Fara í efni

Skipulags- og byggingarnefnd

256. fundur 01. apríl 2014 kl. 14:00 - 15:50 í Ráðhúsi, Skr.
Nefndarmenn
  • Viggó Jónsson formaður
  • Gísli Sigurðsson ritari
  • Gísli Árnason aðalm.
  • Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir varam. áheyrnarftr.
Starfsmenn
  • Jón Örn Berndsen byggingarfulltrúi
  • Sigurður H. Ingvarsson starfsmaður byggingarfulltrúa
Fundargerð ritaði: Jón Örn Berndsen skipulags- og byggingarfulltrúi
Dagskrá

1.Lóð 16 á Nöfum, Kirkjugarður - Umsókn um stækkun lóðar.

Málsnúmer 1309119Vakta málsnúmer

Pétur Pétursson kt. 090345-4009 fh. sóknarnefndar Sauðárkrókskirkju kt. 560269-7659 fer þess á leit við skipulagsyfirvöld að Sauðárkrókskirkjugarður verði stækkaður og unnið verði deiliskipulag fyrir svæðið ásamt tilheyrandi aðalskipulagsbreytingu. Meðfylgjandi er tillaga sóknarnefndar unnin á Stoð ehf. verkfræðistofu af Sólveigu Olgu Sigurðardóttur. Tillagan er í verki númer 64024, nr. S01 og er hún dagsett 26.2.2014. Lagt fram til kynningar.

2.Skagafjarðarveitur hitaveita - Umsókn um framkvæmdaleyfi. Hitav-strengl/Hofsstaðapláss.

Málsnúmer 1403032Vakta málsnúmer

Indriði Þór Einarsson sviðsstjóri Veitu- og framkvæmdasviðs sækir fh. Skagafjarðarveitna hitaveitu kt. 681212-0350, um leyfi til þess að leggja hitaveitulögn frá núverandi stofnlögn við Ríp í Hegranesi, yfir eystra eylendið, að og um Hofsstaðapláss. Samhliða hitaveitulögn verður lagt ídráttarrör fyrir gagnaveitu. Framlagðir yfirlits / afstöðuuppdrættir gera grein fyrir fyrirhugaðri framkvæmd. Uppdrættirnir eru unnir á STOÐ ehf. Verkfræðistofu af Braga Þór Haraldssyni og eru þeir í verki númer 1017, nr. S-101 og S-102, dagsettir 3. mars 2014. Skipulags- og byggingarfulltrúa falið að afgreiða erindið að fengnum umsögnum hlutaðeigandi aðila.

3.Sölvanes lóð (222261) - Umsókn um landskipti

Málsnúmer 1403198Vakta málsnúmer

Magnús Óskarsson kt. 160847-7199 og Elín Sigurðardóttir kt. 080245-3949 þinglýstir eigendur jarðarinnar Sölvaness (landnr. 146238) Skagafirði, sækja um leyfi til þess að skipta 2.962,0 m² íbúðarhúsalóð út úr landi jarðarinnar. Innan lóðarinnar sem verið er að skipta út úr jörðinni stendur íbúðarhús með fastanúmerið 214-1540. Framlagður yfirlits/afstöðuuppdráttur gerður á Stoð ehf. verkfræðistofu af Atla Gunnari Arnórssyni. Uppdrátturinn er í verki númer 6799 nr., dagsettur 14. mars 2014. Einnig er sótt um lausn lóðarinnar úr landbúnaðarnotkun. Öll hlunnindi munu áfram tilheyra jörðinni Sölvanes, landnr. 146238. Lögbýlarétturinn mun áfram fylgja landnúmerinu 146238. Erindið samþykkt.

4.Sölvanes land (222262) - Umsókn um landskipti

Málsnúmer 1403197Vakta málsnúmer

Magnús Óskarsson kt. 160847-7199 og Elín Sigurðardóttir kt. 080245-3949 þinglýstir eigendur jarðarinnar Sölvaness (landnr. 146238) Skagafirði, sækja um leyfi til þess að skipta 12.160,0 m² landi út úr jörðinni. Landið er án húsa og annarra mannvirkja. Framlagður yfirlits/afstöðuuppdráttur gerður á Stoð ehf. verkfræðistofu af Atla Gunnari Arnórssyni. Uppdrátturinn er í verki númer 6799 nr., dagsettur 14. mars 2014. Einnig er sótt um lausn landsins úr landbúnaðarnotkun. Öll hlunnindi munu áfram tilheyra jörðinni Sölvanes, landnr. 146238. Lögbýlarétturinn mun áfram fylgja landnúmerinu 146238. Erindið samþykkt.

5.Brennigerðisp, lóð 1 (222276) - Umsókn um landskipti

Málsnúmer 1403363Vakta málsnúmer

Haraldur Árnason kt. 060325-4059, Heiðbjört Kristmundsdóttir kt. 190849-3179 og Kristmundur Bjarnason eigendur Brennigerðisparts (landnr. 145924) í Borgarsveit Skagafirði, sækja um leyfi til þess að skipta landinu, stofna Brennigerðispart lóð 1. Framlagður yfirlits/afstðuuppdráttur gerður á Stoð ehf. verkfræðistofu af Braga Þór Haraldssyni gerir grein fyrir landskiptunum. Uppdrátturinn er í verki númer 72954, nr. S-01, dagsettur dags. 10. mars 2014. Erindið samþykkt eins og það er fyrir lagt.

6.Brennigerðisp, lóð 2 (222277) - Umsókn um landskipti

Málsnúmer 1403364Vakta málsnúmer

Haraldur Árnason kt. 060325-4059, Heiðbjört Kristmundsdóttir kt. 190849-3179 og Kristmundur Bjarnason eigendur Brennigerðisparts (landnr. 145924) í Borgarsveit Skagafirðisækja um leyfi til þess að skipta landinu, stofna Brennigerðispart lóð 2. Framlagður yfirlits/afstðuuppdráttur gerður á Stoð ehf. verkfræðistofu af Braga Þór Haraldssyni gerir grein fyrir landskiptunum. Uppdrátturinn er í verki númer 72954, nr. S-01, dagsettur dags. 10. mars 2014. Erindið samþykkt eins og það er fyrir lagt.

7.Hof 146114 - Umsókn um staðfestingu lóðarmarka

Málsnúmer 1403199Vakta málsnúmer

Þinglýstir eigendur Hofs í Varmahlíð (landnr. 146114), óskum hér með eftir staðfestingu skipulags- og byggingarnefndar á afmörkun landsins. Umrædd merki eru sýnd á meðfylgjandi hnitsettum afstöðuuppdrætti gerðum á Stoð ehf. verkfræðistofu af Atla Gunnari Arnórssyni. Númer uppdráttar er S-101 í verki nr. 7667, dags. 2. febrúar 2014. Erindið samþykkt.

8.Heiði 145935 - Umsókn um deiliskipulag

Málsnúmer 1307103Vakta málsnúmer

Kristján Eggertsson arkitekt hjá KRADS arkitektastofu leggur fram tillögu að deiliskipulagi fyrir frístundabyggð í landi Heiðar í Gönguskörðum. þá liggja fyrir fundinum drög að breyting á Aðalskipulagi Skagafjarðar 2009-2021 sem deiliskipulagstillagan útheimtir. Aðalskipulagsbreyting unnin af Stoð ehf. Skipulags- og byggingarnefnd hefur á fundum sínum 7 ágúst 2013 og 8. janúar 2014 áður fjallað um málið. Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir að leggja til við sveitarstjórn að deili- og aðalskipulagsbreytingarnar verði samþykktar og auglýstar samhliða.

9.Egg land 2 (221846) - Umsókn um byggingarreit

Málsnúmer 1403247Vakta málsnúmer

Sigurbjörg Valtýsdóttir kt 080850-2209 eigandi landspildu úr landi Eggjar í Hegranesi sækir um leyfir fyrir byggingarreit undir íbúðarhús á landaspildunni.Landnúmer lóðarinnar er 221846. Meðfylgjandi uppdráttur eru gerðir á Stoð ehf verkfræðistofu af Braga Þór Haraldssyni. Uppdráttur dagsettur 9. desember 2013 nr. S-07 verknúmer 76104. Skipulags- og byggingarfulltrúa falið að afgreiða erindið að fengnum umsögnum hlutaðeigandi aðila.

10.Ánastaðir 146144 - Umsókn um byggingarreit og vegtengingu

Málsnúmer 1403344Vakta málsnúmer

Guðmundur Hjálmarsson kt. 230659-6219 þinglýstur eigandi Ánastaða (landnr. 146144) í Svartárdal, Skagafirði, óska hér með eftir leyfi fyrir byggingarreit undir íbúðarhús, líkt og sýnt er á meðfylgjandi afstöðuuppdrætti gerðum hjá Stoð ehf. verkfræðistofu af Eyjólfi Þórarinssyni. Enn fremur er sótt um vegtengingu við Svartárdalsveg (755).Númer uppdráttar er S101 í verki nr. 770401, áritaður dags. 12. mars 2014. Skipulags- og byggingarfulltrúa falið að afgreiða erindið að fengnum umsögnum hlutaðeigandi aðila.

11.Íslenskt Eldsneyti ehf. - Umsókn um lóð

Málsnúmer 1401064Vakta málsnúmer

Fyrirtækið Íslenskt Eldsneyti ehf, óskar eftir því að fá að staðsetja 50m3 tank undir vistvænt eldsneyti á lóð á mótum Strandvegar og Borgargerðis.(fyrir neðan áhaldahúsið) Tankurinn sem um ræðir er ofanjarðar með áfastri eldsneytisdælu. Skipulags- og byggingarnefnd tekur jákvætt í að úthluta fyrirtækinu lóð þarna undir þessa starfsemi. Óskað er eftir ítarlegri gögnum frá umsækjanda.

12.Gil lóð 1 (220944) - Umsókn um byggingarreit og vegtengingu

Málsnúmer 1403343Vakta málsnúmer

Símon Skarphéðinsson kt. 120850-3509 og Brynja Ingimundardóttir kt. 140251-2329 sækja f.h Vinnuvéla Símonar ehf.kt. 120850-3509 um að fá samþykkta tvo byggingarreiti á lóðinni Gil lóð 1 (landnr. 220944), annars vegar fyrir geymsluskemmu og hins vegar fyrir aðstöðuhúsi. Einnig er sótt um leyfi fyrir vegtengingu að byggingarreitum. Framlagður yfirlits/afstðuuppdráttur gerður á Stoð ehf. verkfræðistofu af Braga Þór Haraldssyni gerir grein fyrir umbeðnum framkvæmdum. Uppdrátturinn er í verki númer 72247, nr. S-02, og er hann dagsettur 12. mars 2014. Erindinu frestað.

13.Kýrholt lóð 2 (222278) - Umsókn um landskipti

Málsnúmer 1403368Vakta málsnúmer

Steinþór Tryggvason kt. 040850-4499 þinglýstur eigandi jarðarinnar Kýrholts (landnr. 146413) Skagafirði, sækir um leyfi til þess að skipta 1.082,0 m² lóð út úr landi jarðarinnar, stofna lóð 2 í landi jarðarinnar. Framlagður yfirlits/afstðuuppdráttur gerður á Stoð ehf. verkfræðistofu af Braga Þór Haraldssyni gerir grein fyrir landskiptunum. Númer uppdráttar er S101 í verki nr. 75851, dagsettur 2. september 2013. Einnig er sótt um lausn lóðarinnar úr landbúnaðarnotkun. Öll hlunnindi munu áfram tilheyra jörðinni Kýrholt, landnr. 146413. Lögbýlarétturinn mun áfram fylgja landnúmerinu 146413. Erindið samþykkt.

14.Lindargata 1 og 3 - Umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 1403358Vakta málsnúmer

Tómas Árdal kt. 210959-5489, fyrir hönd Spíru ehf. Kt. 420207-0770, sæki um leyfi til að lækka gólf í kjallara Lindargötu 1 og innrétta þar framreiðslueldhús ásamt geymslu og afgreiðslu fyrir matsal í kjallara Lindargötu 3. Einnig er sótt um leyfi til að setja nýjar útidyr inn í kjallarann um norðurstafn og byggja tengigang milli kjallarans og matsalar í kjallara Lindargötu 3. Meðfylgjandi er aðaluppdráttur gerður hjá Stoð ehf. Verkfræðistofu, af Eyjólfi Þór Þórarinssyni, dagsettur 25. mars 2014. Erindið samþykkt.

15.Borgarröst 8 - Umsókn um byggingarleyfi.

Málsnúmer 1403031Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar. Ólafur E. Friðriksson fh Friðriks Jónssonar ehf. sækir um leyfi til að byggja íbúðarhús á iðnaðarlóðinni Borgarröst 8. Húsið er hugsað til flutnings og mun aðeins standa tímabundið á lóðinni. Framlagðir uppdrættir eru gerðir hjá Nýju teiknistofunni ehf, af Sigurði Einarssyni kt. 140432-4749. Byggingaráform samþykkt 12. mars 2014.

16.Kjartansstaðakot(145984)-Umsókn um byggingarleyfi.

Málsnúmer 1401079Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar. Byggingarleyfisumsókn Eddu Lúðvíksdóttur kt. 010655-4639 og Þórðar Hansen kt. 080649-2829, sem dagsett er 6. janúar 2014. Umsókn um leyfi til að byggja bílageymslu og tengigang við núverandi íbúðarhús á jörðinni Kjartansstaðakot (145984) í Skagafirði.
Byggingaráform eru samþykkt af skipulags- og byggingarfulltrúa 19. mars 2014.

Fundi slitið - kl. 15:50.