Hvatapeningar

Febrúar 2016

Öll börn í Sveitarfélaginu Skagafirði 6 - 18 ára ( fædd 1998-2010 ) eiga rétt á Hvatapeningum að upphæð 8.000 kr.

Hvatapeningum er ætlað að auka jöfnuð í samfélaginu, fjölbreytileika íþrótta-, lista- og tómstundastarfs og styrkja félagslegt umhverfi og hafa jákvæð áhrif á þroska barna og unglinga.

Hvatapeningana er hægt að nýta til að greiða niður æfinga- / þáttökugjöld í skipulögðu íþrótta-, lista- og æskulýðsstarfi. Réttur til Hvatapeninga fyrir árið 2016 fellur niður í árslok. Ónýttir Hvatapeningar nýtast ekki milli ára.

Íþrótta- og frístundamál - reglur um Hvatapeninga