Fara í efni

Skipulags- og byggingarnefnd

273. fundur 11. maí 2015 kl. 08:30 - 10:35 í Ráðhúsi, Skr.
Nefndarmenn
  • Viggó Jónsson formaður
  • Ásmundur Jósef Pálmason varaform.
  • Guðni Kristjánsson áheyrnarftr.
  • Hildur Þóra Magnúsdóttir ritari
Starfsmenn
  • Jón Örn Berndsen byggingarfulltrúi
  • Sigurður H. Ingvarsson starfsmaður byggingarfulltrúa
Fundargerð ritaði: Jón Örn Berndsen skipulags- og byggingarfulltrúi
Dagskrá

1.Gönguskarðsárvirkjun - Aðalskipulagssbreyting

Málsnúmer 1501261Vakta málsnúmer

Sveitarstjórn Sveitarfélagsins Skagafjarðar samþykkti 26. febrúar 2015 að auglýsa tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2009-2021 skv. 1. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 m.s.br. og umhverfisskýrslu, skv. 7. gr. laga um umhverfismat áætlana nr. 105/2006. Breytingin felst í skilgreiningu á nýju iðnaðarsvæði (I-3.3) undir fyrirhugað stöðvarhús og aðrennslislögn vegna endurbyggðar Gönguskarðsárvirkjunar, ofan við Sauðárkrók, sunnan Gönguskarðsár.
Þrjár umsagnir bárust á umsagnartíma , frá Umhverfisstofnun, Minjastofnun Íslands, Þór Hjaltalín minjaverði og frá Orkustofnun. Umsögn frá Fiskistofu barst 8 maí 2015. Umhverfisstofnun og Minjastofnun Íslands gera ekki athugasemd við þessa breytingu á Aðalskipulagi. Orkustofnun gerir ekki athugasemd við umræddar breytingar á aðalskipulagi, en bendir á að í því felist hvorki afstaða stofnunarinnar til Gönguskarðsár sem virkjanakosts né heldur til hagnýtingar vatns í því sambandi. Umsögn Orkustofnunar sé því af því tagi að ekki felist í henni vanhæfi stofnunarinnar til að taka afstöðu til umsóknar um virkjunarleyfi á grundvelli raforkulaga komi til þess. Fiskistofa bendir á að huga þurfi sérstaklega að áhrifum endurbyggingar virkjunarinnar á lífríki árinnar og fiskrækt áður en að framkvæmdum kemur. Fiskistofa gerir ekki aðrar athugasemdir við umræddar breytingar á aðalskipulagi, en bendir á að framkvæmd sem er nær veiðivatni en 100 m eru háðar leyfi Fiskistofu skv 33. Grein laga nr. 61/2006 um lax og silungsveiði.

Athugasemdir bárust frá :

1) Andrési Helgasyni eiganda Tungu í Gönguskörðum.

Í fyrsta lagi telur landeigandi að fyrirhugaðar breytingar og framkvæmdir Gönguskarðsár ehf. fari í bága við vatnsréttindi landeiganda og vitnar til 2. gr. vatnalaga nr. 15/1923.
Svar:
Jörðin Tunga stendur að öllu leyti hærra en þau mannvirki fyrirhugaðrar Gönguskarðsárvirkjunar sem tillögur að aðal- og deiliskipulagi lúta að. Landeigandi tilgreinir á engan hátt hvernig viðkomandi framkvæmdir geti hugsanlega skert umrædd réttindi hans. Ekki verður heldur séð að virkjunin geti haft neikvæð áhrif á rétt til vatnsnotkunar til heimilis- og búsþarfa, iðnaðar og iðju á jörðinni svo sem látið er liggja að undir þessum lið. Verður að hafna því að taka tillit til þessarar athugasemdar af framangreindum sökum.
Bent skal á að landeigandi á þess kost að gæta meints framangreinds réttar síns á grundvelli 3. mgr. 4. gr. raforkulaga nr. 65/2003, takist honum að sýna fram á það gagnvart Orkistofnun að hann eigi í raun réttindi sem fari forgörðum. Með vísan til þessa verður að telja að það sé ekki hlutverk skipulagsyfirvalda að skera úr um rétt aðila eða skyldu í þessum efnum.

Í öðru lagi telur landeigandi fyrirhugaðar breytingar og framkvæmdir Gönguskarðsár ehf. gangi hugsanlega gegn rétti landeiganda til hagnýtingar árinnar. Vitnar til 49. gr. vatnalaga nr. 15/1923 um orkunýtingarrétt landeiganda
Svar:
Um þennan lið gildir hið sama og á við um lið I; Annars vegar verður ekki séð hvernig lögmæt vatnsréttindi jarðarinnar, sem að öllu leyti stendur hærra en umræddar virkjunarmannvirki, geti skerst. Að því leyti sem það gæti gerst er það hins vegar Orkustofnunar að beina hugsanlegum ágreiningi virkjunaraðila og landeiganda í viðeigandi farveg til úrlausnar, en ekki skipulagsyfirvalda að fjalla þar um. Vísast sem fyrr til 4. gr. raforkulaga um þetta.

Í þriðja lagi telur landeigandi að með fyrirhuguðum breytingum og framkvæmdum sé skertur réttur hans til hagnýtingar á ánni og þá sé lífríki hennar ógnað. Landeigandi hafi um nokkurt skeið haft áhuga á því að kanna hagnýtingu árinnar, meðal annars með tilliti til fiskræktunar.
Svar:
Að því marki sem hér er fjallað um sömu atriði og gert er undir lið I og II verður að vísa til afstöðu sveitarfélagsins sem þar kemur fram. Vegna athugasemdar um að ekki sé nægjanlega fjallað um áhrif virkjunar á lífríki Gönguskarðsár verður að líta til þess að fyrirhugaðar breytingar á skipulagi leiða ekki til breytinga á hagnýtingu Gönguskarðsár frá því sem verið hefur undanfarna áratugi, þ.e. frá því áin var virkjuð og tekin í rekstur skömmu fyrir 1950. Áhrif af enduruppbyggingu virkjunarinnar á vatnafar árinnar eru, sem og áhrif á vatnalíf, nokkuð neikvæð. Með mótvægisaðgerðum sem einkum felast í að tryggja lágmarksrennsli í farvegi neðan stíflu er ekki líklegt að að framkvæmdin hafi umtalsverð umhverfisáhrif. Um möguleika til fiskiræktar og áhrif á dýralíf árinnar er fjallað í fyrirspurn um matsskyldu endurbyggingar Gönguskarðsárvirkjunar (Verkís 2015). Sú umfjöllun byggir m.a. á skýrslu Laxfiska ehf. um seiðarannsókn sem framkvæmd var 2014 og fulltrúi landeiganda Tungu hefur fengið sent eintak af þeirri skýrslu. Þar kemur fram að ekki er útilokað að nýta ána til fiskræktar þó virkjun verði aftur sett í gang.

Í fjórða lagi telur landeigandi að fyrirhugaðar breytingar og framkvæmdir geti lækkað verðmæti jarðarinnar Tungu í Gönguskörðum. Má þar einkum nefna að nýtingarréttindi jarðarinnar skerðast.
Svar:
Sé uppi ágreiningur um hugsanlega verðrýrnunar jarðarinnar vegna umræddrar framkvæmdar þá kemur til kasta Orkustofnunar að koma viðkomandi ágreiningi í úrlausnarfarveg, sbr. 4. gr. raforkulaga. Náist ekki saman með virkjunaraðila og eiganda viðkomandi réttinda er gert ráð fyrir eignarnámi þeirra. Um framkvæmd eignarnáms og fjárhæð eignarnámsbóta fer skv. almennum reglum. Felur það m.a. í sér að mælt yrði fyrir um bætur vegna hinnar meintu virðisrýrnunar sem eigandi jarðarinnar telur að hjótist af umræddri virkjun. Með vísan til þessa þá sýnist það ekki verkefni skipulagsyfirvalda að fjalla um hina meintu virðisrýrnun. Getur jarðareigandi gætt sinna hagsmuna hvað þetta varðar á síðari stigum, þ.e. áður en til veitingar virkjanaleyfis kæmi.

2) Þorbjörgu Ágústsdóttur fh. Fjáreigendafélags Sauðárkróks.
Bréfritari óttast að athafnasvæði fjárréttar á Nöfum verði skert og að ekki sé hægt að samþykkja jarðrask né varanlegar framkvæmdir sem hefta beitiland og aðgang að útivistar- og berjalandi.

Svar:
Varðandi athugasemd fjáreigendafélags þá eru framkvæmdaraðilarnir allir af vilja gerðir til að reyna að lágmarka óþægindin sem jarðraskinu við gröft og lagningu aðrennslispípu fylgir. Samráði þessara aðila verði komið á til að jarðraski við réttina verði utan helsta notkunartíma hennar. Þá verður gengið frá landi og rétt eftir framkvæmdir þannig að það verði sem næst fyrra horfi. Að framkvæmdum loknum verður aðrennslispípa virkjunarinnar niðurgrafin og á því ekki að takmarka aðgengi að svæðum nefndum í bréfi á neinn hátt.


Niðurstaða :
Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við sveitarstjórn að þessi tillaga að Aðalskipulagsbreytingu verði samþykkt og send Skipulagsstofnun sem birti staðfestingu í B-deild Stjórnartíðinda.

Tillagan er dagsett 23.01.2015 og er breyting á Aðalskipulagi Sveitarfélagsins Skagafjarðar staðfestu 25.05.2012. Tillagan ber heitið Gönguskarðsárvirkjun Aðrennslisgöng og nýtt stöðvarhús

2.Gönguskarðsárvirkjun - deiliskipulag

Málsnúmer 1501262Vakta málsnúmer

Sveitarstjórn Sveitarfélagsins Skagafjarðar samþykkti þann 25.02.2015 að auglýsa tillögu að deiliskipulagi Gönguskarðsárvirkjunar, aðrennslislagnar og nýs stöðvarhúss skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 m.s.br. og umhverfisskýrslu, skv. 7. gr. laga um umhverfismat áætlana nr. 105/2006. Deiliskipulagstillagan felur í sér gerð deiliskipulags þar sem fyrirhugað er að endurbyggja Gönguskarðsárvirkjun í Skagafirði, ofan við Sauðárkrók, þ.m.t. lagningu niðurgrafinnar aðrennslislagnar, byggingu stöðvarhúss og þrýstivatnsturns. Skipulagssvæðið er um 5 hektarar að stærð og liggur sunnan Gönguskarðsár innan þéttbýlismarka Sauðárkróks. Nýtt stöðvarhús verður staðsett við syðri bakka Gönguskarðsár, við gamla brú tæpum kílómetra ofan við ósa hennar þar sem hún rennur í sjó.
Athugasemdir bárust frá Andrési Helgasyni eiganda Tungu í Gönguskörðum og frá Þorbjörgu Ágústsdóttur fh. Fjáreigendafélags Sauðárkróks og eru þær sömu og bárust við Aðalskipulagstillöguna. Vísað er til svara skipulags- og byggingarnefndar við afgreiðslu Aðalskipulagstillögunnar.

Niðurstaða:
Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við sveitarstjórn að þessi tillaga að Deiliskipulagi verði samþykkt. Skipulags- og byggingarfulltrúa falið að annast gildistöku hennar. Deiliskipulagstillagan er dagsett 23.01.2015 og ber heitið Gönguskarðsárvirkjun, aðrennslisgöng og nýtt stöðvarhús

3.Deplar (146791) - Aðalskipulagsbreyting

Málsnúmer 1409178Vakta málsnúmer

Sveitarstjórn Sveitarfélagsins Skagafjarðar samþykkti 25.02.2015 að auglýsa tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2009-2021 skv. 1. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 m.s.br.
Breytingin felst í skilgreiningu á nýju verslunar og þjónustusvæði (V-1.3) á hluta lands jarðarinnar Depla. Athugasemd barst frá Sigurlínu Kristinsdóttur kt 130158-3669 varðandi heiti á landsvæðinu Stíflu. Í texta og á uppdrætti er talað um að landsvæðið heiti Stífludalur en frá upphafi landnáms mun landssvæðið hafa heitið Stífla. Sigurlínu þökkuð ábendingin, þetta hefur verið leiðrétt á uppdrætti.
Niðurstaða:
Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við sveitarstjórn að þessi tillaga að Aðalskipulagsbreytingu verði samþykkt og send Skipulagsstofnun sem birti staðfestingu í B-deild Stjórnartíðinda. Tillagan er dagsett 23.01.2015 og er breyting á Aðalskipulagi Sveitarfélagsins Skagafjarðar staðfestu 25.05.2012. Tillagan ber heitið Deplar í Fljótum. V-1.3 Landbúnaðarsvæði verður verslunar- og þjónustusvæði.

4.Deplar 146791 - Deiliskipulag

Málsnúmer 1409071Vakta málsnúmer

Sveitarstjórn Sveitarfélagsins Skagafjarðar samþykkti þann 25.02.2015 að auglýsa tillögu að deiliskipulagi Depla í Austur Fljótum skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 m.s.br. Deiliskipulagstillagan felur í sér gerð deiliskipulags þar sem fyrirhuguð er uppbygging jarðarinnar Depla með áherslu á ferðaþjónustu, veiði og gistiskála. Skipulagssvæðið tekur til hluta jarðarinnar og er um 9,3 hektarar að stærð. Heildar byggingarmagn verður um 3000 m2.
Athugasemd, ábendingar bárust frá:
1)Sigurlínu Kristinsdóttur kt 130158-3669 varðandi heiti á landsvæðinu Stíflu. Í texta og á uppdrætti er talað um að landsvæðið heiti Stífludalur en frá upphafi landnáms mun landssvæðið hafi svæðið heitið Stífla. Sigurlínu þökkuð ábendingin, þetta hefur verið leiðrétt á uppdrætti og í greinargerð.
2) Sigurlínu Kristinsdóttur kt 130158-3669 fh. Eigenda Depla 2 í Fljótum bendir á að hljóðmön við Bílastæði merkt P20 á uppdrætti mynda draga úr áreiti sem óhjákvæmilega verður af bílum dvalargesta.
Skipulags- og byggingarnefnd telur rétt að taka undir athugasemd varðandi netta jarðvegsmön við trjábeltið á milli aðkomuvegar og bílastæðis. Því er breytt í texta í kafla 2.4 á bls. 8 ásamt því að setja þessa viðbótarmön inn á sniðið. Einnig er bætt við á bls. 3 í greinargerðinni hverju var breytt eftir auglýsingar- og kynningartíma.

Niðurstaða:
Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við sveitarstjórn að þessi tillaga að Deiliskipulagi verði samþykkt með ofangreindum breytingum. Tillagan ber heitið Deplar-Deiliskipulag útgáfa 0.0 dagsett 3.11.2014 og breytt 5.5 2015. Breytingin varðar netta jarðvegsmön við trjábeltið á milli aðkomuvegar og bílastæðis sem bætt er við að ósk eigenda Depla 2. Skipulags- og byggingarfulltrúa falið að annast gildistöku hennar.

5.Gönguskarðsárvirkjun 143907 - Umsókn um framkvæmdaleyfi

Málsnúmer 1504277Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi Skipulagsstofnunar dagsett 27. apríl sl. þar sem stofnunin óskar umsagnar Sveitarfélagsins Skagafjarðar með vísan til 6. gr laga nr. 106/2000 um mat á umhverfisáhrifum og 11.gr. reglugerðar nr. 1123/2005 um mat á umhverfisáhrifum um það hvort og þá á hvaða forsendum fyrirhuguð endurbygging Gönguskarðsárvirkjunar sé háð mati á umhverfisáhrifum. Beiðninni fylgir, Mat á umhverfisáhrifum - Fyrirspurn um matsskyldu, unnið af Verkís hf. Verkfræðistofu.
Skipulags- og byggingarnefnd telur að nægileg grein sé gerð fyrir framkvæmd, umhverfi og umhverfisáhrifum. Þá sé framkvæmd í samræmi við skipulagsáætlanir. Mótvægiáhrifum og vöktun sé einnig gerð góð skil. Skipulags- og byggingarnefnd telur að teknu tilliti til mótvægisaðgerða að framkvæmdin sé ekki líkleg til að hafa umtalsverð umhverfisáhrif og þvi ekki háð mati á umhverfisáhrifum.

6.Skagafjarðarveitur hitaveita - Umsókn um framkvæmdaleyfi. Hitav í Fljótum.

Málsnúmer 1502245Vakta málsnúmer

Á 270. fundi nefndarinnar þann 18. mars sl. var erindið lagt fram til kynningar og eftirfarandi bókað. ?Skagafjarðarveitur hitaveita kt. 681212-0350, Borgarteigi 15, Sauðárkróki hafa óskað eftir leyfi til þess að leggja hitaveitulögn frá nýrri borholu við Langhús. Framkvæmdin felst í lagningu stofnlagnar hitaveitu frá framangreindri borholu til vesturs inn í Flókadal og að Móskógum, til norðurs að Haganesvík og til austurs að Hraunum og Þrasastöðum í austur Fljótum. Meðfylgjandi uppdrættir eru unnir á STOÐ ehf. Verkfræðistofu af Braga Þór Haraldssyni og eru þeir í verki númer 1020. Skipulags-og byggingarnefnd leggur til við sveitarstjórn Sveitarfélagsins Skagafjarðar að veita umbeðið framkvæmdaleyfi.

7.Helluland land B 212710 - Umsókn um landskipti

Málsnúmer 1504246Vakta málsnúmer

Andrés Geir Magnússon kt. 250572-4849 eigandi Hellulands lands B í Hegranesi í Skagafirði, landnr. 212710, sækir um leyfi til að skipta lóð út úr landinu. Framlagður hnitsettur yfirlits-og afstöðuuppdráttur gerður á Stoð ehf. Verkfræðistofu af Braga Þór Haraldssyni gerir grein fyrir umbeðinni lóðarstofnun. Uppdrátturinn er í verki númer 7173, nr. S01 í verki nr. 7173, dagsettur 20. apríl 2015. Erindið samþykkt.

8.Ánastaðir lóð 1 - Umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 1505045Vakta málsnúmer

Guðmundur S. Hjálmarsson kt. 30659-6219, fh. G. Hjálmarsson ehf. kt. 630196-3619 sem er eigandi Ánastaða lóð 1 (landnr. 223153) í Svartárdal, Skagafirði, óska eftir að fá samþykktan byggingarreit á landinu. Framlagður hnitsettur yfirlits- og afstöðuuppdráttur gerður á Stoð ehf. verkfræðistofu af Eyjólfi Þ. Þórarinssyni. Uppdrátturinn er í verki númer 770401, nr. S103, dagsettur 6. maí 2015. Erindið samþykkt.

9.Neðri-Ás 1 og 2 (146476) (146478) - (Ástunga) Umsókn um landskipti.

Málsnúmer 1505038Vakta málsnúmer

Erlingur Garðarsson kt. 100259-3979 og Svanbjörn Jón Garðarsson kt. 140350-2659, eigendur jarðanna Neðri-Ás 1 (landnr. 146476) og Neðri-Ás 2 (landnr. 146478) sækja um leyfi til að skipta út úr framangreindum jörðum óskiptu og sameiginlegu landi jarðanna sem nefnt er Ástunga. Einnig er sótt um skiptingu Ástungunnar í Ástungu og Ástungu 1 Framlagður yfirlits- og afstöðuuppdráttur gerður á Stoð ehf. verkfræðistofu af Braga Þór Haraldssyni gerir grein fyrir umbeðnum landskiptum. Uppdrátturinn er í verki númer 71592, nr. S04, dagsettur 24. apríl 2015. Erindið samþykkt.

10.Langhús lóð - Umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 1505024Vakta málsnúmer

Indriði Þór Einarsson kt. 110279-5749 fh. Skagafjarðarveitna hitaveitu kt. 681212-0350 óska eftir að fá samþykktan byggingarreit á lóðinni Langhús lóð sem verið er að stofna í landi jarðarinnar Langhús (146848). Framlagður hnitsettur yfirlits-og afstöðuuppdráttur gerður á Stoð ehf. Verkfræðistofu af Braga Þór Haraldssyni gerir grein fyrir umbeðnum byggingarreit. Uppdrátturinn er í verki númer 10202, nr S01, dagsettur 7. apríl 2015. Erindið samþykkt.

11.Molastaðir lóð 1 - Umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 1505025Vakta málsnúmer

Indriði Þór Einarsson kt. 110279-5749 fh. Skagafjarðarveitna hitaveitu kt. 681212-0350 óska eftir að fá samþykktan byggingarreit á lóðinni lóðina Molastaðir lóð 1 sem verið er að stofna í landi jarðarinnar Molastaðir (146862). Framlagður hnitsettur yfirlits-og afstöðuuppdráttur gerður á Stoð ehf. Verkfræðistofu af Braga Þór Haraldssyni gerir grein fyrir umbeðnum byggingarreit. Uppdrátturinn er í verki númer 10202, nr S02, dagsettur 7. apríl 2015. Erindið samþykkt.

Fundi slitið - kl. 10:35.