Fara í efni

Skipulags- og byggingarnefnd

259. fundur 11. júlí 2014 kl. 08:30 - 10:35 í Ráðhúsi, Skr.
Nefndarmenn
  • Viggó Jónsson aðalm.
  • Hildur Þóra Magnúsdóttir aðalm.
  • Gísli Sigurðsson varam.
  • Guðni Kristjánsson áheyrnarftr.
Starfsmenn
  • Jón Örn Berndsen byggingarfulltrúi
  • Sigurður H. Ingvarsson starfsmaður byggingarfulltrúa
  • Ásta Björg Pálmadótttir sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Jón Örn Berndsen skipulags- og byggingarfulltrúi
Dagskrá

1.Kosning formanns, varaformanns og ritara

Málsnúmer 1406191Vakta málsnúmer

Fyrir liggur tillaga um formann Viggó Jónsson,varaformann Ásmund Pálmason og ritara Hildi Þóru Magnúsdóttur. Tillagan samþykkt. Áheyrnarfulltrúi er Guðni Kristjánsson.

2.Skagfirðingabraut 8 - Umsókn um framkvæmdaleyfi.

Málsnúmer 1406264Vakta málsnúmer

Lúðvík R. Kemp og Ólafía K. Sigurðardóttir eigendur einbýlishússins Skagfirðingabraut á Sauðárkróki óska heimildar Skipulags- og byggingarnefndar til að breyta innkeyrslu að lóðinni. Innkeyrsla á lóðina er frá Suðurgötu. Nú er óskað eftir að fá einnig innkeyrslu á lóðina frá Skagfirðingabraut þannig að gegnumkeyrsla geti verið um lóðina. Meðfylgjandi gögn sem skíra hugmyndir umsækjenda eru dagsett eru 25. júní 2014. Skipulags- og byggingarnefnd hafnar erindinu og telur að gegnumakstur um lóðina geti ógnað umferðaröryggi.

3.Suðurgata 11 - Umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 1405139Vakta málsnúmer

Hólmfríður Runólfsdóttir eigandi einbýlishúss nr 11 við Suðurgötu sækir hér með um leyfi til að gera breytingu á núverandi geymsluhúsi á lóð. Breytingin felst í að stækka geymsluhúsið og hækka þak. Meðfylgjandi uppdrættirnir eru gerðir af Guðmundi Þór Guðmundssyni byggingarfræðing og eru þeir dagsettir 15.05.2014 í verki 0514 teikn.nr. 01.
Stærð húss eftir stækkun verður 21,6 fermetrar. Samþykkt að grendarkynna erindið.

4.Kýrholt lóð 2 - Umsókn um byggingarreit og vegtengingu.

Málsnúmer 1407004Vakta málsnúmer

Steinþór Tryggvason í Kýrholti, eigandi lóðarinnar Kýrholt lóð 2 sem hefur landnúmer 222278 óskar eftir leyfi fyrir byggingarreit fyrir frístundarhús á lóðinni. Meðfylgjandi afstöðuppdráttur er gerður hjá Stoð ehf verkfræðistofu af Braga Þór Haraldssyni tæknifræðing. Uppdráttur S102 og er hann dagsettur 27. júní 2014. Skipulags- og byggingarfulltrúa falið að afgreiða erindið að fengnum umsögnum hlutaðeigandi aðila.

5.Drekahlíð 4 - Umsókn um framkvæmdaleyfi

Málsnúmer 1405130Vakta málsnúmer

Undir þessum lið viku Gísli Sigurðsson og Sigurður H. Ingvarsson af fundi. Hjalti Magnússon og Sigurlaug Reynaldsdóttir eigendur einbýlishússins Drekahlíð 4 á Sauðárkróki óskar heimildar Skipulags- og byggingarnefndar sveitarfélagsins Skagafjarðar til að breikka innkeyrslu að lóðinni. Sótt er um 2,3 metra breikkun til norðurs, yfir lagnasvæði sveitarfélagsins eins og fram kemur á meðfylgjandi fylgigögnum. Erindinu frestað.

6.Skipulagsdagurinn 29. ágúst 2014

Málsnúmer 1406261Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar. Árlegur samráðsfundur Skipulagsstofnunar með sveitarfélögum verður haldinn 29. ágúst næstkomandi á Grand Hótel í Reykjavík undir yfirskriftinni Skipulagsdagurinn 2014. Til fundarins er boðið sveitarstjórnarmönnum, fulltrúum í skipulagsnefndum sveitarfélaga, skipulagsfulltrúum og öðrum starfsmönnum sveitarfélaga sem annast skipulagsmál. Fundurinn er að venju haldinn í samráði við Samband íslenskra sveitarfélaga.

Fundi slitið - kl. 10:35.