Fara í efni

Starf í búsetu fatlaðs fólks er laust til umsóknar

02.07.2015

 

Starf í búsetu fatlaðs fólks er laust til umsóknar

Fjölskyldusvið Sveitarfélagsins Skagafjarðar óskar eftir að ráða starfsmann í búsetu fatlaðs fólks. Í starfinu felst að aðstoða fatlaða einstaklinga við allar athafnir daglegs lífs, persónulegar og félagslegar. Þjónustan er veitt inni á heimili þeirra og eins utan þess þegar það á við.

Hæfniskröfur: Menntun sem nýtist í starfi og reynsla er kostur. Leitað er eftir einstaklingi sem hefur áhuga á að starfa með fötluðu fólki og hefur til að bera lipurð í mannlegum samskitpum. Lögð er áhersla á frumkvæði, gagnkvæma virðingu, háttvísi og stundvísi. Umsækjandi skal hafa náð 20 ára aldri og æskilegt er að viðkomandi sé með bílpróf.

Um hlutastarf (45%) er að ræða frá og með 1. ágúst 2015.
Unnið er í vaktavinnu; morgun-, kvöld- og helgarvaktir.

Starfið hentar konum jafnt sem körlum. Laun og önnur starfskjör eru samkvæmt kjarasamningum Sambands íslenskra sveitarfélaga við viðkomandi stéttarfélag.

Umsóknarfrestur er til og með 16. júlí 2015

Umsóknum sem greina frá menntun og fyrri störfum skal skila í gegnum heimasíðu sveitarfélagsins www.skagafjordur (störf í boði) eða í gegnum íbúagátt sveitarfélagsins.

Nánari upplýsingar um starfið veitir Steinunn Rósa Guðmundsdóttir, ráðgjafarþroskaþjálfi, steinunnr@skagafjordur.is, s: 899-2003.