Fara í efni

Þjóðarsáttmáli um læsi undirritaður í Árskóla

02.09.2015
Undirritun Þjóðarsáttmála um læsi

Þjóðarsáttmáli um læsi var undirritaður í Árskóla í gær. Illugi Gunnarsson mennta- og menningarmálaráðherra var mættur og undirritaði samninginn ásamt Ástu Pálmadóttur sveitarstjóra og Hrund Pétursdóttur fulltrúa Heimilis og skóla. Sigríður Svavarsdóttir forseti sveitarstjórnar ávarpaði gesti og Veðurguðinn Ingólfur tók lagið en það var útbúið sérstaklega fyrir þetta átak.

 Verkefnið er samstarfsverkefni mennta- og menningarmálaráðuneytis, Sambands íslenskra sveitarfélaga, Kennarasambands Íslands og samtakanna Heimili og skóli. Markmið verkefnisins er að við lok grunnskóla geti öll skólabörn lesið sér til gagns.