Fara í efni

Skipulags- og byggingarnefnd

272. fundur 06. maí 2015 kl. 08:30 - 10:04 í Ráðhúsi, Skr.
Nefndarmenn
  • Viggó Jónsson formaður
  • Ásmundur Jósef Pálmason varaform.
  • Hildur Þóra Magnúsdóttir ritari
  • Guðni Kristjánsson áheyrnarftr.
Starfsmenn
  • Jón Örn Berndsen byggingarfulltrúi
  • Sigurður H. Ingvarsson starfsmaður byggingarfulltrúa
Fundargerð ritaði: Jón Örn Berndsen skipulags- og byggingarfulltrúi
Dagskrá

1.Gönguskarðsárvirkjun - Aðalskipulagssbreyting

Málsnúmer 1501261Vakta málsnúmer

Sveitarstjórn Sveitarfélagsins Skagafjarðar samþykkti að auglýsa tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2009-2021 skv. 1. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 m.s.br. og umhverfisskýrslu, skv. 7. gr. laga um umhverfismat áætlana nr. 105/2006. Breytingin felst í skilgreiningu á nýju iðnaðarsvæði (I-3.3) undir fyrirhugað stöðvarhús nýrrar Gönguskarðsárvirkjunar, ofan við Sauðárkrók, sunnan Gönguskarðsár. Einnig er ný lega aðveitupípu og rafstrengs merkt inn á þéttbýlisuppdrátt, auk þess sem gömul lega aðveitustokks verður felld út. Breytingartillagan og umhverfisskýrsla var til sýnis í Ráðhúsi Sveitarfélagsins Skagafjarðar frá og með 10. mars 2015 til 29. apríl 2015. Tillagan var einnig til sýnis á heimasíðu Sveitarfélagsins Skagafjarðar.
Frestur til að skila athugasemdum eða ábendingum var til miðvikudagsins 29. apríl 2015.
Athugasemdir bárust frá Andrési Helgasyni eiganda Tungu í Gönguskörðum og frá Þorbjörgu Ágústsdóttur fh. Fjáreigendafélags Sauðárkróks.

2.Gönguskarðsárvirkjun - deiliskipulag

Málsnúmer 1501262Vakta málsnúmer

Sveitarstjórn Sveitarfélagsins Skagafjarðar samþykkti þann 25.02.2015 að auglýsa tillögu að deiliskipulagi Gönguskarðsárvirkjunar, aðrennslislagnar og nýs stöðvarhúss skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 m.s.br. og umhverfisskýrslu, skv. 7. gr. laga um umhverfismat áætlana nr. 105/2006. Deiliskipulagstillagan felur í sér gerð deiliskipulags þar sem fyrirhugað er að endurbyggja Gönguskarðsárvirkjun í Skagafirði, ofan við Sauðárkrók, þ.m.t. lagningu niðurgrafinnar aðrennslislagnar, byggingu stöðvarhúss og þrýstivatnsturns. Skipulagssvæðið er um 5 hektarar að stærð og liggur sunnan Gönguskarðsár innan þéttbýlismarka Sauðárkróks. Nýtt stöðvarhús verður staðsett við syðri bakka Gönguskarðsár, við gamla brú tæpum kílómetra ofan við ósa hennar þar sem hún rennur í sjó. Tillagan ásamt umhverfisskýrslu var til sýnis í Ráðhúsi Sveitarfélagsins Skagafjarðar frá 10. mars 2015 til 29. apríl 2015 og á heimasíðu Sveitarfélagsins Skagafjarðar. Frestur til að skila athugasemdum eða ábendingum var til miðvikudagsins 29. apríl 2015. Athugasemdir bárust frá Andrési Helgasyni eiganda Tungu í Gönguskörðum og frá Þorbjörgu Ágústsdóttur fh. Fjáreigendafélags Sauðárkróks.

3.Deplar (146791) - Aðalskipulagsbreyting

Málsnúmer 1409178Vakta málsnúmer

Sveitarstjórn Sveitarfélagsins Skagafjarðar samþykkti að auglýsa tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2009-2021 skv. 1. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 m.s.br.
Breytingin felst í skilgreiningu á nýju verslunar og þjónustusvæði (V-1.3) á hluta lands jarðarinnar Depla. Breytingartillagan var til sýnis í Ráðhúsi Sveitarfélagsins Skagafjarðar frá og með 10. mars 2015 til 29. apríl 2015 Tillagan var einnig til sýnis á heimasíðu Sveitarfélagsins Skagafjarðar. Frestur til að skila athugasemdum eða ábendingum var til miðvikudagsins 29. apríl 2015. Athugasemd barst frá Sigurlínu Kristinsdóttur kt 130158-3669.

4.Deplar 146791 - Deiliskipulag

Málsnúmer 1409071Vakta málsnúmer

Sveitarstjórn Sveitarfélagsins Skagafjarðar samþykkti þann 25.02.2015 að auglýsa tillögu að deiliskipulagi Depla í Austur Fljótum skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 m.s.br. Deiliskipulagstillagan felur í sér gerð deiliskipulags þar sem fyrirhuguð er að uppbygging jarðarinnar Depla með áherslu á ferðaþjónustu, veiði og gistiskála. Skipulagssvæðið tekur til hluta jarðarinnar og er um 9,3 hektarar að stærð. Heildar byggingarmagn verður um 3000 m2. Tillagan var til sýnis í Ráðhúsi Sveitarfélagsins Skagafjarðar frá 10. mars 2015 til 29. apríl 2015 og á heimasíðu Sveitarfélagsins Skagafjarðar. Frestur til að skila athugasemdum eða ábendingum var til miðvikudagsins 29. apríl 2015. Athugasemdir bárust frá Sigurlínu Kristinsdóttur kt 130158-3669 og frá Sigurlínu Kristinsdóttur kt 130158-3669 fh. Eigenda Depla 2 í Fljótum.

5.Langhús 146848 - Umsókn um stofnun lóðar

Málsnúmer 1504253Vakta málsnúmer

Þorlákur Magnús Sigurbjörnsson kt. 020173-3789 og Arnþrúður Heimisdóttir kt. 060971-3909 eigendur jarðarinnar Langhúsa í Fljótum sækja um leyfi til þess að stofna lóðina Langhús lóð úr landi jarðarinnar. Framlagður hnitsettur yfirlits-og afstöðuuppdráttur gerður á Stoð ehf. Verkfræðistofu af Braga Þór Haraldssyni gerir grein fyrir umbeðinni lóðarstofnun. Uppdrátturinn er í verki númer 10202, nr S01, dagsettur 7. apríl 2015. Einnig er sótt um að lóðin verði leyst úr landbúnaðarnotum. Fram kemur í umsókn að öll hlunnindi jarðarinnar munu áfram tilheyra jörðinni Langhúsum og að lögbýlaréttur fylgi áfram landnúmerinu 146848. Erindið samþykkt.

6.Molastaðir 146862 - Umsókn um stofnun lóðar

Málsnúmer 1504255Vakta málsnúmer

Halldór Gunnar Hálfdánarson kt. 210374-5159 og María Þórunn Númadóttir kt. 111176-4189 eigendur jarðarinnar Molastaðir í Austur Fljótum sækja um leyfi til þess að stofna lóðina Molastaðir lóð 1 úr landi jarðarinnar. Framlagður hnitsettur yfirlits-og afstöðuuppdráttur gerður á Stoð ehf. Verkfræðistofu af Braga Þór Haraldssyni gerir grein fyrir umbeðinni lóðarstofnun. Uppdrátturinn er í verki númer 10202, nr S02, dagsettur 7. apríl 2015. Einnig er sótt um að lóðin verði leyst úr landbúnaðarnotum. Fram kemur í umsókn að öll hlunnindi jarðarinnar munu áfram tilheyra jörðinni Molastaðir og að lögbýlaréttur fylgi áfram landnúmerinu 146862. Erindið samþykkt.

7.Marbæli 146058 - Umsókn um landskipti.

Málsnúmer 1504085Vakta málsnúmer

Ragnheiður Guðmundsdóttir kt. 161248-2319 sækir fh. Marbælis ehf. kt. 700402-5840 um leyfi til þess að stofna lóðina Marbæli lóð úr landi jarðarinnar. Framlagður hnitsettur yfirlits- og afstöðuuppdráttur gerður á Stoð ehf. verkfræðistofu af Atla Gunnari Arnórssyni gerir grein fyrir umbeðinni lóðarstofnun. Uppdrátturinn er í verki númer 7583, nr S10, dagsettur 8. apríl 2015. Einnig er sótt um að lóðin verði leyst úr landbúnaðarnotum. Fram kemur í umsókn að lögbýlaréttur fylgi áfram landnúmerinu 146058. Innan lóðarinnar sem verið er að stofna stendur Íbúðarhús með fastanúmer 214-0598. Einnig skrifa undir erindið Árni Sigurðsson kt. 140444-2359 og Ragnheiður Guðmundsdóttir kt. 161248-2319 eigendur að framangreindu íbúðarhúsi. Erindið samþykkt.

8.Geldingaholt 146028 - Umsókn um landskipti

Málsnúmer 1504150Vakta málsnúmer

Sigurjón Tobiasson kt. 081244-5969, Jóhann Gunnlaugsson kt. 110481-5439 og Eva Dögg Bergþórsdóttir kt. 280685-2679, eigendur jarðarinnar Geldingaholts í Skagafirði landnúmer 146028, sækja um leyfi til þess að skipta jörðinni. Framlagðir hnitsettir yfirlits-og afstöðuuppdrættir gerður á Stoð ehf. verkfræðistofu af Atla Gunnari Arnórssyni gera grein fyrir umbeðinni lóðarstofnun. Uppdrættir er í verki númer 71622, nr S-101 og S-102, dagsettir 30. mars 2015. Skiptin eru gerð með því að stofna tvær landspildur út úr landi Geldingaholts (146028), sem fá heitin Geldingaholt, land 1 og Geldingaholt, land 2. Lögbýlaréttur Geldingaholts (146028) mun áfram tilheyra því landnúmeri eftir landskiptin. Geldingaholtseyjar verða áfram óskiptar, sameiginlegt land jarðanna Geldingaholt (146028) og Geldingaholt II (146030). Erindið samþykkt.

9.Neðri-Ás 1 og 2 (146476) (146478) - Umsókn um staðfestingu landamerkja

Málsnúmer 1505012Vakta málsnúmer

Erlingur Garðarsson kt. 100259-3979 eigandi jarðarinnar Neðri-Ás 1, landnúmer 146476 og Svanbjörn Jón Garðarsson kt. 140350-2659 eigandi jarðarinnar Neðri-Ás 2, landnúmer 146478 óska eftir staðfestingu skipulagyfirvalda á landamerkjum jarðanna ásamt staðfestingu merkja á óskiptu og sameiginlegu landi jarðanna sem liggur vestan Siglufjarðarvegar og nefnt er Ástunga. Framlagður hnitsettur yfirlits-og afstöðuuppdráttur gerður á Stoð ehf. verk¬fræðistofu af Braga Þór Haraldssyni. Uppdráttur er í verki númer 71592, nr S03, dagsettur 24. apríl 2015. Erindið samþykkt.

10.Steintún 146234 - Umsókn um leyfi til skógræktar.

Málsnúmer 1503038Vakta málsnúmer

Málið áður á dagskrá nefndarinnar 18. mars sl., þá bókað. ?Norðurlandsskógar, Valgerður Jónsdóttir framkvæmdastjóri, fh. eigenda lögbýlisins Steintúns, landnúmer 146234, í Skagafirði sækir um leyfi til nytjaskógræktar á 25,7 ha. svæði í landi jarðarinnar. Framlögð gögn dagsett 3. mars 2015, móttekin af skipulags- og byggingarfulltrúa 5. mars sl. Skipulags-og byggingarnefnd frestar afgreiðslu málsins og óskar eftir að umsækjandi skili inn hnitsettum uppdrætti sem sýnir umrætt svæði og aðliggjandi landamerki.? Umbeðin gögn hafa borist. Erindið samþykkt.

11.Þröm 176749 - Umsókn um leyfi til skógræktar.

Málsnúmer 1502168Vakta málsnúmer

Málið áður á dagskrá nefndarinnar 18. mars sl., þá bókað. ?Norðurlandsskógar, Valgerður Jónsdóttir framkvæmdastjóri, fh. eigenda eyðibýlisins Þramar, landnúmer 176749, langholti í Skagafirði sækir um leyfi til nytjaskógræktar á 38,6 ha. svæði í landi jarðarinnar. Framlögð gögn dagsett 18. febrúar 2015 móttekin af skipulags- og byggingarfulltrúa 19. febrúar sl. Skipulags-og byggingarnefnd frestar afgreiðslu málsins og óskar eftir að umsækjandi skili inn hnitsettum uppdrætti sem sýnir umrætt svæði og aðliggjandi landamerki? .? Umbeðin gögn hafa borist. Erindið samþykkt.

12.Laugardalur 146194 - Umsókn um leyfi til skógræktar

Málsnúmer 1503174Vakta málsnúmer

Málið áður á dagskrá nefndarinnar 27. mars sl., þá bókað?Norðurlandsskógar, Valgerður Jónsdóttir framkvæmdastjóri, Norðurlandsskóga sækir um leyfi til nytjaskógræktar á 22,5 ha. svæði í landi jarðarinnar Laugardals. Framlögð gögn dagsett 18. mars 2015. Fyrir liggur samningur um þáttöku í nytjaskógrækt milli Norðurlandsskóga kt. 420500-3510 og B. Pálssonar ehf. kt. 610105-1060 sem er eigandi jarðarinnar Laugardals. Erindinu frestað til næsta fundar.? Fyrir liggur breyttur uppdráttur. Erindið samþykkt.

13.Brautartunga land A - Umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 1504245Vakta málsnúmer

Evelyn Ýr Kuhne kt. 050373-2239 og Sveinn Guðmundsson kt. 250749-2959 eigendur Brautartungu lands A, landnúmer 220726, Tungusveit Skagafirði, óska eftir að fá samþykktan byggingarreit á landinu. Þar er fyrirhugað að reisa hlaðna torfrétt ásamt torfhúsum, hesthús og skemmu sem notuð verða sem sýningarhús fyrir ferðamenn. Framlagður yfirlits- og afstöðuuppdráttur gerður á Stoð ehf. verkfræðistofu af Braga Þór Haraldssyni. Uppdrátturinn er í verki númer 7207, nr. S04, dagsettur 24. apríl 2015. Skipulags-og byggingarfulltrúa falið að afgreiða málið að fenginni umsögn minjavarðar.

14.Smáragrund 14 - Umsókn um framkvæmdarleyfi.

Málsnúmer 1504165Vakta málsnúmer

Baldvin Kristjánsson kt. 220444-3929 Smáragrund 14 óskar heimildar Skipulags- og byggingarnefndar til að breikka innkeyrslu að húsinu Smáragrund 14 um 3 m til suðurs, í samræmi við það sem fram kemur á afstöðumynd sem fylgir umsókn. Erindið samþykkt.

15.Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 04

Málsnúmer 1503020FVakta málsnúmer

Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa, 4. fundur, haldinn 26. mars 2015 lagður fram til kynningar.

16.Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 5

Málsnúmer 1504011FVakta málsnúmer

Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa,5. fundur, haldinn 22. apríl 2015 lagður fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 10:04.