Fara í efni

Skipulags- og byggingarnefnd

263. fundur 15. október 2014 kl. 08:15 - 10:00 í Ráðhúsi, Skr.
Nefndarmenn
  • Viggó Jónsson formaður
  • Ásmundur Jósef Pálmason varaform.
  • Hildur Þóra Magnúsdóttir ritari
  • Hanna Þrúður Þórðardóttir varam. áheyrnarftr.
Starfsmenn
  • Jón Örn Berndsen byggingarfulltrúi
  • Sigurður H. Ingvarsson starfsmaður byggingarfulltrúa
Fundargerð ritaði: Jón Örn Berndsen skipulags- og byggingarfulltrúi
Dagskrá

1.Gönguskarðsárvirkjun 143907 - Fyrirspurn um framkvæmdaleyfi og deiliskipulag

Málsnúmer 1310348Vakta málsnúmer

Endurgerð Gönguskarðsárvirkjunar. Málið áður á dagskrá 251, 257 og 258 fundum nefndarinnar.
Vegna fyrirhugaðrar endurgerðar Gönguskarðsárvirkjunar liggur fyrir fundinum verkefnislýsing skipulagsgerðar og umhverfismats vegna breytinga á Aðalskipulagi Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2009-2021.
Verkefnislýsingin er í samræmi við kröfu 1. mgr. 30. gr skipulagslaga nr. 123/2010 og 2. mgr. laga nr 105/2006 um umhverfismat áætlana. Verkefnislýsingin er forsenda aðalskipulagsbreytingarinnar og deiliskipulagsgerðarinnar. Verkefnislýsingin er unnin hjá Verkís verkfræðistofu dagsett í september 2014.
Einnig liggur fyrir vegna deiliskipulags matslýsing vegna umhverfismats áætlana. Matslýsingin er unnin hjá Verkís verkfræðistofu dagsett í september 2014.
Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir framangreindar verkefnis- og matslýsingar.

2.Umsókn um framkvæmdaleyfi - Hraunsnáma 776 0901

Málsnúmer 1410099Vakta málsnúmer

Gunnar H. Guðmundsson svæðisstjóri norðursvæði sækir fyrir hönd Vegagerðarinnar um framkvæmdaleyfi til efnistöku úr Hraunsnámu í Fljótum. Áætluð efnistaka er um 2.500 m³ og er efnið ætlað til nota í Almenningum í Fljótum. Náman er í aðalskipulagi nr. 776 0901, ófrágengin. Fylgjandi umsókn eru gögn sem gera grein fyrir efnistökusvæðinu. Fram kemur í umsókn að búið sé að semja við landeiganda vegna efnistökunnar. Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir erindið.

3.Víðigrund 13 - Umsókn um breikkun innkeyrslu.

Málsnúmer 1409167Vakta málsnúmer

Jóhann Ingólfsson kt. 240957-3539 sækir fyrir hönd eigenda um að fá að breikka innkeyrslu að lóðinni númer 13 við Víðigrund. Sótt er um breikkun til norðurs um allt að 5,5 metra. Meðfylgjandi gögn gera grein fyrir umbeðnum framkvæmdum. Fyrir liggur umsögn veitu- og framkvæmdasviðs. Samþykkt stækkun á innkeyrslu að norðurhlið hússins.

4.Eyrarvegur 18 - Fyrirspurn um byggingarleyfi

Málsnúmer 1409156Vakta málsnúmer

Gunnlaugur Sighvatsson, fh. FISK Seafood ehf. kt. 4612891269 spyr um afstöðu skipulags- og byggingarnefndar til hugmynda FiskSeafood um að byggja móttökuskýli á hafnarsvæði Sauðárkrókshafnar samkvæmt meðfylgjandi gögnum sem dagsett eru 17. september sl.. Fyrirhugað skýli kemur suður úr móttökuhúsi sem stendur á lóðinni númer 18 við Eyrarveg. Fyrir liggur jákvæð umsögn hafnarvarðar fh. Umhverfis- og samgöngunefndar. Skipulags- og byggingarnefnd gerir ekki athugasemd við erindið.

5.Fellstún 18 - Fyrirspurn um byggingarleyfi

Málsnúmer 1410028Vakta málsnúmer

Haraldur S. Árnason byggingartæknifræðingur hjá HSÁ teiknistofu, Akureyri, óskar fh. Sigurðar Eiríkssonar kt. 061156-5189, eftir því við skipulags- og byggingarnefnd Skagafjarðar að nefndin heimili áframhaldandi hönnun einbýlishúss á lóðina númer 18 við Fellstúnar sbr. framlagðar tillöguteikningar af húsinu. Samþykkt.

6.Drekahlíð 4 - Umsókn um framkvæmdaleyfi

Málsnúmer 1405130Vakta málsnúmer

Hjalti Magnússon og Sigurlaug Reynaldsdóttir eigendur einbýlishússins Drekahlíð 4 á Sauðárkróki óskar heimildar Skipulags- og byggingarnefndar sveitarfélagsins Skagafjarðar til að breikka innkeyrslu að lóðinni. Sótt er um 2,3 metra breikkun til norðurs, yfir lagnasvæði sveitarfélagsins eins og fram kemur á meðfylgjandi fylgigögnum. Á fundi skipulags- og byggingarnefndar 11. júlí sl. var afgreiðslu erindisins frestað, og beiðni um breikkun innkeyrslu hafnað á fundi nefndarinnar 22. ágúst sl. Í dag liggur fyrir bréf umsækjenda þar sem óskir eru um að málið verði tekið fyrir að nýju. Skipulags- og byggingarnefnd vísar til afgreiðslu sinnar frá 22. ágúst og fellst ekki á breikkun innkeyrslunnar. Hildur Þóra situr hjá við afgreiðsluna og óskar bókað að hún telji nauðsynlegt að skerpa verklagsreglur varðandi þessi mál.

7.Leiðbeiningar um gerð lóðaleigusamninga innan þjóðlendna.

Málsnúmer 1410016Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar: Tölvupóstar Sambands íslenskra sveitarfélaga og Forsætisráðuneytisins þar sem vakin er athygli á leiðbeiningum um gerð lóðaleigusamninga innan þjóðlendna: Samband íslenskra sveitarfélaga í samvinnu við forsætisráðuneytið hefur tekið saman leiðbeiningar til sveitarstjórna sem ætlað er að auðvelda gerð samninga um nýtingu lands innan þjóðlendna. Um er að ræða þrenns konar gátlista yfir þau atriði sem sérstaklega þarf að huga að við slíka samningagerð.

8.Borgarflöt 31 - olíuafgreiðslustöð- Starfsleyfisskilyrði

Málsnúmer 1410112Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar samþykkt starfsleyfisskilyrði fyrir Íslenskt eldsneyti ehf. að Borgarflöt 31

9.Smáragrund 5 - Umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 1406220Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar: Byggingarleyfisumsókn Álfhildar Leifsdóttur kt. 040377-5499, dagsett 4. júní 2014. Umsókn um leyfi til að byggja skjólvegg og pall á þaki bílskúrss sem stendur á lóðinni númer 5 við Smáragrund á Sauðárkróki, einnig sótt um að byggja sorptunnuskýli við innkeyrslu að lóðinni. Byggingarleyfi veitt 3. október 2014

10.Eyrarvegur 21 - Umsókn um byggingarleyfi.

Málsnúmer 1409062Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar: Byggingarleyfisumsókn Ólafs Sigmarssonar kt. 130665-4469, f.h. Kaupfélags Skagfirðinga kt. 680169-5009, dagsett 5. september 2014. Umsókn um leyfi til að byggja við og stækka anddyri ásamt því að breyta starfsmannaaðstöðu byggingarvöruverslunar Kaupfélags Skagfirðinga sem stendur á lóðinni númer 21 við Eyrarveg á Sauðárkróki.
Byggingaráform eru samþykkt af skipulags- og byggingarfulltrúa þann 1. október 2014.

11.Syðra-Vatn land (177429) - Umsókn um byggingarleyfi.

Málsnúmer 1207066Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar: Byggingarleyfisumsókn Ingu Aðalheiðar Hjálmarsdóttur kt. 280955-3379, dagsett 3. september 2014. Umsókn um leyfi til að byggja geymslu við sumarhús sem stendur sumarbústaðalandinu Syðra -Vatn land (177429) í Skagafirði.
Byggingaráform eru samþykkt af skipulags- og byggingarfulltrúa 30. september 2014.

Fundi slitið - kl. 10:00.