Fréttir

Tvær tilnefningar til Foreldraverðlauna Heimilis og skóla

Heimili og skóli hefur tilnefnt tvö verkefni í skólum í Skagafirði til Foreldraverðlauna í ár, Vinaliðaverkefnið og bækling fyrir ferðamenn
Lesa meira

Fjölskyldusvið auglýsir eftir starfsfólki til lengri tíma og sumarafleysinga

Auglýst er eftir fólki til starfa við málefni fatlaðs fólks - búsetu, skammtímavistun og dagþjónustu til sumarafleysinga og einnig í frekari liðveislu 50% framtíðarstarf
Lesa meira

Dagforeldri óskast til starfa

Fjölskylduþjónusta Skagafjarðar auglýsir eftir dagforeldri til að taka að sér daggæslu barna á einkaheimili á Sauðárkróki eða næsta nágrenni.
Lesa meira

Velheppnuð sýning - Lífsins gæði og gleði

Um helgina var atvinnu- menningar- og mannlífssýningin Lífsins gæði og gleði haldin í íþróttahúsinu á Sauðárkróki. Óhætt er að segja að sýningin hafi heppnast vel og er áætlað að um fimm þúsund manns hafi heimsótt sýninguna báða dagana.
Lesa meira

Hrefna Gerður Björnsdóttir ráðin í stöðu mannauðsstjóra

Hrefna Gerður Björnsdóttir hefur verið ráðin í stöðu mannauðstjóra hjá Sveitarfélaginu Skagafirði. Alls sóttu 33 umsækjendur um starfið og þar af drógu sjö umsókn sína til baka. Hrefna Gerður lauk BA prófi í lögfræði árið 2007 og meistaraprófi í lögfræði árið 2010. Lokaritgerð hennar til ML prófs fjallaði um áminningar starfsmanna ríkisins, skv. 21.gr. laga nr. 70/1996. Hún hefur einnig lokið fjölmörgum námskeiðum hjá Félagsmálaskóla Alþýðu og frá Fræðslusetri Starfsmenntar m.a. samningar sveitarfélaga og SGS.
Lesa meira

Lífsins gæði og gleði í Skagafirði um helgina

Sunnudaginn 27. apríl verður Sæluvikan sett í íþróttahúsinu á Sauðárkróki á atvinnulífssýningunni Lífsins gæði og gleði. Margir fleiri viðburðir verða um helgina og því úr nógu að velja vilji menn gera sér glaðan dag.
Lesa meira

Forsælan að hefjast í Skagafirði

Næstkomandi sunnudag verður Sæluvika Skagfirðinga formlega sett á atvinnulífssýningunni, Lífsins gæði og gleði. En Skagfirðingar eru þekktir fyrir að kunna að skemmta sér og því er ýmislegt um að vera áður en hin formlega Sæluvika hefst.
Lesa meira

Leiðrétting á Sæluvikudagskrá

Þau leiðu mistök eru í auglýsingu fyrir dagskrána í Menningarhúsinu Miðgarði í Sæluvikudagskrá að sýning Möguleikhússins á Eldklerkinum, einleik um Jón Steingrímsson og Skaftárelda, er sögð verða miðvikudaginn 28. apríl. Hið rétta er að sýningin er á mánudegi, sem vissulega er 28. apríl.
Lesa meira

Umsækjendur um starf mannauðsstjóra

Alls sóttu 33 umsækjendur um starf mannauðsstjóra hjá sveitarfélaginu, þar af drógu sjö umsókn sína til baka. Hér að neðan er nafnalisti umsækjenda í starfrófsröð.
Lesa meira

Hraðatakmarkanir á Sauðárkróki

Þessa dagana er unnið að uppsetningu skilta vegna lækkunar hámarkshraða í íbúagötum á Sauðárkróki. Nokkrar umræður hafa verið um þessi mál á síðustu árum og á fjárhagsáætlun fyrir árið 2013 voru lagðar 3 milljónir í verkefnið. Verkið tafðist af ýmsum ástæðum en nú er uppsetning skilta langt komin og stefnt að því að hraðatakmarkanir taki gildi 1. maí nk.
Lesa meira