Fara í efni

Skipulags- og byggingarnefnd

270. fundur 18. mars 2015 kl. 08:30 - 09:33 í Ráðhúsi, Skr.
Nefndarmenn
  • Viggó Jónsson formaður
  • Ásmundur Jósef Pálmason varaform.
  • Guðni Kristjánsson áheyrnarftr.
  • Hildur Þóra Magnúsdóttir ritari
Starfsmenn
  • Jón Örn Berndsen byggingarfulltrúi
  • Sigurður H. Ingvarsson starfsmaður byggingarfulltrúa
Fundargerð ritaði: Jón Örn Berndsen skipulags- og byggingarfulltrúi
Dagskrá

1.Skagafjarðarveitur hitaveita - Umsókn um framkvæmdaleyfi. Hitav í Fljótum.

Málsnúmer 1502245Vakta málsnúmer

Skagafjarðarveitur hitaveita kt. 681212-0350, Borgarteigi 15, Sauðárkróki hafa óskað eftir leyfi til þess að leggja hitaveitulögn frá nýrri borholu við Langhús. Framkvæmdin felst í lagningu stofnlagnar hitaveitu frá framangreindri borholu til vesturs inn í Flókadal og að Móskógum, til norðurs að Haganesvík og til austurs að Hraunum og Þrasastöðum í austur Fljótum. Meðfylgjandi uppdrættir eru unnir á STOÐ ehf. Verkfræðistofu af Braga Þór Haraldssyni og eru þeir í verki númer 1020, Vegna afgreiðslu á framkvæmdaleyfisumsókn hefur verið óskað eftir umsögnum hlutaðeigandi umsagnaraðila.

2.Glaumbær - deiliskipulag

Málsnúmer 1310208Vakta málsnúmer

Fyrir fundinum liggja vinnudrög - deiliskipulag- unnin af Hjörleifi Stefánssyni arkitekt dagsett 20. febrúar 2015. Skipulagsmörkin samþykkt eins og þau eru á tillögudrögunum. Ákveðið að vinna málið áfram.

3.Freyjugata - Fyrirspurn um byggingarleyfi

Málsnúmer 1503030Vakta málsnúmer

Fasteignafélagið Ámundakinn ehf á Blönduósi sækir um lóð fyrir nýbyggingu á sk. Freyjugötureit austan Freyjugötu með aðkomu frá Knarrarstíg. Áform félagsins er að byggja um 1000 m2 skrifstofuhús á einni hæð. Meðfylgjandi erindinu eru gögn sem gera grein fyrir byggingaráformunum. Samþykkt að óska eftir fundi með umsækjanda.

4.Skógargata 1 - Umsókn um lóð

Málsnúmer 1503090Vakta málsnúmer

Fyrir liggur umsókn frá Knúti Aadnegard eiganda Skógargötu 1 um lóðarstækkun til suðurs. Samþykkt að óska eftir fundi með umsækjanda.

5.Þröm 176749 - Umsókn um leyfi til skógræktar.

Málsnúmer 1502168Vakta málsnúmer

Norðurlandsskógar, Valgerður Jónsdóttir framkvæmdastjóri, fh. eigenda eyðibýlisins Þramar, landnúmer 176749, á Langholti í Skagafirði sækir um leyfi til nytjaskógræktar á 38,6 ha. svæði í landi jarðarinnar. Framlögð gögn dagsett 18. febrúar 2015 móttekin af skipulags- og byggingarfulltrúa 19. febrúar sl. Skipulags-og byggingarnefnd frestar afgreiðslu málsins og óskar eftir að umsækjandi skili inn hnitsettum uppdrætti sem sýnir umrætt svæði og aðliggjandi landamerki

6.Steintún 146234 - Umsókn um leyfi til skógræktar að Steintúni

Málsnúmer 1503038Vakta málsnúmer

Norðurlandsskógar, Valgerður Jónsdóttir framkvæmdastjóri, fh. eigenda lögbýlisins Steintúns, landnúmer 146234, í Skagafirði sækir um leyfi til nytjaskógræktar á 25,7 ha. svæði í landi jarðarinnar. Framlögð gögn dagsett 3. mars 2015, móttekin af skipulags- og byggingarfulltrúa 5. mars sl. Skipulags-og byggingarnefnd frestar afgreiðslu málsins og óskar eftir að umsækjandi skili inn hnitsettum uppdrætti sem sýnir umrætt svæði og aðliggjandi landamerki.

7.Vindheimar 146249 - Umsókn um landskipti

Málsnúmer 1503089Vakta málsnúmer

Sigmundur Magnússon kt. 270232-3379 eigandi jarðarinnar Vindheima í Skagafirði, landnr. 146249, sækir um heimild til að skipta 2500,0 m² lóð 1 úr landi jarðarinnar. Framlagður hnitsettur yfirlits-og afstöðuuppdráttur gerður á Stoð ehf. verk¬fræðistofu af Eyjólfi Þórarinssyni. Númer uppdráttar er S-101 í verki nr. 725150, dagsettur 25. nóvember 2014. Lögbýlaréttur mun áfram tilheyra landnúmeri 146249. Erindið samþykkt eins og það er fyrir lagt.

8.Ánastaðir 146144 - Umsókn um landskipti.

Málsnúmer 1503088Vakta málsnúmer

Undirritaður þinglýstur eigandi jarðarinnar Ánastaða landnr. 146144, Svartárdal í Skagafirði, sækir um heimild til að skipta 12100 m² lóð 1 úr landi jarðarinnar. Framlagður hnitsettur yfirlits-og afstöðuuppdráttur gerður á Stoð ehf. verkfræðistofu af Eyjólfi Þórarinssyni. Númer uppdráttar er S102 í verki nr. 770401, dagsettur 13. júlí 2014. Lögbýlaréttur mun áfram tilheyra landnúmeri 146144. Erindið samþykkt eins og það er fyrir lagt.

9.Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 2

Málsnúmer 1502010FVakta málsnúmer

Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa. 2. fundur, 25. febrúar 2015 lagður fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 09:33.