Fara í efni

Rekstur sveitarfélagsins batnar á milli ára

24.05.2017
Sólarlag í Skagafirði

Rekstrartekjur Sveitarfélagsins Skagafjarðar námu á árinu 4.917 millj. króna af samstæðunni í heild, A og B hluta.  Þar af voru rekstrartekjur A hluta 4.239 millj. króna.  Rekstrargjöld  samstæðunnar að frátöldum afskriftum og  fjármagnsliðum voru 4.314  millj. króna, þ.a.  A hluta 3.913 millj. króna.   Rekstrarniðurstaða A og B hluta fyrir afskriftir og fjármagnsliði er jákvæð um 603 millj. króna,  þar af er rekstrarniðurstaða A  hluta  jákvæð fyrir afskriftir og fjármagnsliði um 326 millj. króna.  Afskriftir eru samtals 188 millj. króna, þar af 105 millj. króna hjá A-hluta.   Fjármagnsgjöld umfram fjármunatekjur voru hjá samstæðunni í heild samtals 257 millj. króna, þ.a. eru   192 millj. króna fjármagnsgjöld umfram fjármunatekjur í A-hluta sveitarsjóðs.  Rekstrarafgangur A og B hluta á árinu 2016 er 252 millj. króna  og rekstrarniðurstaða A hluta er jákvæð um 43 millj. króna.  

Eignir Sveitarfélagsins Skagafjarðar A og B hluta voru í árslok samtals  8.099 millj. króna, þ.a. voru eignir A hluta 6.021 millj. króna.  Skuldir og skuldbindingar voru í árslok 2016  samtals 6.093 millj. króna, þ.a. hjá A hluta 4.875 millj.króna.  Langtímaskuldir námu alls 3.533 millj.króna hjá A og B hluta auk 556 millj.króna næsta árs afborgana.  Eigið fé nam 2.007 millj. króna hjá samstæðunni  í árslok og er eiginfjárhlutfall 25%. Af þessari tölu nam eigið fé A hluta 1.146 millj. króna og eiginfjárhlutfall 19%.  Lífeyrisskuldbindingar nema 1.158 millj.króna í árslok og hækkuðu á árinu um  101 millj.króna nettó vegna aukinna lífeyrisréttinda og lengingu á lífaldri í útreikningum.

Veltufé frá rekstri A og B hluta nam 551 millj.króna, þar af er veltufé frá  rekstri A hluta 308 millj.króna. Handbært fé frá rekstri A og B hluta er 633 millj.króna.  Fjárfestingahreyfingar námu á árinu 2016, 226   millj.króna, þar af námu fjárfestingar í varanlegum rekstrarfjármunum 432 millj.króna.  Afborganir og skuldbreytingar langtímalána á árinu 2016 eru 706 millj.króna,  handbært fé hækkaði um 149 millj.króna á árinu og nam það 195 millj. króna í árslok.

Ársreikningur Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2016

Greinargerð sveitarstjóra