Fara í efni

Fréttir

Dagur leikskólans

06.02.2024
Fréttir
Dagur leikskólans verður haldinn hátíðlegur hjá leikskólum landsins í dag, þriðjudaginn 6. febrúar og eru leikskólar Skagafjarðar þar engin undantekning. Á Sauðárkróki stóð til að börnin á eldra stigi leikskólans Ársala syngi lög fyrir gesti og gangandi í Skagfirðingabúð kl 10:15 en mögulega verður því frestað vegna veðurs (tilkynning um það...

Sundlaug Sauðárkróks tímabundið lokuð en opið í heitu pottana, gufu og eimbað

05.02.2024
Fréttir
Kuldatíðin heldur áfram en vegna skorts á heitu vatni hefur verið skrúfað fyrir hitann í sundlaugina á Sauðárkróki. Sundlaugin er því lokuð tímabundið en heitu pottarnir, gufubaðið og eimbaðið verða áfram opin samkvæmt opnunartíma. 

Dagur kvenfélagskonunnar er í dag

01.02.2024
Fréttir
Í dag, 1. febrúar, er Dagur kvenfélagskonunnar og jafnframt stofndagur Kvenfélagasambands Íslands. Sveitarfélagið Skagafjörður sendir bestu kveðjur til allra meðlima kvenfélaga Skagafjarðar í tilefni dagsins með þökk fyrir ómetanleg og óeigingjörn störf í gegnum árin. Kvenfélagasamband Íslands (KÍ) var stofnað 1. febrúar 1930 og eru því liðin 94...

Auglýsing um skipulagsmál - Sólheimar 2

31.01.2024
Fréttir
Tillaga að deiliskipulagi – Sólheimar 2, í Blönduhlíð Sveitarstjórn Skagafjarðar samþykkti á 22. fundi sínum þann 17. janúar 2024 að auglýsa tillögu að deiliskipulagi fyrir Sólheima 2 í Blönduhlíð í Skagafirði skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Tillagan er sett fram á uppdrætti með greinargerð dags. 4. janúar 2024 og er unnin af...

Álagningu fasteignagjalda 2024 lokið

30.01.2024
Fréttir
Allir greiðendur fasteignagjalda til sveitarfélagsins, einstaklingar og lögaðilar, geta nú nálgast álagningarseðla í Íbúagátt á heimasíðu sveitarfélagsins. Einnig er hægt að sækja álagningarseðla á vefsíðu island.is undir flipanum "Mínar síður". Álagningarseðlar eru sendir á pappírsformi til þeirra greiðenda sem þess óskuðu. Greiðslukröfur vegna...

Álagning fasteignagjalda í Skagafirði árið 2024

24.01.2024
Fréttir
Álagning – breytingar – innheimta Þess er óskað að ábendingar um breytingar og leiðréttingar á álagningu eða innheimtu berist til sveitarfélagsins eftir einhverri eftirtalinna leiða; í gegnum Íbúagáttina, símleiðis í síma 455 6000 eða með tölvupósti á netfangið innheimta@skagafjordur.is. Álagningarseðlar Álagningarseðlar fasteignagjalda verða...

Sætún og Hátún Hofsósi, íbúðarhúsalóðir til úthlutunar

24.01.2024
Fréttir
Sætún nr. 12, Hátún nr. 1, 2, 3, 4 og 5 – einbýlishúsalóðir Hátún nr. 6-8 – parhúsalóð Sætún nr. 1-5 – raðhúsalóð Skipulagsnefnd Skagafjarðar auglýsir til úthlutunar einbýlishúsalóðirnar Sætún 12 og Hátún 1, 2, 3, 4 og 5, raðhúsalóðina Sætún 1-5 og parhúsalóðina Hátún 6-8 í samræmi við úthlutunarreglur Skagafjarðar, dags. 14. september 2022....

Nestún Sauðárkróki, parhúsalóðir til úthlutunar

24.01.2024
Fréttir
Nestún 16 og 22 – parhúsalóðir Skipulagsnefnd Skagafjarðar auglýsir til úthlutunar parhúsalóðir nr. 16 og 22 við Nestún í samræmi við reglur sveitarfélagsins um úthlutun byggingarlóða, dags. 14. september 2022. Um er að ræða 1.150,8 m² parhúsalóðir með hámarksbyggingarmagn 402 m². Sótt er um lóðir hér á vef Skagafjarðar, einnig er hægt er að...

Sundlaug Sauðárkróks lokuð - Íbúar fari sparlega með heita vatnið

16.01.2024
Fréttir
Skagafjarðarveitur beina þeim tilmælum til notenda hitaveitu á Sauðárkróki að fara sparlega með heita vatnið. Nú er mjög kalt og mikil vindkæling og útlit fyrir kulda áfram næstu daga og þess verður vart á stöðu heita vatnsins.Fyrir liggur að loka þarf sundlauginni, einnig hefur streymi verið minnkað á gervigrasvöllinn. Búið er að hafa samband við...