Fréttir

Heitavatnslaust í neðri bænum á Króknum á sunnudaginn

Fram kemur á heimasíðu Skagafjarðarveitna að vegna viðgerðar á stofnæð þurfi að loka fyrir heita vatnið í neðri bænum sunnudaginn 19. apríl frá kl 8:00 Ekki verður heitavatnslaust í Hlíða- og Túnahverfi.
Lesa meira

SMT hátíð í Birkilundi

SMT hátíð var haldin nýlega í leikskólanum Birkilundi því skólinn er orðinn SMT sjálfstæður. Verið er að innleiða SMT skólafærni í leikskólum Skagafjarðar en hún felst í því að nota hrós og félagslega hvatningu til að styrkja jákvæða hegðun barnanna.
Lesa meira

Menntabúðir um tækni í skólastarfi

Það voru margir mættir í menntabúðir sem haldnar voru í Árskóla á Sauðárkróki síðastliðinn þriðjudag. Hægt var að velja á milli átta málstofa þar sem þátttakendum gafst kostur á að prófa, ræða og upplifa ýmsa tækni í kennslu.
Lesa meira

Sæluvika Skagfirðinga 2015 hefst 26. apríl

Sæluvika Skagfirðinga 2015 verður sett í Húsi frítímans, sunnudaginn 26. apríl nk. kl. 14. Í kjölfarið tekur við vikulöng dagskrá þar sem tugir menningartengdra viðburða verða haldnir vítt og breytt um héraðið.
Lesa meira

Leikskólinn Ársalir auglýsir sumarstörf

Leikskólinn Ársalir óskar eftir að ráða 5 starfsmenn til sumarafleysinga frá 1. júní - 14. ágúst 2014. Vakin er athygli á því að leikskólinn verður lokaður frá 20. júlí - 3. ágúst.
Lesa meira

Sæluvikudagskráin tilbúin

Nú líður senn að sæluviku Skagfirðinga en hún verður dagana 26. apríl til 3. maí. Dagskráin er klár og verður borin í hús í næstu viku.
Lesa meira

Vísnakeppni Safnahúss Skagfirðinga – Nú skal heimta hærri laun

Vísnakeppni Safnahúss Skagfirðinga hefur átt sinn fasta sess í aðdraganda Sæluviku Skagfirðinga og notið mikilla vinsælda í hartnær fjóra áratugi eða allt frá árinu 1976 er hún var haldin í fyrsta sinn. Magnús Bjarnason kennari á Sauðárkróki gaf hálfa milljón króna í sérstakan sjóð til að styrkja og styðja við bakið á lausavísnagerð og fyrir tilstyrk sjóðsins var keppnin haldin um langt árabil.
Lesa meira

Sumarstörf - málefni fatlaðra

Fjölskyldusvið Sveitarfélagsins Skagafjarðar auglýsir sumarstörf laus til umsóknar.
Lesa meira

Sumarstörf á Veitu- og framkvæmdasviði

Auglýst er eftir sumarstarfsfólki á Veitu- og framkvæmdasviði.
Lesa meira

Langferðabíll á viðureignir Hauka og Tindastóls og Skagafjarðar gegn Fljótsdalshéraði

Á morgun verður mikið um að vera í Hafnarfjarðarhreppi og nágrenni því þá eigast annars vegar við Haukar úr Hafnarfirði og Tindastóll í undanúrslitum Dominos-deildar karla í körfuknattleik, og hins vegar Skagafjörður og Fljótsdalshérað í undanúrslitum Útsvars, spurningakeppni sveitarfélaganna.
Lesa meira