Fara í efni

Jólaljósin tendruð á Kirkjutorgi

27.11.2015
Á Kirkjutorgi 2014

Á laugardaginn verður kveikt á jólatrénu á Kirkjutorgi við hátíðlega athöfn enda aðventan að hefjast á sunnudaginn. Dagskráin hefst kl 15:30 en hún er fjölbreytt að vanda. Nemendur Grunnskólans austan Vatna taka lagið, Sigvaldi Helgi Voice-stjarna tekur líka nokkur lög og einnig barnakór Sauðárkrókskirkju og Árskóla. Ásta Björg Pálmadóttir sveitarstjóri flytur ávarp og jólasveinarnir koma í heimsókn. Jólatréð er gjöf frá vinabæ sveitarfélagsins Kongsberg í Noregi.

Það verður mikið um að vera um helgina og mikil aðventustemming í gamla bænum á Króknum. Opið verður í fyrirtækjum og verslunum og ýmislegt gott á boðstólum m.a. súkkulaði, kjötsúpa og piparkökur og ýmis tilboð í gangi. Einnig er hægt að bregða sér í Varmahlíð og skoða handverk í Gallerí Alþýðulist eða mæta á jólahlaðborð í hádeginu hjá Rótarýklúbb Sauðárkróks í íþróttahúsinu á Sauðárkróki.

Aðventan byrjar á sunnudaginn og eru aðventuhátíðir í Rípurkirkju, Hóladómkirkju og Sauðárkrókskirkju.

Dagskrá fyrstu viku aðventu má nálgast hér.