Fara í efni

Skipulags- og byggingarnefnd

262. fundur 19. september 2014 kl. 08:15 - 09:45 í Ráðhúsi, Skr.
Nefndarmenn
  • Viggó Jónsson formaður
  • Ásmundur Jósef Pálmason varaform.
  • Valdimar Óskar Sigmarsson varam.
  • Hanna Þrúður Þórðardóttir varam. áheyrnarftr.
Starfsmenn
  • Jón Örn Berndsen byggingarfulltrúi
  • Sigurður H. Ingvarsson starfsmaður byggingarfulltrúa
Fundargerð ritaði: Jón Örn Berndsen skipulags- og byggingarfulltrúi
Dagskrá

1.Deplar 146791 - Deiliskipulag

Málsnúmer 1409071Vakta málsnúmer

Farið yfir skipulagsmál vegna uppbyggingar að Deplum. Á fundi skipulags- og byggingarnefndar 22 ágúst 2014 var samþykkt að heimila landeigendum að vinna deiliskipulag af jörðinni og staðfesti sveitarstjórn samþykkt skipulagsnefndar á fundi sínum 3 september sl. Fyrir liggur niðurstaða Skipulagsstofnunar um að uppbyggingin að Deplum kalli jafnframt á breytingu á Aðalskipulagi. Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir að láta vinna breytingu á Aðalskipulagi vegna þessa. Fyrir liggur, í samræmi við 30. og 40. grein skipulagslaga, skipulagslýsing vegna breytingar á Aðalskipulagi og vegna gerðar deiliskipulags. Útgáfa 0.0 dagsett 19. september 2014. Skipulags- og bygginnarnefnd samþykkir framlagða skipulagslýsingu sem unnin er af Landslag ehf.

2.Freyjugata 25 - dagvistarhús

Málsnúmer 1409031Vakta málsnúmer

Á fundi Byggðarráðs 4. september sl. Byggðarráð samþykkir að fela byggingarfulltrúa að gera sérstaka lóð undir húsið út úr lóð barnaskólans. Samþykkt að vinna áfram að málinu.

3.Hóll 146175 - Umsókn um landskipti

Málsnúmer 1409100Vakta málsnúmer

Ásgeir Valur Arnljótsson kt. 190666-3369 og Valgerður Inga Kjartansdóttir kt. 170267-4519 eigendur jarðarinnar Hóll (landnr. 146175), Tungusveit í Skagafirði , sækja um leyfi til þess að skipta út landspildu úr jörðinni. Framlagður hnitsettur yfirlits- og afstöðuuppdráttur gerir grein fyrir umbeðnum landskiptum. Uppdrátturinn er gerður á Stoð ehf. verkfræðistofu af Eyjólfi Þór Þórarinssyni. Númer uppdráttar er S-01 í verki nr. 771901, og er hann dagsettur 4. september 2014. Einnig er sótt um lausn spildunar úr landbúnaðarnotum. Lögbýlarétturinn mun áfram fylgja landnúmerinu 146175. Þá er sótt um að fá að nefna útskipta landið Melhól. Erindið samþykkt.

4.Birkihlíð 145968 - Umsókn um niðurrif mannvirkja.

Málsnúmer 1407133Vakta málsnúmer

Þröstur Heiðar Erlingsson kt. 111170-3479 sækir fyrir hönd eigenda jarðarinnar Birkihlíð, landnr. 145968, í Skagafirði um að fá að rífa mannvirki á jörðinni. Húsið sem um ræðir er í fasteignaskrá skráð safnþró, matshluti 26 með matsnúmerið 214-0046. Erindið samþykkt.

5.Birkihlíð 145968 - Umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 1407134Vakta málsnúmer

Þröstur Heiðar Erlingsson kt. 111170-3479 sækir fyrir hönd eigenda jarðarinnar Birkihlíð, landnr. 145968, í Skagafirði um að fá að breyta innangerð, útliti og notkun útihúsa á jörðinni. Húsin sem um ræðir eru í fasteignaskrá skráð með matshlutanúmerin, 05 Fjós með áburðarkjallara og 09 Hlaða m/ súgþurrkun. Fyrir liggja umsagnir hlutaðeigandi umsagnaraðila. Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir breytta notkun húsanna

6.Ríp 2 146396 - Umsókn um landskipti

Málsnúmer 1409119Vakta málsnúmer

Birgir Þórðarson kt. 070660-5479 , eigandi jarðarinnar Rípur II (landnr. 146396), Hegranesi í Skagafirði , sækir um leyfi til þess að stofna lóð úr landi jarðarinnar. Framlagður hnitsettur yfirlits- og afstöðuuppdráttur gerir grein fyrir umbeðnum landskiptum. Uppdrátturinn er gerður á Stoð ehf. verkfræðistofu af Atla Gunnari Arnórssyni. Númer uppdráttar er S01 í verki nr. 75645, og er hann dagsettur 18. ágúst 2014. Einnig sótt um lausn lóðarinnar úr landbúnaðarnotum. Lögbýlarétturinn mun áfram fylgja landnúmerinu 146396. Erindið samþykkt eins og það er fyrir lagt.

7.Ytri-Hofdalir 146411 - Umsókn um landskipti

Málsnúmer 1409121Vakta málsnúmer

Halldór Jónasson kt. 080446-2419, eigandi jarðarinnar Ytri-Hofdalir (landnr. 146411) Skagafirði, sækir um leyfi til þess að stofna tvær lóðir úr landi jarðarinnar, Ytri-Hofdalir lóð 1 og Ytri-Hofdalir lóð 2. Framlagður hnitsettur yfirlits- og afstöðuuppdráttur gerir grein fyrir umbeðnum landskiptum. Uppdrátturinn er gerður á Stoð ehf. verkfræðistofu af Braga Þór Haraldssyni. Númer uppdráttar er S-01 í verki nr. 73693 og er hann dagsettur 15. september 2014. Einnig sótt um lausn lóðanna úr landbúnaðarnotum. Innan lóðanna sem verið er að stofna standa eftirtalin mannvirki. Á lóðinni Ytri-Hofdalir lóð 1 stendur Íbúðarhús með matstanúmerið 214-2593. Á lóðinni Ytri-Hofdalir lóð 2 stendur frístundahús með matsnúmerið 232-7515. Öll hlunnindi munu áfram tilheyra jörðinni Ytri-Hofdalir, landnr. 146411. Lögbýlarétturinn mun áfram fylgja landnúmerinu 146411. Erindið samþykkt eins og það er fyrir lagt.

8.Fagranes land 178665 - Umsókn um framkvæmdaleyfi

Málsnúmer 1409143Vakta málsnúmer

Fagranes land 178665- Umsókn um framkvæmdaleyfi. Jón S. Eiríksson, kt 080129-2469, þinglýstur eigandi Fagraness land (landnr. 178665) , óskar eftir framkvæmdaleyfi fyrir byggingu smávirkjunar í Fagranesá á Reykjaströnd þar sem áin kemur fram úr Fagranesdal í austanverðum Tindastól. Framlagðir afstöðuuppdrættir gerðir á Stoð ehf. verkfræðistofu af Braga Þór Haraldssyni. Númer uppdráttar er S-101 í verki nr. 72706, dags. 16. september 2014. Fyrir liggur samþykki eigenda Fagranes landnúmer 145928. Erindið samþykkt. Viggó Jónsson vék af fundi við afgreiðslu þessa liðar.

9.Umhverfismatsdagur Skipulagsstofnunar 2014

Málsnúmer 1409124Vakta málsnúmer

Árlegur umhverfismatsdagur Skipulagsstofnunar verður haldinn menningarhúsinu Hörpu í Reykjavík föstudaginn 26. september. næstkomandi. Í dagskrá verður þess meðal annars minnst að í ár eru liðin tuttugu ár frá gildistöku laga um mat á umhverfisáhrifum. Fundurinn er opinn öllum og aðgangur ókeypis. Samþykkt að þeir nefndarmenn sem tök hafa á sæki fundinn.

10.Myglumál - samantekt starfshóps Umhverfis- og auðlindaráðuneytis

Málsnúmer 1409085Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar: Umhverfis- og auðlindaráðuneytisins setti á fót starfshóp með það að verkefni að taka til skoðunar lög og reglur á sviði byggingarmála með tilliti til myglusvepps og þess tjóns sem hann getur valdið. Í því sambandi á m.a. skoða ábyrgð fagaðila og eftirlitsaðila og möguleikar á að bæta byggingareftirlit.

11.Útvík 146005 - Umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 1303503Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar: Byggingarleyfisumsókn Ingunnar H. Hafstað arkitekts, kt. 020861-7469, fh. Útvíkurfélagsins ehf. kt. 450602-2210, umsókn dagsett 20. ágúst 2014. Umsókn um leyfi til að byggja við brugghúss sem stendur á jörðinni Útvík, landnúmer 146005 í Skagafirði, ásamt því að staðsetja fjóra geymslugáma við húsið. Byggingaráform eru samþykkt af skipulags- og byggingarfulltrúa 17. september 2014.

12.Eyrarvegur 20 - byggingarframkvæmd.

Málsnúmer 1409077Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar : Skipulags- og byggingarfulltrúi gerði grein fyrir afskiptum sínum af byggingarframkvæmd við Eyrarveg 20. Um er að ræða burðarvirki og tjald yfir gæruvinnslu við húsið að vestanverðu. Sláturhússtjóri hefur upplýst að hér sé um tímabundna framkvæmd að ræða sem tekin verð niður að lokinni sláturtíð eða innan tveggja mánaða frá 8. september að telja.

13.Gæðastjórnunarkerfi byggingarfulltrúa

Málsnúmer 1408201Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar : Skipulags- og byggingarfulltrúi gerði grein fyri vinnu við gerð gæðastjórnunarkerfi byggingarfulltrúa.

Fundi slitið - kl. 09:45.