Fara í efni

Skipulags- og byggingarnefnd

269. fundur 11. febrúar 2015 kl. 08:30 - 09:50 í Ráðhúsi, Skr.
Nefndarmenn
  • Viggó Jónsson formaður
  • Ásmundur Jósef Pálmason varaform.
  • Guðni Kristjánsson áheyrnarftr.
  • Hildur Þóra Magnúsdóttir ritari
Starfsmenn
  • Jón Örn Berndsen byggingarfulltrúi
  • Sigurður H. Ingvarsson starfsmaður byggingarfulltrúa
Fundargerð ritaði: Jón Örn Berndsen skipulags- og byggingarfulltrúi
Dagskrá

1.Gönguskarðsárvirkjun - Aðalskipulagssbreyting

Málsnúmer 1501261Vakta málsnúmer

Lögð er fram breytingartillaga við Aðalskipulag Skagafjarðar 2009-2021 vegna fyrirhugaðrar endurgerðar Gönguskarðsárvirkjunar . Breytingartillagan sem dagsett er 23. janúar 2015 er unnin af Verkís hf. verkfræðistofu.
Í samræmi 2. mgr. 30. gr. Skipulagslaga var tillagan forsendur hennar og umhverfisskýrsla kynnt íbúum sveitarfélagsins og öðrum hagsmunaaðilum með auglýsingu 29. janúar sl.. Skipulagsgögnin voru aðgengileg á heimasíðu Sveitarfélagsins. Auglýstur kynningartími var til 6. febrúar sl. Einnig var tillagan kynnt sveitarstjórnum aðliggjandi sveitarfélaga.
Fyrir liggja ítrekaðar skriflegar athugasemdir frá eigendum jarðarinnar Skarðs og munnlegar athugasemdir frá eigendum jarðarinnar Tungu. Athugasemdir landeigenda varða lífríki árinnar og að fyrirhuguð endurbygging Gönguskarðsárvirkjunum kunni að koma í veg fyrir áform um að rækta upp fiskistofna árinnar. Eigendur Skarðs telja að heimild RARIK til að ráðstafa vatnsréttundum fyrir landi Skarða hæpna. Þá kemur fram í andmælum eigenda Skarðs að þeir hafi áhyggjur af umhverfis- og öryggissjónarmiðum vegna framkvæmdarinnar.
Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við sveitarstjórn að tillagan verði í samræmi við 3. mgr. 30 gr. Skipulagslaga 123/2010 send Skipulagsstofnun til athugunar og að tillagan verði auglýst óbreytt samkvæmt 31. grein Skipulagslaga 123/2010 að fenginni umsögn Skipulagsstofnunar.

2.Gönguskarðsárvirkjun - deiliskipulag

Málsnúmer 1501262Vakta málsnúmer

Lögð er fram deiliskipulagstillaga vegna endurgerðar Gönguskarðsárvirkjunar. Greinargerð og umhverfisskýsla dagsett 23.01.2015 ásamt deiliskipulagstillögu unnið af Verkís hf. verkfræðistofu. Í samræmi 3. mgr. 40. gr. Skipulagslaga var tillagan, forsendur hennar og umhverfisskýrsla kynnt íbúum sveitarfélagsins og öðrum hagsmunaaðilum með auglýsingu 29. janúar sl. Skipulagsgögnin voru aðgengileg á heimasíðu Sveitarfélagsins. Auglýstur kynningartími var til 6. febrúar sl. Einnig var tillagan kynnt sveitarstjórnum aðliggjandi sveitarfélaga. Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við sveitarstjórn að deiliskipulagstillagan verði auglýst óbreytt samhliða breytingu á Aðalskipulagi.

3.Deplar (146791) - Aðalskipulagsbreyting

Málsnúmer 1409178Vakta málsnúmer

Lögð er fram til samþykktar breytingartillaga við Aðalskipulag Skagafjarðar 2009-2021 vegna Depla í Austur Fljótum. Breytingartillagan sem dagsett er 23.01.2014 er unnin hjá Stoð ehf verkfræðistofu af Eyjólfi Þór Þórarinssyni. Tillagan fellur ekki undir lög nr. 106/2000 um umhverfismat áætlana, þar sem hún markar ekki stefnu um framkvæmdir sem háðar eru lögum nr. 106/2000 um mat á umhverfisáhrifum.
Á gildandi sveitarfélagsuppdrætti sem staðfestur er af umhverfisráðherra 25. maí 2012 er galli í afmörkun landbúnaðarsvæða og svæða N-1.8 og VV-3 vestan Ólafsfjarðarvegar, sunnan Skeiðsfossvirkjunar. Mörk svæðanna eru sýnd að Ólafsfjarðarvegi, en eiga að fylgja hæðarlínu 200 m.y.s. samkvæmt ákvæðum gildandi greinargerðar.
Mörk landbúnaðarsvæðis og svæðis N-1.8 á náttúruminjaskrá ásamt vatnsverndarsvæðis VV-3 eru leiðrétt á sveitarfélagsuppdrætti. Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir að leiðrétta ofantalin svæðamörk, á sveitarfélagsuppdrætti sem sýnir breytingu skipulags.
Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við sveitarstjórn að tillagan verði í samræmi við 3 mgr. 30 gr. Skipulagslaga send Skipulagsstofnun til athugunar og að tillagan verði auglýst óbreytt samkvæmt 31 grein Skipulagslaga 123/2010 að fenginni umsögn Skipulagsstofnunar.

4.Deplar 146791 - Deiliskipulag

Málsnúmer 1409071Vakta málsnúmer

Lögð er fram til samþykktar deiliskipulagstillaga vegna Depla. Greinargerð með skipulags- og byggingarskilmálum ásamt deiliskipulagstillögu. Deiliskipulagstillaga og greinargerð unnin hjá Landslag ehf landslagsarkitektum. Tillaga og greinargerð dagsett 03.11.2014.
Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir að leggja til við Sveitarstjórn að auglýsa deiliskipulagstillöguna skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 samhliða tillögu að breytingu á Aðalskipulagi.

5.Kynning: Tillaga að Landsskipulagsstefnu 2015-2026 til kynningar

Málsnúmer 1412217Vakta málsnúmer

Skipulagsstofnun ber samkvæmt skipulagslögum að hafa hliðsjón af aðalskipulagsáætlunum sveitarfélaga við gerð landsskipulagsstefnu. Skipulags- og byggingarnefnd telur nauðsynlegt að Landsskipulagsstefnan beri þess skýrar merki. Nauðsynlegt er að gera skýrari greinarmun í skjalinu á stefnumarkandi tillögum, sem geta haft áhrif við staðfestingu aðalskipulagsáætlana sveitarfélaga, og tillögum sem fela í sér almenn leiðarljós fyrir sveitarfélögin um verklag við skipulagsgerð. Ljóst er að mikill meirihluti tillagna í skjalinu fellur í síðarnefnda hópinn.
Tillaga er um að ráðherra skipi samráðshóp til að leysa úr ágreiningsmálum um legu samgöngu- og veitumannvirkja. Við skipan í slíkan samráðshóp er nauðsynlegt að gæta þess að sjónarmið sveitarfélaganna verði ekki fyrir borð borin og jafnræðis verði gætt við skipan í slíkan samráðshóp.

6.Steinstaðir lóð 146230 - Lynghagi og Messuklöpp - Umsókn um endurnýjun lóðarleigusamnings.

Málsnúmer 1408022Vakta málsnúmer

Fyrir liggur umsókn frá eigendum sumarhúsanna Messuklöpp og Lynghaga í landi Steinstaða um framlengingu á lóðarleigusamningi. Einnig óska lóðarhafar eftir stækkun á lóðinni og óska jafnframt eftir að skipta lóðinni upp í tvær séreignir. Gildandi lóðarleigusamningur er til 25 ára og rennur út 21.maí 2015. Lóðin ber heitið Steinstaðir lóð, landnúmer 146230. Lóðin er afgirt 25.319 m2 að, flatarmáli og umbeðin stækkun er 9.423 m2. Skipulags og byggingarnefnd fellst ekki á umbeðna stækkun lóðarinnar en samþykkir að framlengja leigu á lóðinni til næstu 25 ára. Gerður verði nýr lóðarleigusamningur við viðkomandi og lóðinni skipt upp í tvær eignir í samráði við lóðarhafa. Varðandi gjaldtöku vísar nefndin erindinu til Byggðarráðs.

7.Kleifatún 8 - Beiðni um lóðarstækkun

Málsnúmer 1501115Vakta málsnúmer

Málið áður á dagskrá nefndarinnar 21. janúar sl. þar sem m.a. eftirfarandi var bókað. ?Skipulags- og byggingarnefnd óskar eftir nánari upplýsingum frá umsækjanda um erindið og frestar afgreiðslu.? Í dag liggja fyrir gögn sem gera grein fyrir umbeðinni lóðarstækkun ásamt fyrirhuguðum breytingum á samþykktum aðaluppdráttum. Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir umbeðna lóðarstækkun og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að ganga frá lóðarleigusamningi.

8.Bakkaflöt 146198 - Umsókn um landskipti

Málsnúmer 1502033Vakta málsnúmer

Sigurður Friðriksson kt. 010449-2279, eigandi Bakkaflatar í Skagafirði, landnr. 146198, sækir um heimild til að skipta 9510,0 m² lóð úr landi jarðarinnar ásamt því að fá samþykktan byggingarreit fyrir íbúðarhús á lóðinni. Framlagður hnitsettur yfirlits- og afstöðuuppdráttur gerður á Stoð ehf. verk-fræðistofu af Eyjólfi Þórarinssyni. Númer uppdráttar er S-102 í verki nr. 734622, og er hann dagsettur 15. desember 2014. Lögbýlaréttur mun áfram tilheyra landnúmeri 146198. Skipulags-og byggingarnefnd samþykkir umbeðin landskipti og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að afgreiða byggingarreitinn að fengmun umsögnum hlutaðeigandi.

9.Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 1

Málsnúmer 1502009FVakta málsnúmer

Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa. 1. fundur 23.janúar 2015 lagður fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 09:50.