Fréttir

Mælavæðing í þéttbýliskjörnum

Árið 2014 hófu Skagafjarðarveitur mælavæðingu í þéttbýliskjörnum sveitarfélagsins. Búið er að skipta út eldri mælum á Hofsósi og Hólum og unnið er að uppsetningu mæla í Varmahlíð. Á næstu vikum hefst uppsetningin á Sauðárkróki.
Lesa meira

Margt á döfinni í menningarlífinu í Skagafirði

Þótt sannkallaðri menningarveislu sé lokið með Sæluviku Skagfirðinga eru fjölmargir menningarviðburðir framundan í firðinum.
Lesa meira

Sæluvikulok

Í dag lýkur hinni árlegu lista- og menningarhátíð Skagfirðinga en í vikunni hafa verið í boði margir viðburðir og fjöldi manns sem hefur lagt hönd á plóginn til að gera Sæluvikuna sem fjölbreyttasta.
Lesa meira

Langur laugardagur

Það er óhætt að segja að laugardagurinn í Sæluviku sé langur því það er listinn yfir viðburði dagsins og því úr mörgu að velja. Frá morgunkaffi í Ljósheimum til trúbbakvölds á Kaffi-Krók.
Lesa meira

Frídagur verkamanna og afmæli Skagfirðingarsveitar

Í dag eru stéttarfélögin í Skagafirði með hátíðardagskrá í bóknámshúsi FNV og björgunarsveitin Skagfirðingasveit fagnar 50 ára afmæli með opnu húsi í Sveinsbúð. Þetta er aðeins brot af því sem í boði er þennan föstudaginn.
Lesa meira