur í Miðgarði

Í dag er fræðsludagur allra skólanna í Skagafirði og starfsfólk leikskóla, grunnskóla og tónlistarskóla héraðsins eru í Menningarhúsinu Miðgarði. Að þessu sinni er fræsðludagurinn helgaður lestri og læsi.
Lesa meira

Norræni skjaladagurinn

Næstkomandi laugardag þann 12. nóvember verður samkoma í Safnahúsi Skagfirðinga í tilefni Norræna skjaladagsins. Þennan dag kynna íslensku skjalasöfnin starfsemi sína og er yfirskrift dagsins „Til hnífs og skeiðar“ og tengist matvælum í víðum skilningi, þ.e. allt sem viðkemur matvælum, öflun fæðu, verkun, úrvinnslu, umsýslu og neyslu.
Lesa meira

Ævintýraóperan Baldursbrá

Það var líf og fjör hjá yngri nemendum grunnskólanna í Skagafirði í gær þegar ævintýraóperan Baldursbrá var sýnd þ.e. útdráttur úr verkinu. Verkið er eftir Gunnstein Ólafsson og Böðvar Guðmundsson og byggir tónlistin að hluta á íslenskum þjóðlögum, bæði rímum og þulum og einnig bregður fyrir rappi og fjörugum dansi.
Lesa meira

Útgáfuhátíð Skagfirðingabókar og fleiri viðburðir um helgina

Laugardaginn 5. nóvember næstkomandi fagnar Sögufélag Skagfirðinga útgáfu nýrrar Skagfirðingabókar en í ár eru 50 ár síðan hún kom út í fyrsta skipti. Samkoma verður af því tilefni á Mælifelli á Sauðárkróki kl 14-16. Á þessum 50 árum hafa birst rúmlega 380 greinar af skagfirsku efni á um það bil 7.400 blaðsíðum.
Lesa meira

Lesum með börnunum

Í tengslum við árlegan fræðsludag starfsmanna leik-, grunn- og tónlistarskóla Skagafjarðar þann 11. nóvember n.k., sem að þessu sinni er helgaður lestri og læsi, er boðað til funda með foreldrum barna í Skagafirði fimmtudaginn 10. nóvember.
Lesa meira

Lofthræddi örninn Örvar í Menningarhúsinu Miðgarði

Þjóðleikhúsið er á ferð um landið þessa dagana með barnasýningu sem nefnist Lofthræddi örninn Örvar. Í morgun fóru börn í skólahóp leikskólanna og 1. bekk grunnskólanna í Menningarhúsið Miðgarð og horfðu á sýninguna.
Lesa meira

Viltu vinna heima og annast börn?

Fjölskyldusvið Sveitarfélagsins Skagafjarðar leitar eftir samstarfi við aðila sem gætu hugsað sér að taka börn í daggæslu á einkaheimili á Sauðárkróki eða næsta nágrenni.
Lesa meira

Félagsþjónusta Norðurþings óskar eftir liðveitanda á Sauðárkróki

Félagsþjónusta Norðurþings óskar eftir liðveitanda fyrir ungmenni með fötlun sem býr á Sauðárkróki.
Lesa meira

Leiksýning fyrir 5-6 ára börn í boði Þjóðleikhússins

Nú á haustmánuðum hefur Þjóðleikhúsið lagt land undir fót og boðið 5-6 ára börnum víðs vegar um landið að njóta barnasýningar í boði leikhússins. Með þessu vill Þjóðleikhúsið leggja sitt af mörkum til að kynna börnum heim leikhússins, því leikhúsferðir geta veitt ungum sem öldnum mikla gleði, örvað þroska og eflt hæfileika til að takast á við lífið og tilfinningar okkar.
Lesa meira